Lífið

Tónlistarpar fékk drauma­prins í síð­búna jóla­gjöf

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Silja Rós og Magnús Orri kampakát með jóladrenginn.
Silja Rós og Magnús Orri kampakát með jóladrenginn.

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir og unnusti hennar, tónskáldið Magnús Orri Dagsson eignuðust dreng 27. desember síðastliðinn.

Silja Rós greindi frá fregnunum á Instagram í gær.

„Þann 27.desember kl 20:14 kom þessi draumaprins inn í lífið okkar ❤️Öllum heilsast vel og hann er fullkominn í alla staði 🥰 Ósköp vær og forvitinn lítill kútur sem leyfir foreldrum sínum að sofa (stundum). Við elskum hann meira en orð fá lýst 💕“ skrifar hún við færsluna.

Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en settur dagur var 22. desember þannig hann kom fimm dögum eftir tímann. 

Silja Rós og Magnús hafa verið saman í rúman áratug og trúlofuðu sig í nóvember 2023, á 100 mánaða sambandsafmæli þeirra. Silja sagði frá trúlofuninni í einlægu viðtali á Vísi í byrjun árs 2024.

„Hann fór með mig á staðinn sem hann bauð mér á fyrsta deitinu okkar. Þetta er sólsetursstaður við sjóinn og við höfum farið þangað á hverju ári síðan,“ sagði Silja Rós.

Silja Rós lærði leiklist í Los Angeles og þróaði frá útskrift þættina Skvíz, sem voru sýndir á Sjónvarpi Símans. Þegar Magnús las handritið fannst honum skemmtileg staðreynd að karakter Silju í þáttunum, Sóley, kunni mikið að meta sambandsafmæli. Þetta leiddi til þess að hann ákvað að biðja Silju Rós að giftast sér á 100 mánaða afmæli þeirra, líkt og í þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.