Samstarf

Gjöfult sam­starf Arion banka og ís­lenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár

Arion banki
Við hjá Arion banka hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við íslenska landsliðið.
Við hjá Arion banka hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við íslenska landsliðið.

Nú er EM 2026 að hefjast og spenningurinn auðvitað mikill. Við hjá Arion banka höfum verið einn helsti bakhjarl karlalandsliðsins í handbolta frá árinu 2004, eða í heil tuttugu og tvö ár.

Það hefur verið þvílíkt ævintýri og mikið vatn runnið til sjávar á þessum tíma. Til að mynda komumst við í fyrsta skipti á verðlaunapall á stórmóti þegar Ísland lenti í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Árið 2010 unnum við svo fyrsta úrslitaleikinn okkar á EM þegar við bárum sigurorð af Póllandi í viðureigninni um bronsið. Þarna náðust nýir áfangar í sögu íslenska handboltans sem glöddu þjóðina og sköpuðu miklar væntingar næstu árin.

Ýmsar stjörnur hafa gert garðinn frægan á þessum tuttugu og tveimur árum. Í nýrri markaðsherferð Arion banka, sem hefur það meðal annars að markmiði að efla og viðhalda áhuga þjóðarinnar á handboltanum, ákváðum við að kalla til nokkra þjóðþekkta fyrrum landsliðsmenn og leiða þá saman við núverandi fulltrúa Íslands á vellinum. Útkomuna má sjá á þessum stórskemmtilegu ljósmyndum og í myndböndum þar sem hlýja, samheldni og væntumþykja leikmannanna gagnvart hver öðrum skín úr hverju auga. Þessir strákar hafa gengið í gegnum margt saman, bæði súrt og sætt.

Fyrir litla þjóð eins og Ísland fylgir því einhver alveg sérstakur galdur að ná árangri í íþróttum á alþjóðasviðinu. Fáar þjóðir standa jafn þétt við bakið á landsliðinu sínu og við gerum. 

Sverre Andreas Jakobsson, gamli varnarjaxlinn og núverandi starfsmaður Arion, sagði að það hefði verið „heiður í hvert skipti að klæðast landsliðstreyjunni“. Okkur er sönn ánægja að hafa staðið þétt við bakið á kröftugum íþróttamönnum, sem hugsa með slíkum hætti, með áratugalöngum stuðningi okkar.

Svo elskum við líka bara stemninguna á stórmótum í handbolta, þegar ættingjar og vinir koma saman fyrir framan sjónvarpsskjáinn til að styðja við bakið á strákunum okkar í æsispennandi rimmum gegn fremstu leikmönnum íþróttarinnar. Handbolti er íþrótt sem þjappar okkur saman og brúar um leið bilið á milli kynslóðanna.

Við erum einnig þeirrar skoðunar að íþróttastarf sé afar mikilvægt umbótaafl í samfélaginu. Íþróttaiðkun kennir okkur að axla ábyrgð, trúa á stór markmið, leggja okkur hundrað prósent fram og eiga í góðum samskiptum við liðsfélaga.

Við hjá Arion banka hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við íslenska landsliðið.

Áfram Ísland!

Klippa: Gjöfult samstarf Arionbanka og íslenska karlalandsliðsins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×