Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2025 18:01 Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Gunnlaugur Árni Sveinsson áttu spennandi ár. Golf.is Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Gunnlaugur Árni Sveinsson voru í dag útnefnd kylfingar ársins 2025, af Golfsambandi Íslands, eftir að hafa bæði átt viðburðaríkt og gott keppnisár. Þetta er í þriðja sinn sem Guðrún Brá hlýtur viðurkenninguna, og annað árið í röð sem Gunnlaugur Árni er valinn. Guðrún leikur fyrir Golfklúbbinn Keili og Gunnlaugur fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar en hann leikur jafnframt fyrir LSU Tigers hjá Louisiana University. Hér að neðan má sjá rökstuðning GSÍ fyrir valinu á kylfingum ársins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf árið með takmarkaðan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún lék vel í Suður-Afríku í upphafi tímabilsins, sem skilaði henni auknum þátttökurétti og endaði hún á að leika í 10 mótum á mótaröðinni í ár. Guðrún varð í ágúst Íslandsmeistari í golfi í fjórða sinn eftir dramatískan sigur í umspili. Hún endaði svo árið á því að tryggja sér sterkan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni með því að hafna í 24. sæti í lokaúrtökumóti mótaraðarinnar í Marokkó í desember. Gunnlaugur Árni Sveinsson var þrívegis valinn í úrvalslið Evrópu/Alþjóðaliðs á árinu og hefur náð langbesta árangri íslensks kylfings á heimslistanum [innsk.: áhugakylfinga]. Hann lenti í 2. sæti á sterku háskólamóti um miðjan september og sigraði svo á firnasterku móti í október. Enginn íslenskur kylfingur hefur sigrað í jafn sterku áhugamannamóti frá upphafi. Frábær árangur Gunnlaugs Árna hefur komið honum upp í 8. sæti á heimslistanum. Gunnlaugur náði því afreki að verða besti kylfingur heims 19 ára og yngri samkvæmt heimslistanum. Hann er á öðru ári í liði LSU háskólans í Louisiana sem er einn allra sterkasti íþróttaskóli í Bandaríkjunum og er um þessar mundir í 2. sæti yfir besta árangur háskólagolfliða á þessu tímabili. Þetta er í 28. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins en frá árinu 1998 hefur karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið valinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu í kvennaflokki eða alls sex sinnum. Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem Guðrún Brá hlýtur viðurkenninguna, og annað árið í röð sem Gunnlaugur Árni er valinn. Guðrún leikur fyrir Golfklúbbinn Keili og Gunnlaugur fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar en hann leikur jafnframt fyrir LSU Tigers hjá Louisiana University. Hér að neðan má sjá rökstuðning GSÍ fyrir valinu á kylfingum ársins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf árið með takmarkaðan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún lék vel í Suður-Afríku í upphafi tímabilsins, sem skilaði henni auknum þátttökurétti og endaði hún á að leika í 10 mótum á mótaröðinni í ár. Guðrún varð í ágúst Íslandsmeistari í golfi í fjórða sinn eftir dramatískan sigur í umspili. Hún endaði svo árið á því að tryggja sér sterkan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni með því að hafna í 24. sæti í lokaúrtökumóti mótaraðarinnar í Marokkó í desember. Gunnlaugur Árni Sveinsson var þrívegis valinn í úrvalslið Evrópu/Alþjóðaliðs á árinu og hefur náð langbesta árangri íslensks kylfings á heimslistanum [innsk.: áhugakylfinga]. Hann lenti í 2. sæti á sterku háskólamóti um miðjan september og sigraði svo á firnasterku móti í október. Enginn íslenskur kylfingur hefur sigrað í jafn sterku áhugamannamóti frá upphafi. Frábær árangur Gunnlaugs Árna hefur komið honum upp í 8. sæti á heimslistanum. Gunnlaugur náði því afreki að verða besti kylfingur heims 19 ára og yngri samkvæmt heimslistanum. Hann er á öðru ári í liði LSU háskólans í Louisiana sem er einn allra sterkasti íþróttaskóli í Bandaríkjunum og er um þessar mundir í 2. sæti yfir besta árangur háskólagolfliða á þessu tímabili. Þetta er í 28. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins en frá árinu 1998 hefur karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið valinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu í kvennaflokki eða alls sex sinnum.
Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira