Lífið

Greipur telur Trump hafa ruglast á Græn­landi og Ís­landi

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump (vinstra megin) og Greipur.
Donald Trump (vinstra megin) og Greipur. AP og skjáskot

Grínistinn Greipur telur nokkuð víst að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi. Hann vilji ekki í rauninni eignast Grænland heldur Íslands vegna þess hvernig víkingarnir nefndu löndin til að gabba fólki.

Í myndbandi sem Greipur gerði fyrir Guide to Iceland, þar sem hann ber Trump-derhúfu, bendir hann á að víkingarnir hafi nefnt Grænland Grænland svo fólk héldi að landið væri kúl og vildi flytja þangað. Ísland hafi hins vegar verið nefnt Ísland svo Mexíkóar myndu ekki synda hingað.

Greipur segir þetta nokkuð ruglandi, líka fyrir Íslendinga, þar sem Ísland væri nokkuð grænt en það væri líka slatti af ís hérna.

„Ég er nokkuð viss um að þú vildir ekki kaupa Grænland,“ segir Greipur.

„Þetta er bara snjór og ísbirnir og ef þú heldur að raðirnar í Disney World séu langar, bíddu bara þar til þú ferð í áfengisbúðina í Grænlandi.“

Hann segir að hér á landi séu fullt af fallegum konum og einu raðirnar séu hjá sólbaðsstofunum.

„Af því að við viljum vera eins og þú, appelsínugul.“

Myndbandið hefur notið mikillar athygli og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1,8 milljónir manna horft á það, sem er mun meira áhorf en á öðrum myndböndum Guide to Iceland.


Tengdar fréttir

Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi

Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum.

Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám

Verslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland.

Ísland standi með Grænlandi og Danmörku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.