Lífið

Opnar sig um augnlokaaðgerðina

Agnar Már Másson skrifar
Þorgerður Katrín ræddi málið í Kryddsíldinni í dag.
Þorgerður Katrín ræddi málið í Kryddsíldinni í dag. Vísir/Anton Brink

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði sig um augnlokaaðgerð sem hún gekkst undir nýlega.

Þorgerður Katrín nefndi þetta er hún leit yfir liði ár í Kryddsíldinni í dag. 

Hún segist hafa fundið fyrir því fyrr á árinu að augnlokin væru orðin þyngri. 

Hún nefndi að hún hafði ætlað sér að fara í þessa aðgerð í sumar en „grinch“-fjölskyldan í stjórnarandstöðunni hafi komið í veg fyrir það vegna málþófs stjórnarandstöðunnar í kringum veiðigjaldafrumvarpið.

„Kristján kallar sig pandabjörninn sinn,“ sagði Þorgerður um eiginmann sinn, Kristján Arason.

„Tæknin er mjög fín. Ég er að nota keyrslugleraugun mín og reyna að feika þetta en svo finnst mér merkilegt að það er hálf þjóðin búin að fara í þetta og þetta verður bara fínt. Ég er farin að sjá aftur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.