Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2026 13:06 Inga Sæland formaður Flokks fólksins tilkynnir hvort og hvaða breytingar verða gerðar á ráðherraskipan flokksins á föstudag. Vísir/Anton Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur farið með málefni allra þriggja ráðuneyta Flokks fólksins í ríkisstjórn eftir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra fór í fæðingarorlof rétt fyrir jól og Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra fór í veikindaleyfi snemma í desember. Hún sagðist ekki búast við neinum breytingum á ráðherraskipan flokksins í samtali við fréttastofu fyrir áramót. Inga vildi ekki gefa upp hvað væri fram undan eftir ríkisstjórnarfund í morgun en frétta væri að vænta í vikunni. Skýrist í vikunni „Það hefur alltaf legið fyrir að ég hef ekki hugsað mér þessa þrjá hatta til frambúðar. Þetta er skammtímalausn. Eins og við vitum þá var Guðmundur í hjartaaðgerð sem gekk vel og Eyjólfur Ármannsson er vonandi að taka á móti barninu sínu í dag. Ekki seinna en á morgun. Hann verður kominn aftur inn á þingið á næstunni. Þannig að þetta á allt eftir að skýrast ekki seinna en nú í vikunni,“ segir Inga. Aðspurð um hvort breytingar verði hjá henni svarar Inga: „Það kemur allt í ljós í fyllingu tímans. Ég er að vonast til að þetta skýrist á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn.“ Inga svarar engu um það hvort hún útiloki að hún muni færast í annað ráðuneyti. „Eins og ég segi þá kemur þetta allt í ljós á föstudaginn,“ segir hún. Ætlar að tryggja strandveiðar Strandveiðar tryggðar allt sumarið hafa verið eitt helsta baráttumál Flokks fólksins og ætlaði ríkisstjórnin að stækka strandveiðipottinn í 48 daga á síðasta ári. Það náðist þó ekki fyrir þinglok og strandveiðitímabilinu lauk á svipuðum tíma og síðustu ár. Inga segist hafa unnið áfram að verkefninu í innviðaráðuneytinu síðustu daga. „Ég er að koma með reglugerð og frumvarp sem lúta að strandveiðum. Við erum að tryggja strandveiðar í sumar eins og kostur er. Ég vonast til að reglugerðin komi inn í Samráðsgátt stjórnvalda í dag og frumvarp í kjölfarið,“ segir Inga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur farið með málefni allra þriggja ráðuneyta Flokks fólksins í ríkisstjórn eftir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra fór í fæðingarorlof rétt fyrir jól og Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra fór í veikindaleyfi snemma í desember. Hún sagðist ekki búast við neinum breytingum á ráðherraskipan flokksins í samtali við fréttastofu fyrir áramót. Inga vildi ekki gefa upp hvað væri fram undan eftir ríkisstjórnarfund í morgun en frétta væri að vænta í vikunni. Skýrist í vikunni „Það hefur alltaf legið fyrir að ég hef ekki hugsað mér þessa þrjá hatta til frambúðar. Þetta er skammtímalausn. Eins og við vitum þá var Guðmundur í hjartaaðgerð sem gekk vel og Eyjólfur Ármannsson er vonandi að taka á móti barninu sínu í dag. Ekki seinna en á morgun. Hann verður kominn aftur inn á þingið á næstunni. Þannig að þetta á allt eftir að skýrast ekki seinna en nú í vikunni,“ segir Inga. Aðspurð um hvort breytingar verði hjá henni svarar Inga: „Það kemur allt í ljós í fyllingu tímans. Ég er að vonast til að þetta skýrist á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn.“ Inga svarar engu um það hvort hún útiloki að hún muni færast í annað ráðuneyti. „Eins og ég segi þá kemur þetta allt í ljós á föstudaginn,“ segir hún. Ætlar að tryggja strandveiðar Strandveiðar tryggðar allt sumarið hafa verið eitt helsta baráttumál Flokks fólksins og ætlaði ríkisstjórnin að stækka strandveiðipottinn í 48 daga á síðasta ári. Það náðist þó ekki fyrir þinglok og strandveiðitímabilinu lauk á svipuðum tíma og síðustu ár. Inga segist hafa unnið áfram að verkefninu í innviðaráðuneytinu síðustu daga. „Ég er að koma með reglugerð og frumvarp sem lúta að strandveiðum. Við erum að tryggja strandveiðar í sumar eins og kostur er. Ég vonast til að reglugerðin komi inn í Samráðsgátt stjórnvalda í dag og frumvarp í kjölfarið,“ segir Inga.
„Það kemur allt í ljós í fyllingu tímans. Ég er að vonast til að þetta skýrist á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira