Skóli við rætur Vatnajökuls Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2026 16:02 Svanhvít og Íris eru meðal stofnanda skólans. Svanhvít Jóhannsdóttir og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, ásamt fleirum, stofnuðu fjallaskóla í Öræfum undir Vatnajökli. Þar gefst nemendum kostur á að læra leiðsögn og margt fleira spennandi sem allt tengist því að starfa úti í náttúru landsins. Ísland í dag kíkti á þær Svanhvíti og Írisi við Svínafellsjökul þar sem þær sögðu frá öllu um námið og fleira. „Fjallaskóli Íslands er kannski afurð af í kringum 15 ára þróun á námi í útivist, fjallamennsku og ævintýraleiðsögn, sem hefur farið fram hjá Keili og FAS. Og núna erum við sem sagt með tvær samþykktar námsbrautir inni í Fjallaskólanum sem við kennum ævintýraleiðsögn,“ segir Íris Ragnarsdóttir Pedersen. „Skólinn okkar er sem sagt sjálfseignarstofnun, óhagnaðardrifin, og heldur utan um þetta nám,“ segir Svanhvít Helga Jóhannsdóttir. „Þetta er skemmtilegasti skóli á Íslandi, ætlum við að halda því fram. Þú lærir bara í raun og veru, þetta er svona heildstætt nám í ævintýraleiðsögn. Þannig að við byrjum árið á klettaklifri og línuvinnu. Núna höldum við svo áfram út á skriðjökla að vori. Þá tekur þú svo námskeið sem heitir AMG jöklaleiðsögn eitt, sem er í samstarfi við Félag fjallaleiðsögumanna,“ segir Íris og heldur áfram. Hefðum viljað svona skóla „Svo tökum við líka gönguleiðsögn, þannig að þú ert í stakk búinn til þess að leiða hópa, til dæmis Laugaveg, Hornstrandir eða eitthvað slíkt. Við erum líka með snjóflóðafræði og fjallaskíðamennsku, skíðamennsku, fjallahjólreiðar og kajak. Margir frá okkur hafa farið vestur í kajakferðir. Við förum upp á hájökla eins og upp á Hrútfellstinda, og í raun og veru undirbúum nemendurna okkar til þess að taka fagnámskeið hjá Félagi fjallaleiðsögumanna í slíkri leiðsögn, eins og að leiða upp á Hnjúk. Þetta er bara skólinn sem við hefðum viljað fara í þegar við vorum yngri,“ segir Íris. „Framhaldsnemendurnir okkar fara meðal annars á Vatnajökul, læra ísklifur og taka meiri þátt í að skipuleggja sínar eigin ferðir, af því að það er náttúrulega hluti af reynslu sem við þurfum að byggja upp. En hugmyndin er að þú getir komið með litla reynslu og auðvitað þarftu að hafa ástríðu og unun af þessu þegar þú kemur. Og að þú getir lært þessi tæknilegu atriði og byggt upp þennan tæknilega grunn sem þarf til að vera leiðsögumaður á fjöllum,“ segir Svanhvít en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjallamennska Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Fjallaskóli Íslands er kannski afurð af í kringum 15 ára þróun á námi í útivist, fjallamennsku og ævintýraleiðsögn, sem hefur farið fram hjá Keili og FAS. Og núna erum við sem sagt með tvær samþykktar námsbrautir inni í Fjallaskólanum sem við kennum ævintýraleiðsögn,“ segir Íris Ragnarsdóttir Pedersen. „Skólinn okkar er sem sagt sjálfseignarstofnun, óhagnaðardrifin, og heldur utan um þetta nám,“ segir Svanhvít Helga Jóhannsdóttir. „Þetta er skemmtilegasti skóli á Íslandi, ætlum við að halda því fram. Þú lærir bara í raun og veru, þetta er svona heildstætt nám í ævintýraleiðsögn. Þannig að við byrjum árið á klettaklifri og línuvinnu. Núna höldum við svo áfram út á skriðjökla að vori. Þá tekur þú svo námskeið sem heitir AMG jöklaleiðsögn eitt, sem er í samstarfi við Félag fjallaleiðsögumanna,“ segir Íris og heldur áfram. Hefðum viljað svona skóla „Svo tökum við líka gönguleiðsögn, þannig að þú ert í stakk búinn til þess að leiða hópa, til dæmis Laugaveg, Hornstrandir eða eitthvað slíkt. Við erum líka með snjóflóðafræði og fjallaskíðamennsku, skíðamennsku, fjallahjólreiðar og kajak. Margir frá okkur hafa farið vestur í kajakferðir. Við förum upp á hájökla eins og upp á Hrútfellstinda, og í raun og veru undirbúum nemendurna okkar til þess að taka fagnámskeið hjá Félagi fjallaleiðsögumanna í slíkri leiðsögn, eins og að leiða upp á Hnjúk. Þetta er bara skólinn sem við hefðum viljað fara í þegar við vorum yngri,“ segir Íris. „Framhaldsnemendurnir okkar fara meðal annars á Vatnajökul, læra ísklifur og taka meiri þátt í að skipuleggja sínar eigin ferðir, af því að það er náttúrulega hluti af reynslu sem við þurfum að byggja upp. En hugmyndin er að þú getir komið með litla reynslu og auðvitað þarftu að hafa ástríðu og unun af þessu þegar þú kemur. Og að þú getir lært þessi tæknilegu atriði og byggt upp þennan tæknilega grunn sem þarf til að vera leiðsögumaður á fjöllum,“ segir Svanhvít en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjallamennska Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira