Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2026 15:21 Nanna Rögnvaldardóttir segist ekki velta ummælum Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um útlit hennar fyrir sér. Ummæli fjölmiðlamannsins Stefáns Einars Stefánssonar um útlit Nönnu Rögnvaldardóttur rithöfundar í Þjóðmálum hafa vakið ofsareiði á samfélagsmiðlum. Stefán Einar segir að sér þyki ágætt að sjá menningarelítu landsins ærast vegna málsins en sjálf segir Nanna það óþarft að reiðast fyrir hennar hönd. Þjóðmál eru hlaðvarpsþættir í umsjón Gísla Freys Valdórssonar og njóta töluverðra vinsælda. Þátturinn fór í loftið þann 2. janúar en Hjálmtýr Heiðdal formaður Félagsins Íslands-Palestínu birtir klippu með ummælum Stefáns Einars á Facebook í dag. Ásamt þeim tveimur sat Hörður Ægisson ritstjóri Innherja í stúdíóinu. Stefán Einar segir í klippunni: „Mér fannst nú Nanna Rögnvaldar ekki smekkleg kona. En svo virðist hún hafa farið á Ozempic og hún er bara orðin eins og færeyskt skerpukjöt. Hver vill borða mat frá svona konu? Mynduð þið kaupa matreiðslubækur frá henni?“ Svarar Gísli því þá að hann hafi ekki verið að hugsa um það og svarar Stefán til baka: „Ég bara missi matarlystina við tilhugsunina.“ Skerpukjöt er þjóðarréttur Færeyinga og er um að ræða vindþurrkað kindakjöt. Þetta er ekki í fyrsta sinn ofsareiði hefur brotist út í athugasemdakerfum vegna ummæla í þættinum. Vísir greindi frá því í apríl í fyrra þegar slíkt hið sama gerðist eftir bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni. Stefán Einar sagði við tilefnið að gera yrði greinarmun á uppistandi og alvarlegri umræðu, þar hefði verið á ferðinni brandarakvöld og skemmtidagskrá. Vekur hörð viðbrögð Klippan hefur vakið hörð viðbrögð og henni deilt víða, þá rita margir athugasemdir undir færslu Hjálmtýs. „Þetta er viðurstyggð. Nanna hefur samið bækur um mat sem eru gjörsamlega á heimsmælikvarða. Grundvallarrit. Svo gapa þeir upp í hann þarna tveir,“ skrifar sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason. Gunnar Helgason rithöfundur er meðal þeirra sem hneykslast á ummælum Stefáns Einars.Vísir/Viktor Freyr „Svona menn hafa verið taldir hálfvitar í öllum deildum jarðar á öllum tímum, frá steinöld til okkar daga. Það sýnir siðmenningarlegt hrun okkar tíma að slíkum bjánum sé hampað. Kannski er þetta siðmenningarlega hrunið sem Trump varaði við og vildi kenna útlendingum um,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri á Samstöðinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tjáir sig um málið.Vísir/Einar „Hvílík lágkúra og hvaðan kemur honum sú hugmynd að hann geti talað svona um konur á opinberum vettvangi? Oj bara,“ skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra í athugasemd. „Þetta þætti brottrekstrarsök uppi í RUV,“ segir Jón Ólafsson píanóleikari sömuleiðis í ummælum. Ekki hlaðvarp í kjallara mömmu Þá deila ýmsir klippunni og skrifa eigin færslur um málið. Reynir Traustason fyrrverandi ritstjóri Mannlífs segir málið með því ógeðfelldara sem hafi sést í íslenskum fjölmiðlum. „Ruddafengin árás öfgaafla Þjóðmála á rithöfundinn Nönnu Rögnvaldardóttur sem ekkert hefur til saka unnið. Kvenfyrirlitning á hæsta stigi.“ Eiríkur Örn Norðdahl sendir Stefáni Einari tóninn vegna málsins. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur leggur jafnframt orð í belg. Hann segist reyna að deila sem minnstum viðbjóði á samfélagsmiðlum. „En það segir eitthvað um þetta samfélag sem við lifum í að Stefán Einar Stefánsson skuli ekki þurfa að reka sitt viðbjóðslega hlaðvarp úr kjallara móður sinnar einsog hinar andlegu moldvörpurnar á nasistarófinu, heldur sé á mála hjá borgaralegasta málgagni landsins – sem var áreiðanlega einhvern tíma vant að virðingu sinni. Nanna Rögnvaldardóttir er hins vegar djásn. Og hanahelvítisnú.“ Leikið á markalínum þjóðfélagsrýnis og uppistands „Staðreyndin er sú að þarna hittumst við í upphafi árs að gera upp síðasta ár og erum að grínast með hitt og þetta eins og vaninn er, þar sem við erum að leika okkur á markalínum þjóðfélagsrýnis og uppistands. Þetta eru fjölmennir viðburðir hjá okkur vegna þess að það er gaman að þessu,“ segir Stefán Einar sem staddur var á lyftingaræfingu þegar Vísir náði af honum tali. Stefán Einar segir að það verði að vera hægt að greina samfélagið með húmor að vopni.Vísir/Vilhelm Hann segir staðreyndina vera þá að meirihluti fólks hér á landi sé í yfirþyngd. „Þarna er ég að segja brandara sem varpar ljósi á þá staðreynd að okkar helsti álitsgjafi um mat þarf að fara í magaminnkun. Það segir okkur ýmislegt um það hvaða stað sem við erum á og hverju við tökum mark á. Ætlum við að láta bankaræningja kenna börnunum okkar fjármálalæsi? Þetta er brandari, sannarlega á kostnað Nönnu en það er þannig sem við verðum að leyfa okkur að rýna í samfélagið,“ segir Stefán Einar. „Mér finnst ágætt að sjá þessa menningarelítu ærast með þvílíkum gífuryrðum í minn garð. Þetta er hluti af því fólki sem hefur stýrt umræðunni með slaufunarmenningu síðustu ára. Ástæða þess að þau bregðast svona við er sú að fólk er hætt að taka mark á þeim. Við megum segja það sem okkur finnst og við megum grínast með þau og menningarelítuna og alla þessa styrkþega hjá hinu opinbera.“ Hló bara alveg ógurlega Vísir heyrði hljóðið í Nönnu vegna málsins. „Ég hló nú bara alveg ógurlega. Mér dettur ekki í hug að taka svona illa. Ekki frá manni eins og Stefáni Einari,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir. Hún var nýlent á einni af eyjum Azoreyja þegar Vísir náði af henni tali og í sannkölluðu himnaskapi. „Að það myndi enginn vilja elda mat eftir uppskrift hjá mér? Kommon, í fyrsta lagi er ég hætt að skrifa matreiðslubækur. Í öðru lagi þá hef ég nú selt í kringum hundrað þúsund slíkar bækur, og ég reikna nú með að einhverjir hafi eldað eftir mínum uppskriftum.“ Nanna segist hafa verið í rúman mánuð í fríi á Azor-eyjum þar sem hún hafi verið að flakka á milli eyja. Nanna gaf í haust út glæpasöguna Mín er hefndin sem var sjálfstætt framhald síðustu glæpasögu hennar Þegar sannleikurinn sefur. „Ég hef bara verið að skemmta mér hérna úti og svo að skrifa. Ég er búin að vera að þvælast á milli eyjanna og hef nú ekki miklar áhyggjur af því hvað einhver er að segja á Facebook á Íslandi,“ segir Nanna. Hún vinni nú að þriðju og síðustu bókinni í þríleiknum og hafi fengið ákveðna hugmynd sem tengist Azor-eyjunum. Það eru ýmsir afar reiðir fyrir þína hönd vegna þessa? „Það er alveg óþarfi. Ég fór í hjáveituaðgerð og er búin að léttast um fimmtíu kíló og heilsan hefur batnað þvílíkt. Fyrir tveimur árum gat ég ekki gengið fimmhundruð metra án þess að hvíla mig. Síðustu helgi gekk ég fimmtán kílómetra einn daginn án þess að stoppa. Það er engin ástæða til að vera reiður fyrir mína hönd. Ég hlæ bara að þessu.“ Hlaðvörp Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Þjóðmál eru hlaðvarpsþættir í umsjón Gísla Freys Valdórssonar og njóta töluverðra vinsælda. Þátturinn fór í loftið þann 2. janúar en Hjálmtýr Heiðdal formaður Félagsins Íslands-Palestínu birtir klippu með ummælum Stefáns Einars á Facebook í dag. Ásamt þeim tveimur sat Hörður Ægisson ritstjóri Innherja í stúdíóinu. Stefán Einar segir í klippunni: „Mér fannst nú Nanna Rögnvaldar ekki smekkleg kona. En svo virðist hún hafa farið á Ozempic og hún er bara orðin eins og færeyskt skerpukjöt. Hver vill borða mat frá svona konu? Mynduð þið kaupa matreiðslubækur frá henni?“ Svarar Gísli því þá að hann hafi ekki verið að hugsa um það og svarar Stefán til baka: „Ég bara missi matarlystina við tilhugsunina.“ Skerpukjöt er þjóðarréttur Færeyinga og er um að ræða vindþurrkað kindakjöt. Þetta er ekki í fyrsta sinn ofsareiði hefur brotist út í athugasemdakerfum vegna ummæla í þættinum. Vísir greindi frá því í apríl í fyrra þegar slíkt hið sama gerðist eftir bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni. Stefán Einar sagði við tilefnið að gera yrði greinarmun á uppistandi og alvarlegri umræðu, þar hefði verið á ferðinni brandarakvöld og skemmtidagskrá. Vekur hörð viðbrögð Klippan hefur vakið hörð viðbrögð og henni deilt víða, þá rita margir athugasemdir undir færslu Hjálmtýs. „Þetta er viðurstyggð. Nanna hefur samið bækur um mat sem eru gjörsamlega á heimsmælikvarða. Grundvallarrit. Svo gapa þeir upp í hann þarna tveir,“ skrifar sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason. Gunnar Helgason rithöfundur er meðal þeirra sem hneykslast á ummælum Stefáns Einars.Vísir/Viktor Freyr „Svona menn hafa verið taldir hálfvitar í öllum deildum jarðar á öllum tímum, frá steinöld til okkar daga. Það sýnir siðmenningarlegt hrun okkar tíma að slíkum bjánum sé hampað. Kannski er þetta siðmenningarlega hrunið sem Trump varaði við og vildi kenna útlendingum um,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri á Samstöðinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tjáir sig um málið.Vísir/Einar „Hvílík lágkúra og hvaðan kemur honum sú hugmynd að hann geti talað svona um konur á opinberum vettvangi? Oj bara,“ skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra í athugasemd. „Þetta þætti brottrekstrarsök uppi í RUV,“ segir Jón Ólafsson píanóleikari sömuleiðis í ummælum. Ekki hlaðvarp í kjallara mömmu Þá deila ýmsir klippunni og skrifa eigin færslur um málið. Reynir Traustason fyrrverandi ritstjóri Mannlífs segir málið með því ógeðfelldara sem hafi sést í íslenskum fjölmiðlum. „Ruddafengin árás öfgaafla Þjóðmála á rithöfundinn Nönnu Rögnvaldardóttur sem ekkert hefur til saka unnið. Kvenfyrirlitning á hæsta stigi.“ Eiríkur Örn Norðdahl sendir Stefáni Einari tóninn vegna málsins. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur leggur jafnframt orð í belg. Hann segist reyna að deila sem minnstum viðbjóði á samfélagsmiðlum. „En það segir eitthvað um þetta samfélag sem við lifum í að Stefán Einar Stefánsson skuli ekki þurfa að reka sitt viðbjóðslega hlaðvarp úr kjallara móður sinnar einsog hinar andlegu moldvörpurnar á nasistarófinu, heldur sé á mála hjá borgaralegasta málgagni landsins – sem var áreiðanlega einhvern tíma vant að virðingu sinni. Nanna Rögnvaldardóttir er hins vegar djásn. Og hanahelvítisnú.“ Leikið á markalínum þjóðfélagsrýnis og uppistands „Staðreyndin er sú að þarna hittumst við í upphafi árs að gera upp síðasta ár og erum að grínast með hitt og þetta eins og vaninn er, þar sem við erum að leika okkur á markalínum þjóðfélagsrýnis og uppistands. Þetta eru fjölmennir viðburðir hjá okkur vegna þess að það er gaman að þessu,“ segir Stefán Einar sem staddur var á lyftingaræfingu þegar Vísir náði af honum tali. Stefán Einar segir að það verði að vera hægt að greina samfélagið með húmor að vopni.Vísir/Vilhelm Hann segir staðreyndina vera þá að meirihluti fólks hér á landi sé í yfirþyngd. „Þarna er ég að segja brandara sem varpar ljósi á þá staðreynd að okkar helsti álitsgjafi um mat þarf að fara í magaminnkun. Það segir okkur ýmislegt um það hvaða stað sem við erum á og hverju við tökum mark á. Ætlum við að láta bankaræningja kenna börnunum okkar fjármálalæsi? Þetta er brandari, sannarlega á kostnað Nönnu en það er þannig sem við verðum að leyfa okkur að rýna í samfélagið,“ segir Stefán Einar. „Mér finnst ágætt að sjá þessa menningarelítu ærast með þvílíkum gífuryrðum í minn garð. Þetta er hluti af því fólki sem hefur stýrt umræðunni með slaufunarmenningu síðustu ára. Ástæða þess að þau bregðast svona við er sú að fólk er hætt að taka mark á þeim. Við megum segja það sem okkur finnst og við megum grínast með þau og menningarelítuna og alla þessa styrkþega hjá hinu opinbera.“ Hló bara alveg ógurlega Vísir heyrði hljóðið í Nönnu vegna málsins. „Ég hló nú bara alveg ógurlega. Mér dettur ekki í hug að taka svona illa. Ekki frá manni eins og Stefáni Einari,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir. Hún var nýlent á einni af eyjum Azoreyja þegar Vísir náði af henni tali og í sannkölluðu himnaskapi. „Að það myndi enginn vilja elda mat eftir uppskrift hjá mér? Kommon, í fyrsta lagi er ég hætt að skrifa matreiðslubækur. Í öðru lagi þá hef ég nú selt í kringum hundrað þúsund slíkar bækur, og ég reikna nú með að einhverjir hafi eldað eftir mínum uppskriftum.“ Nanna segist hafa verið í rúman mánuð í fríi á Azor-eyjum þar sem hún hafi verið að flakka á milli eyja. Nanna gaf í haust út glæpasöguna Mín er hefndin sem var sjálfstætt framhald síðustu glæpasögu hennar Þegar sannleikurinn sefur. „Ég hef bara verið að skemmta mér hérna úti og svo að skrifa. Ég er búin að vera að þvælast á milli eyjanna og hef nú ekki miklar áhyggjur af því hvað einhver er að segja á Facebook á Íslandi,“ segir Nanna. Hún vinni nú að þriðju og síðustu bókinni í þríleiknum og hafi fengið ákveðna hugmynd sem tengist Azor-eyjunum. Það eru ýmsir afar reiðir fyrir þína hönd vegna þessa? „Það er alveg óþarfi. Ég fór í hjáveituaðgerð og er búin að léttast um fimmtíu kíló og heilsan hefur batnað þvílíkt. Fyrir tveimur árum gat ég ekki gengið fimmhundruð metra án þess að hvíla mig. Síðustu helgi gekk ég fimmtán kílómetra einn daginn án þess að stoppa. Það er engin ástæða til að vera reiður fyrir mína hönd. Ég hlæ bara að þessu.“
Hlaðvörp Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira