Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. janúar 2026 11:26 Eftir andlát Haraldar Reynissonar árið 2019 fann sonur hans, Reynir Haraldsson, lagið „Reykjavík“ á gömlum geisladiski sem kemur nú loksins út. Vísir/GVA/Spotify Lagið „Reykjavík“ eftir Halla Reynis kom út í dag, rúmum sex árum frá andláti tónlistarmannsins. Sonur Halla fann lagið á gömlum geisladiski eftir andlát föður síns 2019 og fannst það of gott til að liggja ósnert. Lagið súmmeri upp það sem gerði Halla að góðum tónlistarmanni og sé einföld en djúp frásagnarlist við gítarspil. Reynir Haraldsson, sonur Halla, tónlistarmaður og knattspyrnumaður, greindi frá fréttum af útgáfunni í Facebook-færslu fyrir tveimur dögum síðan. „Þegar pabbi lést árið 2019 voru ýmis gögn og annað grafið upp - þar sem eitt og annað skemmtilegt fannst,“ skrifar Reynir í færslunni. Halli Reynis var ættaður úr Dölunum en bjó lengst af í Reykjavík og skilgreindi sig sem Breiðhylting. Hann starfaði lengi sem trúbador, gaf út níu sólóplötur, tók tvisvar þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og starfaði sem tónmenntakennari við Ölduselsskóla í Breiðholti. Hann lést árið 2019 aðeins 52 ára gamall eftir erfiða glímu við veikindi. Reynir segir í færslunni að eftir andlát Halla hefði lögum og textum verið komið fyrir í skýjaþjónustum internetsins. Eitt af því sem fannst við þá vinnu hefði verið lagið „Reykjavík“ á geisladiski sem hafði séð fífil sinn fegurri. „Ég er 99% viss að lagið hafi verið tekið upp milli kennslustunda í Ölduselsskóla - og þótt spilamennska hafi verið frábær að þá hafði bæði verið sett á bráðabirgða hljóðblöndun og mikið suð heyrðist sem hefur komið frá miklu flakki þess lags,“ skrifar Reynir í færslunni. Reynir hefur sjálfur gefið út tónlist undir nafninu Reynir. „Ég reyndi sjálfur að mixa og mastera þennan eina 'file' en aldrei var ég sáttur með útkomuna. Ég leitaði til fagmanna og fékk góða hjálp frá mönnum sem starfa á þessu sviði.“ Reynir segir að hann hafi talað mikið um lagið við föðurbróður sinn heitinn, Gunnlaug Reynisson, tvíburabróður Halla sem var jafnan kallaður Gulli Reynis, starfaði líka lengi sem trúbador og lést eftir langa glímu við krabbamein á Líknardeildinni í nóvember síðastliðnum. Sjá einnig: Gulli Reynis látinn „Við Gulli heitinn töluðum mikið um þetta lag - þetta er of gott lag til að sitja í möppu. Gulli tók þetta lag á sínum tónleikum og einnig tókum við þetta upp í hljóðveri hjá mér,“ skrifar Reynir í færslunni. „Mér finnst þetta lag súmmera að mörgu leyti upp það sem gerði pabba að góðum tónlistarmanni. Þetta er einföld en djúp frásagnarlist sem er komin fyrir í þægilegt gítarspil.“ Tónlist Reykjavík Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Reynir Haraldsson, sonur Halla, tónlistarmaður og knattspyrnumaður, greindi frá fréttum af útgáfunni í Facebook-færslu fyrir tveimur dögum síðan. „Þegar pabbi lést árið 2019 voru ýmis gögn og annað grafið upp - þar sem eitt og annað skemmtilegt fannst,“ skrifar Reynir í færslunni. Halli Reynis var ættaður úr Dölunum en bjó lengst af í Reykjavík og skilgreindi sig sem Breiðhylting. Hann starfaði lengi sem trúbador, gaf út níu sólóplötur, tók tvisvar þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og starfaði sem tónmenntakennari við Ölduselsskóla í Breiðholti. Hann lést árið 2019 aðeins 52 ára gamall eftir erfiða glímu við veikindi. Reynir segir í færslunni að eftir andlát Halla hefði lögum og textum verið komið fyrir í skýjaþjónustum internetsins. Eitt af því sem fannst við þá vinnu hefði verið lagið „Reykjavík“ á geisladiski sem hafði séð fífil sinn fegurri. „Ég er 99% viss að lagið hafi verið tekið upp milli kennslustunda í Ölduselsskóla - og þótt spilamennska hafi verið frábær að þá hafði bæði verið sett á bráðabirgða hljóðblöndun og mikið suð heyrðist sem hefur komið frá miklu flakki þess lags,“ skrifar Reynir í færslunni. Reynir hefur sjálfur gefið út tónlist undir nafninu Reynir. „Ég reyndi sjálfur að mixa og mastera þennan eina 'file' en aldrei var ég sáttur með útkomuna. Ég leitaði til fagmanna og fékk góða hjálp frá mönnum sem starfa á þessu sviði.“ Reynir segir að hann hafi talað mikið um lagið við föðurbróður sinn heitinn, Gunnlaug Reynisson, tvíburabróður Halla sem var jafnan kallaður Gulli Reynis, starfaði líka lengi sem trúbador og lést eftir langa glímu við krabbamein á Líknardeildinni í nóvember síðastliðnum. Sjá einnig: Gulli Reynis látinn „Við Gulli heitinn töluðum mikið um þetta lag - þetta er of gott lag til að sitja í möppu. Gulli tók þetta lag á sínum tónleikum og einnig tókum við þetta upp í hljóðveri hjá mér,“ skrifar Reynir í færslunni. „Mér finnst þetta lag súmmera að mörgu leyti upp það sem gerði pabba að góðum tónlistarmanni. Þetta er einföld en djúp frásagnarlist sem er komin fyrir í þægilegt gítarspil.“
Tónlist Reykjavík Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira