Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Smári Jökull Jónsson skrifar 5. janúar 2026 23:21 Kristín Björg er sérfræðingur á sviði veðurrannsókna hjá Veðurstofunni. Vísir/Sigurjón Árið 2025 var það hlýjasta hér á landi frá upphafi mælinga og sérfræðingur veðurstofunnar segir meiri líkur en minni á fleiri hlýindaárum í nánustu framtíð. Hún telur líklegt að fleiri hitamet verði slegin hér á landi á næstu árum. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig árið 2025 sem er það mesta frá upphafi mælinga og meira en einni gráðu heitara en meðaltal áranna 1991-2020. Síðustu þrjú ár hafa verið þau hlýjustu á heimsvísu og þau hlýindi mælast sömuleiðis hér við land. „Það eru meiri líkur en minni að maður fái svona hlý ár núna og þegar maður hefur verið að skoða hlýindaröðina á árunum þá eru þau öll fremur nýleg,“ sagði Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofunni. Hlýindin útbreidd um allt land Fjölmörg hitamet féllu á síðasta ári. Maí og júlí voru þeir hlýjustu frá upphafi mælinga og þá voru landsmet slegin á Egilsstöðum í maí og ágúst og á Seyðisfirði í desember en aldrei hafði jafn mikill hiti mælst á landinu í þessum mánuðum. Hitabylgjan í maí var að sögn Kristínar óvenjulegasti atburðurinn en þá náði hitinn meðal annars tuttugu stigum tíu daga í röð en slíkir dagar hafa að meðaltali verið þrír í maímánuði síðastliðin ár. „Hlýindin voru líka mjög útbreidd um allt land, þau voru ekki einskorðuð við einhvern ákveðinn landshluta eða slíkt. Það var mjög óvenjulegt og maí var langhlýjasti maí frá upphafi. Líka vorið, apríl og maí var líka hlýjasta vorið frá upphafi,“ en bætir Kristín Björg við en dagana 17. - 18. maí fór hitinn yfir tuttugu stig á meira en helmingi allra veðurstöðva landsins. Líklegt að hitametið falli Þá var júlí afar hlýr og á landinu öllu mældisti hiti tuttugu stig eða meira í tuttugu og átta daga júlímánaðar. Gráðurnar 29,8 á Egilsstöðum í ágúst var hæsti hiti sem mældist á árinu hér á landi. „Það hafði ekki mælst eins hár hiti neins staðar á landinu í áttatíu ár en við erum ekki enn búin að ná landsmetinu sem eru 30,5 stig og mældist á Teigarhorni,“ segir Kristín. Áttu von á að það muni falla á næstunni? „Við erum allavega komin mjög nálægt því þannig að já, mjög líklega mun það falla bráðlega.“ Veður Sólin Tengdar fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. 2. janúar 2026 16:41 Hitamet aldarinnar slegið Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. 16. ágúst 2025 17:22 Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. 25. desember 2025 08:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig árið 2025 sem er það mesta frá upphafi mælinga og meira en einni gráðu heitara en meðaltal áranna 1991-2020. Síðustu þrjú ár hafa verið þau hlýjustu á heimsvísu og þau hlýindi mælast sömuleiðis hér við land. „Það eru meiri líkur en minni að maður fái svona hlý ár núna og þegar maður hefur verið að skoða hlýindaröðina á árunum þá eru þau öll fremur nýleg,“ sagði Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofunni. Hlýindin útbreidd um allt land Fjölmörg hitamet féllu á síðasta ári. Maí og júlí voru þeir hlýjustu frá upphafi mælinga og þá voru landsmet slegin á Egilsstöðum í maí og ágúst og á Seyðisfirði í desember en aldrei hafði jafn mikill hiti mælst á landinu í þessum mánuðum. Hitabylgjan í maí var að sögn Kristínar óvenjulegasti atburðurinn en þá náði hitinn meðal annars tuttugu stigum tíu daga í röð en slíkir dagar hafa að meðaltali verið þrír í maímánuði síðastliðin ár. „Hlýindin voru líka mjög útbreidd um allt land, þau voru ekki einskorðuð við einhvern ákveðinn landshluta eða slíkt. Það var mjög óvenjulegt og maí var langhlýjasti maí frá upphafi. Líka vorið, apríl og maí var líka hlýjasta vorið frá upphafi,“ en bætir Kristín Björg við en dagana 17. - 18. maí fór hitinn yfir tuttugu stig á meira en helmingi allra veðurstöðva landsins. Líklegt að hitametið falli Þá var júlí afar hlýr og á landinu öllu mældisti hiti tuttugu stig eða meira í tuttugu og átta daga júlímánaðar. Gráðurnar 29,8 á Egilsstöðum í ágúst var hæsti hiti sem mældist á árinu hér á landi. „Það hafði ekki mælst eins hár hiti neins staðar á landinu í áttatíu ár en við erum ekki enn búin að ná landsmetinu sem eru 30,5 stig og mældist á Teigarhorni,“ segir Kristín. Áttu von á að það muni falla á næstunni? „Við erum allavega komin mjög nálægt því þannig að já, mjög líklega mun það falla bráðlega.“
Veður Sólin Tengdar fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. 2. janúar 2026 16:41 Hitamet aldarinnar slegið Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. 16. ágúst 2025 17:22 Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. 25. desember 2025 08:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. 2. janúar 2026 16:41
Hitamet aldarinnar slegið Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. 16. ágúst 2025 17:22
Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. 25. desember 2025 08:21