Innlent

Einn fluttur á sjúkra­hús eftir bíl­slys

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús.
Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm

Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að bíll hafnaði á staur á Arnarnesvegi og á tveggja metra háum grjótvegg.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið klukkan hálf tvö.

Einungis einn var um borð í bílnum, sem að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu, keyrði á staur og fór niður tveggja metra háan grjótvegg. Bæði dælubíll og sjúkrabíll voru sendir á vettvang þar sem hugsanlega var olíuleki, en það reyndist vera kælivökvinn sem lak úr bílnum.

Engar upplýsingar liggja fyrir um líðan ökumannsins. 

Kalla þurfti á aðstoð frá veitum en staurinn sem bílinn hafnaði á var ónýtur eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×