Lífið

Lauf­ey á lista Obama

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Laufey er ein þekktasta söngkona Íslands.
Laufey er ein þekktasta söngkona Íslands. Samsett

Ár hvert birti Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lista yfir tónlist, bækur og kvikmyndir sem stóðu upp á árinu. Lag eftir íslensku tónlistarkonuna Laufey er á listanum í ár.

Obama birti listann á samfélagsmiðlunum sínum í dag og er lagið Silver Lining eftir Laufey meðal laga á lagalista fyrrverandi forsetans. Þar má einnig sjá fleiri vinsæl lög líkt og Luther með Kendrick Lamar og SZA, Nice to each other með Olivia Dean, Ordinary með Alex Warren og Sexo, Violencia Y Llantas með Rosalía.

Laufey er orðin ein vinsælasta söngkona Íslendinga. Hún er núna á tónleikaferðalagi sem lýkur með tónleikum í Kópavogi. Laufey hefur þegar unnið ein Grammy-verðlaun og er tilnefnd fyrir nýjustu plötuna sína A Matter Of Time.

Uppáhalds bækur Obama á árinu eru til að mynda Paper Girl eftir Beth MAcy, 1929 eftir Andrew Ross Sorkin og The Look eftir Michelle Obama, eiginkonu hans. Forsetinn tekur vissulega fram að hann sé ekki hlutlaus þegar kemur að ritverkum hennar.

Efst á lista yfir uppáhalds kvikmyndirnar er One Battle After Another þar sem Leonardo DiCaprio fer með aðalhlutverk og þar á eftir Sinners. Obama naut þess einnig að horfa á Jay Kelly, The Secret Agent og Hamnet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.