Lífið

„Mig langar bara að vera upp­rétt og sterk“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Inga Lind er dugleg að hreyfa sig í hverri viku.
Inga Lind er dugleg að hreyfa sig í hverri viku.

Á þessum tíma eru margir að spá í að byrja í ræktinni og fara að hreyfa sig. Janúar er tíminn þar sem mjög margir fara af stað og ákveða að hreyfa sig meira. Og flestir horfa orðið til heildrænnar heilsu með möguleika á fjölbreyttri hreyfingu og á sama tíma hollum mat og einnig góðri slökun.

Og það virðist vera gríðarlega vinsælt hjá konum að vera í styrktarþjálfun. Vala Matt hitti Ingu Lind Karlsdóttur í World Class Laugum í vikunni og ræddi við hana um líkamsrækt.

Maður að nafni Teitur er hennar einkaþjálfari og lætur hann hana hafa fyrir hlutunum.

„Ég er hreinlega að gera bara allt eins og hann segir. Suma daga er maður að einbeita sér að fótum og aðra daga einbeitum við okkur að efri hlutanum, baki, axlir, höndum og allt þetta. Ég er sem sagt er með minn mann í þessu til þess að passa líka bara upp á að ég sé að beita mér rétt. En mig langar líka samt að segja að ég var komin með verki og varla var það aldurinn að segja til sín. Þá fór ég í pilates hjá henni Röggu Sveins og hún er æðisleg og það er mjög gott líka til þess að svona rétta úr sér og fá teygjur,“ segir Inga.

Inga Lind stunda tennis.

En hefur æfingaprógramið breyst eitthvað í gegnum árin?

„Það er náttúrulega bara kannski svolítið aldurstengt, en ég hef alltaf verið að lyfta eitthvað. Einu sinni var þetta að komast í kjólinn fyrir jólin og líta vel út í bikiníinu þegar sumarið skellur á. Núna finnst mér það ekki skipta neinu máli. Það eina sem skiptir máli er að maður er að sigla inn í seinni helminginn. Mig langar bara að vera upprétt og sterk þegar ég eldist, sem ég vona að ég fái að gera. Og líkurnar eru nú með manni að maður fái að ná svona þokkalega háum aldri.“

Inga segist oftast pakka ofan í líkamsræktartöskuna deginum áður.

„Og hafa hana eiginlega bara staðsetta við útidyrnar þannig að maður hálfpartinn dettur um hana. Þannig að maður verður að grípa hana með sér. Og verið algjörlega búinn að ákveða hvenær þú ætlar að fara á æfingu og hvert þú ætlar að fara. Ef þú ert að koma að byrja, þá bara að gera ráð fyrir að vera svona 15-20 mínútur. Svo verður maður alltaf pínulítið lengur þegar maður er kominn. En það er bara gott að hugsa það þannig og þetta er svolítið eins og þegar maður vaknar og hugsar, ég verð að bursta tennurnar.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.