Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2026 14:17 Þótt árið 2026 sé aðeins fimm daga gamalt hafa bæði Enzo Maresca og Ruben Amorim verið reknir úr störfum sínum á því. getty/Nick Potts Eftir tuttugu umferðir hafa fimm af tuttugu félögum í ensku úrvalsdeildinni rekið knattspyrnustjóra. Eitt þeirra hefur gert tvær stjórabreytingar. Ruben Amorim var sagt upp störfum hjá Manchester United í morgun, eftir fjórtán mánaða starf. Portúgalinn er sjötti stjórinn sem missir starfið sitt í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Alls hefur fjórðungur félaganna í deildinni skipt um stjóra. Þann 9. september varð Nuno Espírito Santo fyrsti stjóri tímabilsins til að verða rekinn þegar Nottingham Forest lét hann fara. Graham Potter tók hatt sinn og staf hjá West Ham United 27. september og sama dag tók Nuno við Hömrunum. Ange Postecoglou var ráðinn stjóri Forest í stað Nunos en entist ekki lengi í starfi og var látinn taka pokann sinn 18. október. Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, rak Vítor Pereira 2. nóvember og réði Rob Edwards tíu dögum seinna. Á nýársdag yfirgaf Enzo Maresca Chelsea og nú í dag hlaut Amorim sömu örlög hjá United. Chelsea og United eiga enn eftir að ráða eftirmenn þeirra Marescas og Amorims. Calum McFarlene stýrði Chelsea í 1-1 jafnteflinu við Manchester City í gær. Fastlega er gert ráð fyrir því Liam Rosenior taki við Chelsea. Hann er stjóri Strasbourg í Frakklandi en eigendur þess eru þeir sömu og hjá Chelsea. Ýmsir hafa verið orðaðir við starfið hjá United, meðal annars Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, áðurnefndur Maresca og Gareth Southgate. Darren Fletcher tók tímabundið við United og stýrir liðinu gegn Burnley á miðvikudaginn. Á síðasta tímabili voru sjö stjórar reknir í ensku úrvalsdeildinni. Southampton gerði tvær stjórabreytingar og United, Leicester City, Wolves, West Ham og Everton eina hvert félag. Enski boltinn Manchester United Chelsea FC Nottingham Forest West Ham United Wolverhampton Wanderers Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira
Ruben Amorim var sagt upp störfum hjá Manchester United í morgun, eftir fjórtán mánaða starf. Portúgalinn er sjötti stjórinn sem missir starfið sitt í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Alls hefur fjórðungur félaganna í deildinni skipt um stjóra. Þann 9. september varð Nuno Espírito Santo fyrsti stjóri tímabilsins til að verða rekinn þegar Nottingham Forest lét hann fara. Graham Potter tók hatt sinn og staf hjá West Ham United 27. september og sama dag tók Nuno við Hömrunum. Ange Postecoglou var ráðinn stjóri Forest í stað Nunos en entist ekki lengi í starfi og var látinn taka pokann sinn 18. október. Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, rak Vítor Pereira 2. nóvember og réði Rob Edwards tíu dögum seinna. Á nýársdag yfirgaf Enzo Maresca Chelsea og nú í dag hlaut Amorim sömu örlög hjá United. Chelsea og United eiga enn eftir að ráða eftirmenn þeirra Marescas og Amorims. Calum McFarlene stýrði Chelsea í 1-1 jafnteflinu við Manchester City í gær. Fastlega er gert ráð fyrir því Liam Rosenior taki við Chelsea. Hann er stjóri Strasbourg í Frakklandi en eigendur þess eru þeir sömu og hjá Chelsea. Ýmsir hafa verið orðaðir við starfið hjá United, meðal annars Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, áðurnefndur Maresca og Gareth Southgate. Darren Fletcher tók tímabundið við United og stýrir liðinu gegn Burnley á miðvikudaginn. Á síðasta tímabili voru sjö stjórar reknir í ensku úrvalsdeildinni. Southampton gerði tvær stjórabreytingar og United, Leicester City, Wolves, West Ham og Everton eina hvert félag.
Enski boltinn Manchester United Chelsea FC Nottingham Forest West Ham United Wolverhampton Wanderers Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira