Handbolti

Læri­sveinn Al­freðs sakar mót­herja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, sést hér með Andreas Wolff sem lét þessi hörðu orð falla og kveikti heldur betur í mótherjum kvöldsin
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, sést hér með Andreas Wolff sem lét þessi hörðu orð falla og kveikti heldur betur í mótherjum kvöldsin Getty/Jürgen Fromme

Þjóðverjar mæta Austurríkismönnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld og það er óhætt að segja að markvörður þýska liðsins hafi tendrað bál með ummælum sínum fyrir leikinn.

Andreas Wolff, markvörður Alfreðs Gíslasonar hjá þýska landsliðinu, bauð nefnilega upp miskunnarlausa gagnrýni á leikstíl austurríska landsliðsins.

Wolff lýsti leikstíl Austurríkismanna sem „óaðlandi anti-handbolta“ og talaði sérstaklega um ljótan sóknarleik Austurríkis sem spilar mikið með sjö á móti sex.

Orðavalið var ekki rétt

Kollegi Wolff í austurríska landsliðinu brást undrandi við harðri gagnrýni þýska landsliðsmarkvarðarins á leikstíl þeirra. „Ég vona að hann viti sjálfur að orðavalið var ekki rétt. Ef einhver leikmaður í okkar liði þurfti á hvatningu að halda þá ætti hann að horfa aftur á myndbandið, þá koma síðustu prósentustigin til að gefa hundrað prósent. Við spilum bara okkar leik og sjáum hvað kemur út úr því,“ sagði Constantin Möstl, fyrir leikinn í kvöld en hann var

„Þetta snýst frekar um orðavalið. Að hluta til var það ekki rétt hvernig maður talaði um andstæðinginn. En okkur er alveg skítsama. Ef það hjálpar til við að vinna, þá er mér alveg sama,“ sagði Möstl enn fremur.

„Þetta hefur búið til auka hvatningu,“ útskýrir Tobias Wagner, línumaður Austurríkis. „Austurríki gegn Þýskalandi er alltaf stór viðureign, sérstaklega þar sem þetta hefur alltaf verið jafn leikur undanfarið. Við viljum brjóta ísinn og vinna leikinn,“ sagði Wagner.

Vildi kannski senda viðvörunarmerki

Juri Knorr, leikstjórnanda Þýskalands, fannst ummæli Wolffs líka „frekar agressív“. Þau endurspegli ekki það sem Austurríkismenn hafi gert undanfarin ár og hvernig þeir hafi þróast. „Ég held að Andi hafi í raun viljað tjá með þessu að hann beri mikla virðingu fyrir austurrískum handbolta. Kannski vildi hann líka senda viðvörunarmerki til liðsins okkar, því við höfum átt mjög erfitt uppdráttar í síðustu leikjum,“ sagði Knorr.

„Fyrir mér var þetta hrós fyrir okkar sjö á móti sex leik. Við höfum strítt Þýskalandi einu sinni eða tvisvar með því,“ útskýrði Lukas Herburger sem spilar með Füchse Berlin.

Liðsfélagi Wolff hjá Kiel, Nikola Bilyk, sagði að þeir hefðu þegar „hlegið að þessu“ með Wolff á sameiginlegu hóteli þeirra í Silkeborg en viðurkenndi einnig: „Þetta hittir samt íþróttamannshjartað. Ég held að við munum bregðast við því á morgun,“ sagði Bilyk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×