Lífið

Tvö ár af ást hjá Charlie og Lauf­eyju

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Charlie Christie og Laufey stórglæsileg á Golden Globe hátíðinni.
Charlie Christie og Laufey stórglæsileg á Golden Globe hátíðinni. Chad Salvador/2026GG/Penske Media via Getty Images

Laufey Lín súperstjarna mætti með sinn heittelskaða Charlie Christie á Golden Globe hátíðina í fyrradag. Hjúin, sem hafa nú verið saman í tvö ár, virtust ástfangin upp fyrir haus saman á rauða dreglinum og nutu sín í botn á þessu einstaka stefnumóti.

Charlie Christie, tónlistarbransakarl og sérfræðingur hjá plötufyrirtækinu Interscope, klæddist svörtum skvísulegum jakkafötum sem pössuðu vel við glæsilegan appelsínugulan Balenciaga galakjól Laufeyjar. 

Laufey og Charlie byrjuðu saman 6. janúar 2024 og hefur hann meðal annars heimsótt Ísland með henni. Þau búa saman í Los Angeles og eiga þar góðar stundir á milli þess sem Laufey sigrar heiminn á tónleikaferðalagi sínu. 

Charlie hélt utan um Laufeyju sína þegar ljósmyndari á vegum Golden Globe náði af þeim mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.