Innlent

Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þorgerður kom Ingu Sæland til varnar í Kryddsíld. 
Þorgerður kom Ingu Sæland til varnar í Kryddsíld.  Anton Brink

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kom Ingu Sæland, samráðherra sínum, til varnar og sagði tal um samstarfskonu sína í kjölfar síðustu kosninga ekki til sóma.

Þorgerður segir að eftir síðustu kosningar hafi margir komið að máli við sig og sagt að það gengi ekki upp að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Flokki fólksins. 

„Það var sagt: „Þorgerður þú getur ekki verið að fara í samstarf með Flokki fólksins. Ingu? Það er ekki hægt.“ Og hvernig var talað um flokkinn og til hennar, mér fannst ekki mikill sómi af,“ segir Þorgerður

„Það má alveg vera að ég og Kristrún séum einhverjar elítustjórnmálakerlingar en Inga er að halda málum að okkur og tala um þau mál sem hefur ekki verið mikið talað um í gegnum árin.“

Þorgerður nefnir kjör fátækra og öryrkja sér til stuðnings.

„Það er þessi kona sem er að halda okkur öllum við efnið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×