Innlent

Hátt í tíu þúsund manns án at­vinnu í desem­ber

Kjartan Kjartansson skrifar
Atvinnuleysi var hálfu prósentustigi meira í desember en í sama mánuði árið 2024.
Atvinnuleysi var hálfu prósentustigi meira í desember en í sama mánuði árið 2024. Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember og voru þá um 9.800 manns á aldrinum 16 til 74 ára án atvinnu. Þegar leiðrétt hafði verið verið árstíðarbundnum sveiflum dróst atvinnuleysi saman um 2,7 prósentustig á milli mánaða.

Hlutfall starfandi var 76 prósent í desember, tæplega 221.900 manns. Atvinnuþátttaka var 79,3 prósent, um 231.700 manns á vinnumarkaði samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Atvinnuleysið jókst um hálft prósentustig í desembermánuði á milli ára. Hlutfall starfandi lækkaði um 1,1 prósentustig og atvinnuþátttaka um 0,7 stig.

Þegar mælingin fyrir desember hafði verið árstíðaleiðrétt mældist atvinnuleysið 4,5 prósent. Hlutfall starfandi var 76,9 prósent og atvinnuþátttaka 80,5 prósent.

Á þann mælikvarða dróst atvinnuleysi saman um 2,7 prósentustig á milli nóvember og desember. Hlutfall starfandi hækkaði um 0,3 prósentustig og atvinnuþátttaka minnkaði um 1,9 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×