„Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2026 07:02 Í dag býr Noorina Khalikyar á Íslandi og er að byggja upp nýtt líf frá grunni – ekki aðeins sem flóttamaður eða læknir í útlegð, heldur einnig sem frumkvöðull. Vísir/Vilhelm Fyrir örfáum árum var líf Noorinu Khalikyar mótað af námi, framtíðardraumum og þeirri trú að hún hefði rödd og val. Hún lagði stund á læknisfræði í Afganistan og starfaði við fræðslu um kvenheilsu og getnaðarvarnir, á tímabili þar sem konur höfðu, að einhverju marki, svigrúm til að mennta sig og láta sig dreyma. Sú veröld hvarf skyndilega þegar stjórnin féll og talibanar tóku völdin. Í maí 2023 sótti Noorina um hæli á Íslandi, landi sem hún tengdi fyrst og fremst við öryggi, virðingu og jafnrétti. Í dag er hún að byggja upp nýtt líf hér á landi, bæði sem læknir í aðlögun, og líka sem frumkvöðull. Hún stofnaði nýlega vefverslunina NORA, þar sem hún selur afgönsk sjöl. Fyrirtækið er hluti af nýjum kafla í lífi hennar, þar sem hún byggir sig upp án þess að slíta tengsl við uppruna sinn. Heldur fast í vonina Áður fyrr var líf mitt fullt af hreyfingu, von og metnaði,“ segir Noorina. „Ég lærði læknisfræði í Afganistan og ólst upp í forréttindafjölskyldu á lýðræðistímanum, tíma þegar ég hafði rödd, réttindi og frelsi til að láta mig dreyma. Ég var ung kona með skýra framtíðarsýn, umkringd menntun, tilgangi og þeirri trú að framtíð mín væri í mínum eigin höndum. Á þeim tíma fannst mér líf mitt vera fullkomið; ég var að byggja upp feril og sá fyrir mér að þjóna öðrum og hafði djúpa trú á því sem ég gæti orðið.“ Allt breyttist skyndilega þegar stjórnin féll. Í maí 2023 sótti Noorina um hæli á Íslandi. Ákvörðunin var að hennar sögn ekki auðveld en hún var nauðsynleg. „Ég kom til Íslands vegna þess að það fyrsta sem ég heyrði um landið var að þar væru konur metnar að verðleikum. Land sem er þekkt fyrir öryggi, virðingu og jafnrétti. Á sama tíma og heimaland mitt gat ekki lengur verndað frelsi mitt þá táknaði Ísland möguleikann á að lifa án ótta og halda áfram lífinu með sjálfsvirðingu. „Ég held fast í þá von um að friður muni einn daginn snúa aftur til Afganistan. Að systur mínar og allar afganskar stúlkur muni aftur geta gengið frjálsar um götur, stundað frama sinn, látið í sér heyra og lifað með reisn.“ Læknabakgrunnurinn kom sér vel Hvernig breytti það skilningi þínum á frelsi, vinnu og sjálfstæði að vera neydd til að yfirgefa Afganistan? „Að yfirgefa Afganistan sýndi mér hversu mikið afganskar konur gera nú þegar, jafnvel undir þrýstingi. Þegar maður elst upp við að þurfa stöðugt að aðlagast verður maður þrautseigur og raunsær. Að vera neydd til að fara fékk mig til að skilja að frelsi er ekki þægindi, það er möguleiki. Vinna varð leið til að vera sjálfstæð og stöðug. Það staðfesti fyrir mér að afganskar konur eru, af nauðsyn, sterkir og fjölhæfar, og ef þær fá raunveruleg tækifæri þá byggja þær sig upp og aðlagast hratt.“ Að stofna fyrirtæki á Íslandi sem nýbúi í landinu var bæði krefjandi og styrkjandi.Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvernig það hafi verið að stofna fyrirtæki á Íslandi, sem nýr íbúi í landinu, segir Noorina að það hafi verið bæði krefjandi og styrkjandi. „Kerfin hérna eru skýr og sanngjörn, en það tekur tíma að læra inn á þau, sérstaklega þegar maður er á sama tíma að aðlagast nýrri menningu og tungumáli. Það komu upp augnablik þar sem mér fannst þetta allt saman yfirþyrmandi, en að byggja upp þetta fyrirtæki gaf mér sjálfstraust og tilfinningu fyrir sjálfstæði. Það gerði mér kleift að skapa eitthvað sem var mitt eigið á meðan ég fann minn stað í nýju landi, án þess að missa tengslin við þaðan sem ég kem.“ Voru einhverjar sérstakar áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir við að opna netverslun hér á Íslandi, lagalega, fjárhagslega eða tilfinningalega? „Já, svo sannarlega. Í byrjun fannst mér allt vera svo þungt í vöfum. Lagalegi og fjárhagslegi hlutinn var ruglingslegur, sérstaklega vegna þess að ég var að læra hvernig hlutirnir virka hér á meðan ég var líka að reyna að byggja eitthvað upp frá grunni. En tilfinningalega var það erfiðasti hlutinn. Þegar maður er nýr í landi leggur maður mikla pressu á sjálfan sig. Maður vill ekki gera mistök og maður vill ekki staðfesta efasemdir annarra. Það komu augnablik þar sem ég efaðist um sjálfa mig en þau augnablik ýttu mér líka út í að verða sjálfsöruggari og sjálfstæðari,“ segir Noorina og bætir við að það hafi ýmislegt komið henni á óvart í þessu ferli. Ég var hissa á því hvað fólki fannst eðlilegt að taka mig alvarlega. Ég þurfti ekki að útskýra mig of mikið eða réttlæta hvers vegna ég væri að gera þetta. Á sama tíma getur Ísland virst mjög strangt og þögult. Ef þú þekkir ekki kerfið þá aðlagast það ekki að þér. Þú verður að aðlagast því. Það var krefjandi en það kenndi mér líka aga. Bakgrunnur Noorinu sem læknir kom sér svo sannarlega vel í þessu ferli. „Að vera læknir gerði mig agaða og raunsæja. Maður lærir að vinna undir álagi, taka ábyrgð og sætta sig við að mistök skipta máli. Ég tek það með mér í viðskiptin. Ég skipulegg mig vandlega, ég flýti mér ekki að taka ákvarðanir og ég tek ábyrgð á því sem ég geri. Fyrir mér snýst frumkvöðlastarfsemi ekki um að elta hugmyndir. Hún snýst um að byggja eitthvað traust og gera það almennilega.“ Notagildi og umhyggja Noorina stofnaði NORA ásamt bróður sínum. „Bróðir minn lærði alþjóðlega viðskiptastjórnun og hann studdi mig aðallega sem leiðbeinandi. Hann hjálpaði mér að hugsa í gegnum uppbygginguna og hagnýt skref, en hugmyndin sjálf, framtíðarsýnin og sköpun vörumerkisins eru mínar eigin. Þetta verkefni spratt af persónulegri reynslu minni, bakgrunni mínum og löngun minni til að byggja upp eitthvað þýðingarmikið. Hlutverk hans var ráðgefandi á meðan hugmyndin og þróunin komu frá mér.“ Þó svo að Noorina líti á NORA fyrst og fremst sem fyrirtæki, þá endurspeglar það að hennar sögn hvað afganskar konur eru færar um þegar þær fá rými.Vísir/Vilhelm Það er ákveðin ástæða fyrir því að Noorina valdi sjöl sem kjarnavöru. „Mér fannst sjöl vera rétti staðurinn til að byrja því þau eru mitt á milli notagildis og persónulegrar tjáningar. Þau eru nógu hagnýt til að vera notuð daglega en samt einstök í því hvernig konur velja þau og klæðast þeim. Þegar ég bjó á Íslandi tók ég eftir miklum áhuga íslenskra kvenna á sjölum sem eru vel gerð og fjölhæf. Í loftslagi þar sem fatnaður þarf að endast og þjóna raunverulegum tilgangi skiptir það jafnvægi máli. Fyrir mér tákna sjöl samfellu. Þau færast auðveldlega milli menningarheima og loftslags, bera með sér umhyggju og handverk án þess að treysta á tískustrauma. Ég trúi því að þegar konum er treyst fyrir frelsi verði hinn þögli styrkur afganskrar konu sýnilegur. Eins og ég hef lært, af því sem brýtur okkur, er samt hægt að byggja eitthvað þýðingarmikið.“ Sjölin eru fengin frá Afganistan, Pakistan og Indlandi, í samvinnu við reynda framleiðendur sem leggja áherslu á hefðbundnar textílaðferðir og stöðug gæði. „Það var mikilvægt að varpa ljósi á afganskt handverk vegna þess að það er oft ósýnilegt á bak við pólitíska frásögn. Raunveruleikinn er sá að það býr djúp tækniþekking, agi og stolt að baki þessari vinnu. Ég vildi að viðskiptavinir myndu dæma vöruna út frá handverki hennar og endingu, ekki út frá forsendum um uppruna hennar. Sú áhersla á gæði og ábyrgð fellur vel að íslenskum gildum. Á Íslandi skilur maður gildi hlýju og gæða og það skipti mig máli. Sem afgönsk kona voru sjöl hluti af daglegu lífi mínu löngu áður en þau urðu að vöru. Þau færast auðveldlega milli menningarheima og loftslags. Fyrir mér tákna þau notagildi, umhyggju og samfellu, eitthvað sem lætur mér líða eins og heima hjá mér, bæði þar sem ég kem frá og þar sem ég bý núna.“ Í Afganistan voru sjöl hluti af daglegu lífi Noorinu, löngu áður en þau urðu varan sem hún selur í dag.Vísir/Vilhelm Vill hvetja aðrar konur til dáða Í nýlegri færslu á Facebook ritaði Noorina: „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu.“ „Fyrir mér er það satt vegna þess að enginn reyndi að stöðva mig,“ segir hún. „Það hljómar kannski einfalt en það þýðir mikið. Enginn efaðist um metnað minn eða lét mér finnast ég ætti að halda mig til hlés. Það frelsi breytir því hvernig þú sérð sjálfa þig. Það gaf mér rými til að trúa á hugmyndir mínar og leiða á minn eigin hátt án ótta.“ Hún segist ekki eingöngu líta á NORA sem fyrirtæki. Það sé spegilmynd af hennar gildum og reynslu. „Þetta er klárlega meira en bara fyrirtæki fyrir mér. Auðvitað þarf það að ganga fjárhagslega, en NORA ber mikinn hluta af sögu minni í sér. Þar sem ég kem frá eru valkostir kvenna oft takmarkaðir og ég hef séð það af eigin raun í lífi mínu og fjölskyldu. Að skapa NORA var leið til að ná stjórn á einhverju og segja: Þetta er mitt, þetta er mín rödd. Það endurspeglar gildi mín um sjálfstæði, virðingu og að halda tengslum við rætur mínar á meðan ég byggi upp framtíð á nýjum stað. Eftir allt sem hún hefur upplifað segir Noorina að það að reka kvennastýrt fyrirtæki snúist ekki um titla eða völd.Vísir/Vilhelm Fyrir mér endurspeglar NORA líka hvað afganskar konur eru færar um þegar þeim er gefið rými. Ég tek það ekki til að koma með yfirlýsingu, en raunin er sú að það að stjórna þessu samhliða öllu öðru í lífi mínu sýnir hversu aðlögunarhæfar og færar afganskar konur eru. Þegar tækifærið er til staðar þurfum við enga sérstaka meðferð. Við reddum okkur, lærum hratt og berum ábyrgð á mörgum hlutum á sama tíma.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig persónulega að reka fyrirtæki sem er leitt af konum, eftir þá reynslu sem þú hefur gengið í gegnum? „Fyrir mér þýðir það að treysta sjálfri mér aftur. Eftir allt sem ég hef séð og upplifað voru tímar þar sem ég efaðist um eigin ákvarðanir og eigin rödd. Að reka fyrirtæki sem er leitt af konum gaf mér það aftur. Þetta snýst ekki um völd eða titla. Þetta snýst um að vita að ég get valið, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð á eigin spýtur. “ Noorina tekur undir með því að frumkvöðlastarfsemi geti verið eins konar andóf eða valdefling fyrir konur. „Ekki á augljósan hátt, heldur á mjög persónulegan hátt. Þegar kona byggir eitthvað upp fyrir sjálfa sig öðlast hún sjálfstæði og það eitt og sér getur verið valdeflandi. Stundum er það að velja að treysta á eigin hugmyndir og vinnu, sérstaklega þegar þú kemur frá stað þar sem konum er oft sagt að bíða, treysta á aðra eða halda sig til hlés,“ segir hún. „Ég vona að NORA verði sönnun þess hvað afganskar konur geta gert þegar þeim er einfaldlega gefið tækifæri. Ekki vegna þess að við erum óvenjulegar, heldur vegna þess að við erum færar. Ég vil að fyrirtækið vaxi jafnt og þétt, án þess að glata heiðarleika eða alúð. Ef þó ekki væri nema ein kona finnur fyrir hvatningu, í gegnum NORA, til að treysta sjálfri sér betur eða trúa því að hún geti sinnt mörgum hlutverkum í einu, þá hefur það þýðingu fyrir mig. Fyrir mér væri það raunverulegur árangur.“ Innflytjendamál Afganistan Helgarviðtal Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Í maí 2023 sótti Noorina um hæli á Íslandi, landi sem hún tengdi fyrst og fremst við öryggi, virðingu og jafnrétti. Í dag er hún að byggja upp nýtt líf hér á landi, bæði sem læknir í aðlögun, og líka sem frumkvöðull. Hún stofnaði nýlega vefverslunina NORA, þar sem hún selur afgönsk sjöl. Fyrirtækið er hluti af nýjum kafla í lífi hennar, þar sem hún byggir sig upp án þess að slíta tengsl við uppruna sinn. Heldur fast í vonina Áður fyrr var líf mitt fullt af hreyfingu, von og metnaði,“ segir Noorina. „Ég lærði læknisfræði í Afganistan og ólst upp í forréttindafjölskyldu á lýðræðistímanum, tíma þegar ég hafði rödd, réttindi og frelsi til að láta mig dreyma. Ég var ung kona með skýra framtíðarsýn, umkringd menntun, tilgangi og þeirri trú að framtíð mín væri í mínum eigin höndum. Á þeim tíma fannst mér líf mitt vera fullkomið; ég var að byggja upp feril og sá fyrir mér að þjóna öðrum og hafði djúpa trú á því sem ég gæti orðið.“ Allt breyttist skyndilega þegar stjórnin féll. Í maí 2023 sótti Noorina um hæli á Íslandi. Ákvörðunin var að hennar sögn ekki auðveld en hún var nauðsynleg. „Ég kom til Íslands vegna þess að það fyrsta sem ég heyrði um landið var að þar væru konur metnar að verðleikum. Land sem er þekkt fyrir öryggi, virðingu og jafnrétti. Á sama tíma og heimaland mitt gat ekki lengur verndað frelsi mitt þá táknaði Ísland möguleikann á að lifa án ótta og halda áfram lífinu með sjálfsvirðingu. „Ég held fast í þá von um að friður muni einn daginn snúa aftur til Afganistan. Að systur mínar og allar afganskar stúlkur muni aftur geta gengið frjálsar um götur, stundað frama sinn, látið í sér heyra og lifað með reisn.“ Læknabakgrunnurinn kom sér vel Hvernig breytti það skilningi þínum á frelsi, vinnu og sjálfstæði að vera neydd til að yfirgefa Afganistan? „Að yfirgefa Afganistan sýndi mér hversu mikið afganskar konur gera nú þegar, jafnvel undir þrýstingi. Þegar maður elst upp við að þurfa stöðugt að aðlagast verður maður þrautseigur og raunsær. Að vera neydd til að fara fékk mig til að skilja að frelsi er ekki þægindi, það er möguleiki. Vinna varð leið til að vera sjálfstæð og stöðug. Það staðfesti fyrir mér að afganskar konur eru, af nauðsyn, sterkir og fjölhæfar, og ef þær fá raunveruleg tækifæri þá byggja þær sig upp og aðlagast hratt.“ Að stofna fyrirtæki á Íslandi sem nýbúi í landinu var bæði krefjandi og styrkjandi.Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvernig það hafi verið að stofna fyrirtæki á Íslandi, sem nýr íbúi í landinu, segir Noorina að það hafi verið bæði krefjandi og styrkjandi. „Kerfin hérna eru skýr og sanngjörn, en það tekur tíma að læra inn á þau, sérstaklega þegar maður er á sama tíma að aðlagast nýrri menningu og tungumáli. Það komu upp augnablik þar sem mér fannst þetta allt saman yfirþyrmandi, en að byggja upp þetta fyrirtæki gaf mér sjálfstraust og tilfinningu fyrir sjálfstæði. Það gerði mér kleift að skapa eitthvað sem var mitt eigið á meðan ég fann minn stað í nýju landi, án þess að missa tengslin við þaðan sem ég kem.“ Voru einhverjar sérstakar áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir við að opna netverslun hér á Íslandi, lagalega, fjárhagslega eða tilfinningalega? „Já, svo sannarlega. Í byrjun fannst mér allt vera svo þungt í vöfum. Lagalegi og fjárhagslegi hlutinn var ruglingslegur, sérstaklega vegna þess að ég var að læra hvernig hlutirnir virka hér á meðan ég var líka að reyna að byggja eitthvað upp frá grunni. En tilfinningalega var það erfiðasti hlutinn. Þegar maður er nýr í landi leggur maður mikla pressu á sjálfan sig. Maður vill ekki gera mistök og maður vill ekki staðfesta efasemdir annarra. Það komu augnablik þar sem ég efaðist um sjálfa mig en þau augnablik ýttu mér líka út í að verða sjálfsöruggari og sjálfstæðari,“ segir Noorina og bætir við að það hafi ýmislegt komið henni á óvart í þessu ferli. Ég var hissa á því hvað fólki fannst eðlilegt að taka mig alvarlega. Ég þurfti ekki að útskýra mig of mikið eða réttlæta hvers vegna ég væri að gera þetta. Á sama tíma getur Ísland virst mjög strangt og þögult. Ef þú þekkir ekki kerfið þá aðlagast það ekki að þér. Þú verður að aðlagast því. Það var krefjandi en það kenndi mér líka aga. Bakgrunnur Noorinu sem læknir kom sér svo sannarlega vel í þessu ferli. „Að vera læknir gerði mig agaða og raunsæja. Maður lærir að vinna undir álagi, taka ábyrgð og sætta sig við að mistök skipta máli. Ég tek það með mér í viðskiptin. Ég skipulegg mig vandlega, ég flýti mér ekki að taka ákvarðanir og ég tek ábyrgð á því sem ég geri. Fyrir mér snýst frumkvöðlastarfsemi ekki um að elta hugmyndir. Hún snýst um að byggja eitthvað traust og gera það almennilega.“ Notagildi og umhyggja Noorina stofnaði NORA ásamt bróður sínum. „Bróðir minn lærði alþjóðlega viðskiptastjórnun og hann studdi mig aðallega sem leiðbeinandi. Hann hjálpaði mér að hugsa í gegnum uppbygginguna og hagnýt skref, en hugmyndin sjálf, framtíðarsýnin og sköpun vörumerkisins eru mínar eigin. Þetta verkefni spratt af persónulegri reynslu minni, bakgrunni mínum og löngun minni til að byggja upp eitthvað þýðingarmikið. Hlutverk hans var ráðgefandi á meðan hugmyndin og þróunin komu frá mér.“ Þó svo að Noorina líti á NORA fyrst og fremst sem fyrirtæki, þá endurspeglar það að hennar sögn hvað afganskar konur eru færar um þegar þær fá rými.Vísir/Vilhelm Það er ákveðin ástæða fyrir því að Noorina valdi sjöl sem kjarnavöru. „Mér fannst sjöl vera rétti staðurinn til að byrja því þau eru mitt á milli notagildis og persónulegrar tjáningar. Þau eru nógu hagnýt til að vera notuð daglega en samt einstök í því hvernig konur velja þau og klæðast þeim. Þegar ég bjó á Íslandi tók ég eftir miklum áhuga íslenskra kvenna á sjölum sem eru vel gerð og fjölhæf. Í loftslagi þar sem fatnaður þarf að endast og þjóna raunverulegum tilgangi skiptir það jafnvægi máli. Fyrir mér tákna sjöl samfellu. Þau færast auðveldlega milli menningarheima og loftslags, bera með sér umhyggju og handverk án þess að treysta á tískustrauma. Ég trúi því að þegar konum er treyst fyrir frelsi verði hinn þögli styrkur afganskrar konu sýnilegur. Eins og ég hef lært, af því sem brýtur okkur, er samt hægt að byggja eitthvað þýðingarmikið.“ Sjölin eru fengin frá Afganistan, Pakistan og Indlandi, í samvinnu við reynda framleiðendur sem leggja áherslu á hefðbundnar textílaðferðir og stöðug gæði. „Það var mikilvægt að varpa ljósi á afganskt handverk vegna þess að það er oft ósýnilegt á bak við pólitíska frásögn. Raunveruleikinn er sá að það býr djúp tækniþekking, agi og stolt að baki þessari vinnu. Ég vildi að viðskiptavinir myndu dæma vöruna út frá handverki hennar og endingu, ekki út frá forsendum um uppruna hennar. Sú áhersla á gæði og ábyrgð fellur vel að íslenskum gildum. Á Íslandi skilur maður gildi hlýju og gæða og það skipti mig máli. Sem afgönsk kona voru sjöl hluti af daglegu lífi mínu löngu áður en þau urðu að vöru. Þau færast auðveldlega milli menningarheima og loftslags. Fyrir mér tákna þau notagildi, umhyggju og samfellu, eitthvað sem lætur mér líða eins og heima hjá mér, bæði þar sem ég kem frá og þar sem ég bý núna.“ Í Afganistan voru sjöl hluti af daglegu lífi Noorinu, löngu áður en þau urðu varan sem hún selur í dag.Vísir/Vilhelm Vill hvetja aðrar konur til dáða Í nýlegri færslu á Facebook ritaði Noorina: „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu.“ „Fyrir mér er það satt vegna þess að enginn reyndi að stöðva mig,“ segir hún. „Það hljómar kannski einfalt en það þýðir mikið. Enginn efaðist um metnað minn eða lét mér finnast ég ætti að halda mig til hlés. Það frelsi breytir því hvernig þú sérð sjálfa þig. Það gaf mér rými til að trúa á hugmyndir mínar og leiða á minn eigin hátt án ótta.“ Hún segist ekki eingöngu líta á NORA sem fyrirtæki. Það sé spegilmynd af hennar gildum og reynslu. „Þetta er klárlega meira en bara fyrirtæki fyrir mér. Auðvitað þarf það að ganga fjárhagslega, en NORA ber mikinn hluta af sögu minni í sér. Þar sem ég kem frá eru valkostir kvenna oft takmarkaðir og ég hef séð það af eigin raun í lífi mínu og fjölskyldu. Að skapa NORA var leið til að ná stjórn á einhverju og segja: Þetta er mitt, þetta er mín rödd. Það endurspeglar gildi mín um sjálfstæði, virðingu og að halda tengslum við rætur mínar á meðan ég byggi upp framtíð á nýjum stað. Eftir allt sem hún hefur upplifað segir Noorina að það að reka kvennastýrt fyrirtæki snúist ekki um titla eða völd.Vísir/Vilhelm Fyrir mér endurspeglar NORA líka hvað afganskar konur eru færar um þegar þeim er gefið rými. Ég tek það ekki til að koma með yfirlýsingu, en raunin er sú að það að stjórna þessu samhliða öllu öðru í lífi mínu sýnir hversu aðlögunarhæfar og færar afganskar konur eru. Þegar tækifærið er til staðar þurfum við enga sérstaka meðferð. Við reddum okkur, lærum hratt og berum ábyrgð á mörgum hlutum á sama tíma.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig persónulega að reka fyrirtæki sem er leitt af konum, eftir þá reynslu sem þú hefur gengið í gegnum? „Fyrir mér þýðir það að treysta sjálfri mér aftur. Eftir allt sem ég hef séð og upplifað voru tímar þar sem ég efaðist um eigin ákvarðanir og eigin rödd. Að reka fyrirtæki sem er leitt af konum gaf mér það aftur. Þetta snýst ekki um völd eða titla. Þetta snýst um að vita að ég get valið, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð á eigin spýtur. “ Noorina tekur undir með því að frumkvöðlastarfsemi geti verið eins konar andóf eða valdefling fyrir konur. „Ekki á augljósan hátt, heldur á mjög persónulegan hátt. Þegar kona byggir eitthvað upp fyrir sjálfa sig öðlast hún sjálfstæði og það eitt og sér getur verið valdeflandi. Stundum er það að velja að treysta á eigin hugmyndir og vinnu, sérstaklega þegar þú kemur frá stað þar sem konum er oft sagt að bíða, treysta á aðra eða halda sig til hlés,“ segir hún. „Ég vona að NORA verði sönnun þess hvað afganskar konur geta gert þegar þeim er einfaldlega gefið tækifæri. Ekki vegna þess að við erum óvenjulegar, heldur vegna þess að við erum færar. Ég vil að fyrirtækið vaxi jafnt og þétt, án þess að glata heiðarleika eða alúð. Ef þó ekki væri nema ein kona finnur fyrir hvatningu, í gegnum NORA, til að treysta sjálfri sér betur eða trúa því að hún geti sinnt mörgum hlutverkum í einu, þá hefur það þýðingu fyrir mig. Fyrir mér væri það raunverulegur árangur.“
Innflytjendamál Afganistan Helgarviðtal Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira