Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Stefán Árni Pálsson skrifar 23. desember 2025 15:03 Stofnendur Tónhyls. Íslenskt tónlistarlíf er afar sterkt og fjölbreytt um þessar mundir. Níu af tíu vinsælustu lögum landsins á streymisveitunni Spotify, þau voru íslensk á þessu ári, sem er það mesta síðan streymisveitan fór að taka saman lista þess efnis. Stór hluti þessarar tónlistar fer í gegnum klasann. Bjarki Sigurðsson leit við í þessa leyndu tónlistarperlu Íslands, Tónhyl, og mátti sjá spjall hans við stofnendur í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Tónhylur varð til árið 2018 þegar þrír starfsmenn Árbæjarskóla ákváðu að halda stóra tónleika fyrir íbúa hverfisins og efla þannig tónlistarlífið. Til urðu útitónleikarnir Stíflan sem slógu rækilega í gegn. Tvö þúsund manns mættu og stigu þar á svið landsþekktir tónlistarmenn í bland við unga og upprennandi listamenn úr Árbænum. Út frá því spratt hugmyndin að búa til tónlistarklasa, þar sem bæði reynsluboltar og reynsluminni gætu leigt stúdíó til að vinna að sínum verkum. Dýrmæt reynsla „Það er mikilvægt að skapa þennan vettvang fyrir þau. Þess vegna var vilji í rauninni að halda áfram í svona skapandi að gera en kannski hitta fólk sem þú ert ekki vanalega að hitta í félagsmiðstöðvunum og tala nú ekki um með þegar þú ert að hitta tónlistarfólk sem er í þessu í atvinnuskyni. Þá er það mjög dýrmæt reynsla og þetta hús býður upp á. Markmiðið okkar er að búa til svona vettvang,“ segir Guðfinna Birta Valgeirsdóttir, stofnandi Tónhyls. „Þetta eru líka tækifæri að verða hluti af stærri heild. Við vildum líka búa til einhvern vettvang þar sem þú getur komið og hitt fólk sem er að gera svipaða hluti og þú. Það er ekkert eitthvað svakalega mikið í boði fyrir lagahöfunda eða fólk sem vill skapa tónlist,“ segir Kristján Sturla Bjarnason, stofnandi. Glöggir taka eftir því að á plötuveggnum í Tónhyl eru margar af vinsælustu plötum síðustu ára frá listamönnum á borð við IceGuys, Elínu Hall, Flóna, Bubba, Martein, Birni, Aron Can og svo lengi mætti telja. Enda er þetta einungis einn af þremur plötuveggjum Tónhyls. „Við erum bara mjög glöð með alla tónlistina sem að kemur hérna út og bara frábært að sjá svona ákveðinn afrakstur. Svo ég tali nú ekki um bara svona menningararfinn sem verður til með þessu,“ segir Guðfinna. Tónhylur hefur stækkað ört og þróast gríðarlega síðustu ár. Fyrst um sinn var mesta áherslan lögð á tónlistarsköpun. En í dag starfa þar listamenn úr hinum ýmsu geirum, til að mynda grafískir hönnuðir og kvikmyndagerðarmenn, fatahönnuðir og fleiri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Bjarki Sigurðsson leit við í þessa leyndu tónlistarperlu Íslands, Tónhyl, og mátti sjá spjall hans við stofnendur í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Tónhylur varð til árið 2018 þegar þrír starfsmenn Árbæjarskóla ákváðu að halda stóra tónleika fyrir íbúa hverfisins og efla þannig tónlistarlífið. Til urðu útitónleikarnir Stíflan sem slógu rækilega í gegn. Tvö þúsund manns mættu og stigu þar á svið landsþekktir tónlistarmenn í bland við unga og upprennandi listamenn úr Árbænum. Út frá því spratt hugmyndin að búa til tónlistarklasa, þar sem bæði reynsluboltar og reynsluminni gætu leigt stúdíó til að vinna að sínum verkum. Dýrmæt reynsla „Það er mikilvægt að skapa þennan vettvang fyrir þau. Þess vegna var vilji í rauninni að halda áfram í svona skapandi að gera en kannski hitta fólk sem þú ert ekki vanalega að hitta í félagsmiðstöðvunum og tala nú ekki um með þegar þú ert að hitta tónlistarfólk sem er í þessu í atvinnuskyni. Þá er það mjög dýrmæt reynsla og þetta hús býður upp á. Markmiðið okkar er að búa til svona vettvang,“ segir Guðfinna Birta Valgeirsdóttir, stofnandi Tónhyls. „Þetta eru líka tækifæri að verða hluti af stærri heild. Við vildum líka búa til einhvern vettvang þar sem þú getur komið og hitt fólk sem er að gera svipaða hluti og þú. Það er ekkert eitthvað svakalega mikið í boði fyrir lagahöfunda eða fólk sem vill skapa tónlist,“ segir Kristján Sturla Bjarnason, stofnandi. Glöggir taka eftir því að á plötuveggnum í Tónhyl eru margar af vinsælustu plötum síðustu ára frá listamönnum á borð við IceGuys, Elínu Hall, Flóna, Bubba, Martein, Birni, Aron Can og svo lengi mætti telja. Enda er þetta einungis einn af þremur plötuveggjum Tónhyls. „Við erum bara mjög glöð með alla tónlistina sem að kemur hérna út og bara frábært að sjá svona ákveðinn afrakstur. Svo ég tali nú ekki um bara svona menningararfinn sem verður til með þessu,“ segir Guðfinna. Tónhylur hefur stækkað ört og þróast gríðarlega síðustu ár. Fyrst um sinn var mesta áherslan lögð á tónlistarsköpun. En í dag starfa þar listamenn úr hinum ýmsu geirum, til að mynda grafískir hönnuðir og kvikmyndagerðarmenn, fatahönnuðir og fleiri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira