Samstarf

Opið fyrir inn­sendingar í Lúðurinn 2025

Ímark
Veitt eru verðlaun í fjölda flokka, þar á meðal fyrir auglýsingaherferðir, stafrænar lausnir, hönnun, almannatengsl og samfélagsverkefni.
Veitt eru verðlaun í fjölda flokka, þar á meðal fyrir auglýsingaherferðir, stafrænar lausnir, hönnun, almannatengsl og samfélagsverkefni.

Opið er fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025, verðlaun samtaka markaðsfólks á Íslandi. 

Keppnin er haldin af ÍMARK í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa og eru öll hvött til að senda inn verk sín fyrir lokafrest, sem er 22. janúar.

Lúðurinn veitir viðurkenningu fyrir frumlegar, skapandi og snjallar hugmyndir sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt. Verðlaunin eru veitt fyrir árangur, fagmennsku og sköpun í samskiptum fyrirtækja við almenning.

Árið 2025 verður Lúðurinn veittur í 40. sinn og markar það tímamót í sögu verðlaunanna. Lúðurinn hefur um árabil verið uppskeruhátíð markaðs- og auglýsingafólks og einn virtasti mælikvarði á gæði og þróun í greininni hér á landi.

Veitt eru verðlaun í fjölda flokka, þar á meðal fyrir auglýsingaherferðir, stafrænar lausnir, hönnun, almannatengsl og samfélagsverkefni. Dómnefndir, skipaðar reynslumiklu fagfólki úr greininni, leggja mat á hugmyndavinnu, framkvæmd og mælanlegan árangur verkanna.

Skipuleggjendur segja þátttöku í keppninni endurspegla fjölbreyttar og nýstárlegar leiðir sem fyrirtæki og auglýsingastofur nýta til að ná til markhópa í síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×