Innlent

Arion banki varar við svikaherferð

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Arion banki varar neytendur við smishing-skilaboðum.
Arion banki varar neytendur við smishing-skilaboðum. Vísir/Vilhelm

Arion banki varar við svikaherferð þar sem svikarar senda smáskilaboð sem virðast tengjast pakka eða sendingu. Slík skilaboð geta nú borist úr íslenskum símanúmerum.

Í tilkynningu frá Arion banka segir að smishing-smáskilaboð hafi verið þekkt í mörg ár en oftar en ekki koma þau frá erlendum númerum. 

Smishing er þegar svikarar nota SMS til að blekkja fólk og fá það til að smella á hlekki eða gefa upp viðkvæmar upplýsingar, oft í nafni trausts aðila. Oftar en ekki þykjast svikararnir vera á vegum ákveðinna flutningafyrirtækja, á við Póstinn.

Núna geta slík skilaboð komið frá íslenskum símanúmerum, sem samkvæmt tilkynningunni geta gefið falskt öryggi og aukið líkur á að fólk treysti skilaboðunum.

Einkenni slíkra skilaboða er að fá tilkynningu um pakka, toll eða afhendingu og með fylgir hlekkur sem ýta á. Einnig er beðið um greiðslu- eða persónuupplýsingar en séu upplýsingarnar gefnar upp enda þær hjá svikurum sem reyna síðan að nota greiðslukortið.

Arion banki biðlar til neytenda um að varast sérstaklega hlekki í smáskilaboðum og þegar beðið er um kortaupplýsingar, auðkenni eða greiðslu. Þegar grunur er um slíkt er mikilvægt að fara sjálfur á opinberar vefsíður fyrirtækjanna, eyða skilaboðunum og merkja þau sem svik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×