Innlent

Ís­lendingar lentu í al­var­legu slysi í Suður-Afríku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Þrír Íslendingar lentu í mjög alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Fjallað verður um slysið í kvöldfréttum. 

Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla tæplega tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarmálaráðherra eftir. Þá verða RÚV á auglýsingamarkaði takmörkuð. Rætt verður við útvarpsstjóra, forstjóra Sýnar og Sigríði Dögg Auðunsdóttur formann Blaðamannafélagsins sem mætir í myndver..

Heilbrigðisráðherra segir nýjan fjögurra ára samning milli SÁÁ og Sjúkratrygginga alger tímamót. Í fyrsta sinn verður meðferð við spilafíkn niðurgreidd.

Við förum yfir það með skólastjóra Hússtjórnarskólans hvernig er best að raða í uppþvottavél, hittum mann sem ætlar að klára fimm hundruðustu Esjuferð ársins um helgina og minnumst Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sem lést í gær.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×