Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2025 14:16 Fulltrúar ráðuneytanna og Geðhjálpar við undirskriftina í dag. Brynja Eldon Svokölluðu Skjólshúsi er ætlað að vera úrræði fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og vonandi lengur að sögn ráðherra. Fimm komast að á hverjum tíma og geta dvalið þar í tvær vikur. Formaður Geðhjálpar er í skýjunum og segir draum að rætast. Í dag skrifuðu félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra undir samstarfssamning við landssamtökin Geðhjálp um stofnun skjólshúss fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára þar sem ráðuneytin tvö leggja til samtals 122 m.kr. á móti 150-180 m.kr. framlagi Geðhjálpar. Stefnt er að því að opna skjólshúsið á fyrri hluta komandi árs. „Þetta er fyrst og síðast hugsað fyrir fólk sem glímir við kvíða og vanlíðan og kannski ekki alveg komið á þann stað að leita sér lækninga hreinlega inni á geðdeildum. Þetta er jafningjagrunnsúrræði þannig að þú átt þarna skjól, átt þarna skjólshús, getur verið í tvær vikur á þínum forsendum að finna þig og athuga hvort að það sé nóg fyrir þig til að fá sjálfsstyrkingu með þínum jafningjum inni í Skjólshúsi eða hvort þú þurfir að leita frekari aðstoðar. Þetta er risaskref í áttina að því að aðstoða fólkið okkar þegar það á við geðrænan vanda að stríða,“ segir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Verið sé að fjölga valmöguleikum fyrir fólk sem glími við vanlíðan. „Þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára. Þá kemur í ljós hvort væntingar okkar til þess séu góðar, sem við trúum að sé því ákallið hefur verið mikið eftir slíku úrræði. Að sjálfsögðu verður áframhald ef allt gengur samkvæmt okkar björtustu vonum - þá munum við aldrei hætta við það, nei, heldur byggja upp enn frekar.“ Fimm komast að á hverjum tíma Í Skjólshúsi verður boðið upp á skammtímadvöl í allt að tvær vikur, einstaklingum að kostnaðarlausu. Í húsinu geta allt að fimm einstaklingar dvalið á hverjum tíma. Öll starfsemi Skjólshússins fer fram á jafningjagrundvelli þar sem allt starfsfólk og stjórn hússins er í höndum einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. „Víða erlendis hefur gefið góða raun að bjóða upp á öruggt athvarf þangað sem fólk getur leitað þegar það treystir sér ekki til þess að vera heima vegna andlegrar krísu. Skjólshús er annar valmöguleiki í geðþjónustu á Íslandi þangað sem fólk getur leitað áður en það telur sig þurfa innlögn á geðdeild eða í staðinn fyrir slíka innlögn. Úrræðið er mikilvægur liður í að efla framboð og bjóða upp á fleiri valmöguleika til að grípa fólk í vanlíðan,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Grunngildi skjólshúsa séu sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins til að ráða eigin lífi, samvinna jafningja og trú á því að vöxtur og bati séu möguleg fyrir alla. Starfsfólk skjólshúss vinnur eftir áfallamiðaðri nálgun, mannúð og mannréttindum. Einstaklingar leita í skjólshúsið á eigin forsendum, þeim er aldrei vísað þangað eða þvingaðir til þátttöku. Fólk sækir sjálft aðstoðina Þá er mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir valdbeitingu. Engir fagaðilar vinni í skjólshúsinu nema þau hafi persónulega reynslu af andlegum áskorunum og séu tilbúin til að nýta hana markvisst í starfinu. Starfsfólk taki ekki ábyrgð á lyfjagjöf og engin eiginleg meðferð fari fram í skjólshúsinu. Starfsfólk Skjólshúss hafi lokið þjálfun í jafningjastuðningi og mæti einstaklingunum með mennskuna í fyrirrúmi. „Gríðarleg þörf er á slíku úrræði þar sem sífellt fleira fólk tekst á við andlegar áskoranir. Hingað til hefur einungis einn valkostur staðið þessum hópi til boða, þegar horft er til sólarhringsdvalar. Skjólshús byggir á annarri hugmyndafræði sem miðlar jafningjareynslu og bata. Ávinningurinn af því að vinna með ofangreindum hætti er sá að fólk fær aðstoðina þegar það leitar sér hjálpar, og á sínum forsendum,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins sé í fyrirrúmi og líklegt að viðkomandi nái fyrr jafnvægi, gefandi tengslum og virkri samfélagsþátttöku. „Að sama skapi verður hér til fjöldi nýrra starfa, bæði hlutastörf og full störf. Störfin bjóða fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum upp á tækifæri til að nýta þekkingu sína til góðs, fara aftur út á vinnumarkað og skapa aukin félagsleg verðmæti, auk fjárhagslegs ávinnings.“ Gleðidagur Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, segir um sannkallaðan gleðidag að ræða. „Við hjá Geðhjálp erum í skýjunum með að þessi draumur okkar margra sé loksins að verða að veruleika. Við erum afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa lagt verkefninu lið með jafn myndarlegum hætti og raun ber vitni.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra segir að með opnun Skjólshúss styrkist heildstæð geðþjónusta og þá með þeim hætti að fólk geti fyrr og á eigin forsendum leitað sér aðstoðar. „Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Með stofnun Skjólshúss verður stigið mikilvægt skref í að fjölga valkostum fyrir fólk í andlegri krísu en sambærilegt úrræði hefur ekki verið starfrækt hér á landi áður en Skjólshús er lágþröskuldaúrræði og byggir hugmyndafræði þess á sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og jafningjastuðningi.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Í dag skrifuðu félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra undir samstarfssamning við landssamtökin Geðhjálp um stofnun skjólshúss fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára þar sem ráðuneytin tvö leggja til samtals 122 m.kr. á móti 150-180 m.kr. framlagi Geðhjálpar. Stefnt er að því að opna skjólshúsið á fyrri hluta komandi árs. „Þetta er fyrst og síðast hugsað fyrir fólk sem glímir við kvíða og vanlíðan og kannski ekki alveg komið á þann stað að leita sér lækninga hreinlega inni á geðdeildum. Þetta er jafningjagrunnsúrræði þannig að þú átt þarna skjól, átt þarna skjólshús, getur verið í tvær vikur á þínum forsendum að finna þig og athuga hvort að það sé nóg fyrir þig til að fá sjálfsstyrkingu með þínum jafningjum inni í Skjólshúsi eða hvort þú þurfir að leita frekari aðstoðar. Þetta er risaskref í áttina að því að aðstoða fólkið okkar þegar það á við geðrænan vanda að stríða,“ segir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Verið sé að fjölga valmöguleikum fyrir fólk sem glími við vanlíðan. „Þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára. Þá kemur í ljós hvort væntingar okkar til þess séu góðar, sem við trúum að sé því ákallið hefur verið mikið eftir slíku úrræði. Að sjálfsögðu verður áframhald ef allt gengur samkvæmt okkar björtustu vonum - þá munum við aldrei hætta við það, nei, heldur byggja upp enn frekar.“ Fimm komast að á hverjum tíma Í Skjólshúsi verður boðið upp á skammtímadvöl í allt að tvær vikur, einstaklingum að kostnaðarlausu. Í húsinu geta allt að fimm einstaklingar dvalið á hverjum tíma. Öll starfsemi Skjólshússins fer fram á jafningjagrundvelli þar sem allt starfsfólk og stjórn hússins er í höndum einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. „Víða erlendis hefur gefið góða raun að bjóða upp á öruggt athvarf þangað sem fólk getur leitað þegar það treystir sér ekki til þess að vera heima vegna andlegrar krísu. Skjólshús er annar valmöguleiki í geðþjónustu á Íslandi þangað sem fólk getur leitað áður en það telur sig þurfa innlögn á geðdeild eða í staðinn fyrir slíka innlögn. Úrræðið er mikilvægur liður í að efla framboð og bjóða upp á fleiri valmöguleika til að grípa fólk í vanlíðan,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Grunngildi skjólshúsa séu sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins til að ráða eigin lífi, samvinna jafningja og trú á því að vöxtur og bati séu möguleg fyrir alla. Starfsfólk skjólshúss vinnur eftir áfallamiðaðri nálgun, mannúð og mannréttindum. Einstaklingar leita í skjólshúsið á eigin forsendum, þeim er aldrei vísað þangað eða þvingaðir til þátttöku. Fólk sækir sjálft aðstoðina Þá er mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir valdbeitingu. Engir fagaðilar vinni í skjólshúsinu nema þau hafi persónulega reynslu af andlegum áskorunum og séu tilbúin til að nýta hana markvisst í starfinu. Starfsfólk taki ekki ábyrgð á lyfjagjöf og engin eiginleg meðferð fari fram í skjólshúsinu. Starfsfólk Skjólshúss hafi lokið þjálfun í jafningjastuðningi og mæti einstaklingunum með mennskuna í fyrirrúmi. „Gríðarleg þörf er á slíku úrræði þar sem sífellt fleira fólk tekst á við andlegar áskoranir. Hingað til hefur einungis einn valkostur staðið þessum hópi til boða, þegar horft er til sólarhringsdvalar. Skjólshús byggir á annarri hugmyndafræði sem miðlar jafningjareynslu og bata. Ávinningurinn af því að vinna með ofangreindum hætti er sá að fólk fær aðstoðina þegar það leitar sér hjálpar, og á sínum forsendum,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins sé í fyrirrúmi og líklegt að viðkomandi nái fyrr jafnvægi, gefandi tengslum og virkri samfélagsþátttöku. „Að sama skapi verður hér til fjöldi nýrra starfa, bæði hlutastörf og full störf. Störfin bjóða fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum upp á tækifæri til að nýta þekkingu sína til góðs, fara aftur út á vinnumarkað og skapa aukin félagsleg verðmæti, auk fjárhagslegs ávinnings.“ Gleðidagur Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, segir um sannkallaðan gleðidag að ræða. „Við hjá Geðhjálp erum í skýjunum með að þessi draumur okkar margra sé loksins að verða að veruleika. Við erum afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa lagt verkefninu lið með jafn myndarlegum hætti og raun ber vitni.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra segir að með opnun Skjólshúss styrkist heildstæð geðþjónusta og þá með þeim hætti að fólk geti fyrr og á eigin forsendum leitað sér aðstoðar. „Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Með stofnun Skjólshúss verður stigið mikilvægt skref í að fjölga valkostum fyrir fólk í andlegri krísu en sambærilegt úrræði hefur ekki verið starfrækt hér á landi áður en Skjólshús er lágþröskuldaúrræði og byggir hugmyndafræði þess á sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og jafningjastuðningi.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira