„Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. janúar 2026 07:00 Birta Kristín Helgadóttir hjá Íslandsstofu segir Ísland geta lagt sitt af mörkum til að mæta alþjóðlegum orkuskorti og hraða sjálfbærri umbreytingu. Margar þjóðir líti til Íslands sem fyrirmynd, enda þekki þjóðin orkuskipti af eigin raun sem tókst vel. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru eflaust að flytja meira út af þekkingu og reynslu í grænum lausnum en marga grunar um. Það er liður í því að styðja við vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auka útflutning og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Liður í þessu er að Ísland leggi sitt af mörkum til að mæta alþjóðlegum orkuskorti og hraða sjálfbærri umbreytingu. Ekki síst vegna þess að nú þegar er fyrirséð að orkuskortur sé fram undan. „Orka hefur til þessa verið aðgengileg, stöðug og frekar ódýr á Íslandi. Fyrir vikið erum við svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum,“ segir Birta. Enda er staðreynd að á Íslandi fer fólk að jafnaði ekki eins sparlega með hita og rafmagn og flestir þekkja úr útlöndum. Þessu til stuðnings rifjar Birta upp fréttir fjölmiðla fyrir nokkru, þar sem íbúum á Reykjanesi voru gefin góð orkusparandi ráð til að spara orku á meðan eldgos var. „Í fréttunum var verið að gefa ráð eins og að spara sturtuvatnið, vera ekki með ljósin kveikt eða öll heimilistæki í gangi á sama tíma og verið er að elda og svo framvegis, eitthvað sem við erum siður en svo vön,“ segir Birta og brosir. En setur daglega lífið okkar í samhengi við hversu sjálfsögð okkur finnst orkan kannski vera, allt þar til vá ógnar örygginu okkar. Orkuskipti eru samt umbreyting sem Ísland hefur farið í gegnum áður en yfirskrift janúarráðstefnu Festu 2026 er einmitt,,Umbreyting er ákvörðun.“ Í tilefni Janúarráðstefnu Festu 2026 fjallar Atvinnulífið um umhverfismálin í dag og á morgun. Janúarráðstefna Festu verður haldin í Hörpu á föstudag, en nánar má lesa um dagskrá ráðstefnunnar HÉR. Reyklausar borgir Birta er einn fyrirlesara Janúarráðstefnu Festu en hún segir að í sínu erindi muni hún meðal annars setja það í samhengi hvernig Ísland getur með sinni miðlun á reynslu og þekkingu hjálpað til við umbreytingu annars staðar. Eitthvað sem Birta segir okkur vera að gera nú þegar. Jafnvel þannig að samfélög með milljónir íbúa eru að breytast. Sem dæmi nefnir Birta íslenska fyrirtækið Arctic Green Energy sem síðustu tuttugu árin eða svo hefur nýtt jarðhitareynslu Íslands til útflutnings og tekið þátt í uppbyggingu stórra jarðhitaverkefna víða um heim. Arctic Green hefur til dæmis starfað mikið í Kína þar sem orkuskiptin hafa haft veruleg áhrif þar sem borgir með milljónir íbúa hafa verið hitaveituvæddar að íslenskri fyrirmynd og eru jafnvel markaðssettar sem reyklaus svæði, eða smog free.“ Fáar þjóðir, ef nokkrar aðrar, geta státað sig af því að búa jafn ríkulega yfir orku, þekkingu og reynslu tengdu endurnýjanlegri orku og Ísland, sem þó þurfti að reiða sig á innflutning á kolum og olíu fyrir ekkert svo löngu síðan. Eða allt þar til Ísland fór í gegnum þá umbreytingu að hitaveituvæðast. „Við erum kannski lítið samfélag en við erum gott dæmi um öflugt samfélag sem hefur þegar farið í gegnum umbreytingu og búum við kerfi sem hafa virkað í áratugi. Þess vegna horfa önnur lönd til okkar þekkingar þegar þau vinna að breytingum hjá sér,“ segir Birta. Birta segir miðlun þekkingar og reynslu til útlanda lið í því að auka á útflutningstekjur þjóðarinnar, efla samkeppnishæfni hennar og viðhalda forskoti. Ekki sé verið að gefa neina þekkingu frá okkur, það sé í raun ekki hægt.Vísir/Vilhelm Réttu gleraugun Birta nefnir líka ýmis verkefni sem Ísland vinnur að til stuðnings þróunarríkjunum, allt frá því að vera á sviði jarðhitanýtingar yfir í jafnrétti, mikilvægi menntunar eða uppbyggingu sjálfbærni hjá útsettari jaðarhópum. Löngum hafi Ísland getið sér góðs orðs í þessum stuðningi og starfi. En hvers vegna er Ísland að standa í þessu öllu saman? Hver er ávinningurinn okkar? „Persónulega finnst mér nægilega sterkt svar að með þessu starfi séum við að sýna samfélagslega ábyrgð og standa undir því að vera þjóð sem vill láta gott af sér leiða,“ segir Birta en bætir við: „En í raun erum við alltaf að styðja við markaðssókn fyrirtækja og lausna, auka útflutningstekjur landsins og tryggja að Ísland viðhaldi forskoti sínu.“ Enda ekkert gefins í raun. Við erum ekki að gefa neina þekkingu frá okkur, enda er varla hægt að gefa þekkingu því sama hvað við gerum lærum við alltaf eitthvað í staðinn. Það er farsælt sem Ísland getur verið að gera í þessum efnum sem ekki gerir okkur reynslunni ríkari fyrir vikið.“ Þá sé útflutningur á þekkingu og reynslu líka liður í því að auka á útflutningstekjur. „Miðlun á þekkingu og reynslu Íslendinga skilar mörgu til okkar. Með þekkingu byggjum við til dæmis upp fleiri hágæðastörf og fleira sem eykur líkurnar á því að viðhalda því forskoti sem við höfum.“ Staðreyndin sé líka sú að ein leiðin fyrir Ísland til að halda í lífsgæðin sín sé að auka útflutningstekjur. „Að miðla okkar þekkingu og reynslu er mikilvægur liður í því að auka á útflutningstekjur. Miðlun á þekkingu og reynslu Íslendinga þýðir líka uppbygging á hágæðastörfum og fleira sem styrkir okkur enn frekar og eykur líkurnar á að okkur takist að viðhalda því forskoti sem við höfum.“ Að þessu sögðu segir Birta það ekkert feimnismál að auðvitað þurfi Íslendingar líka að líta í eigin barm og velta fyrir sér því hvar er hægt að gera betur. „Við þurfum til dæmis að efla okkur í langtímahugsun. Því sú umbreyting sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna loftlagsbreytinga kallar á að við þurfum að sjá lengra en nef okkar nær og jafnvel lengra en nef barna okkar nær,“ segir Birta og bætir við: „Öll þessi orðatiltæki um að betur má ef duga skal, og sjaldan er góð vísa of oft kveðin, og svo framvegis, eiga því vel við í dag. Verkefnið okkar snýst um að setja á okkur maraþongleraugu frekar en gleraugu spretthlaupara og setja okkur í þá stellingu að vera til fyrirmyndar sem afl í umbreytingu.“ Sjálfbærni Orkuskipti Tengdar fréttir Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01 „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ „Hvað eiga sameiginlegt kúabændur í Eyjafirði, rauðskeggjaður prófessor á Seltjarnarnesi, garðyrkjubændur í Fljótsdalshéraði, Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eik fasteignafélag og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir?“ spyr Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor. 29. september 2025 07:01 Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01 „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12. mars 2025 07:00 „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þróunin er mjög hröð og það eru nokkrir verktakar sem eru til fyrirmyndar, segir Jónína Þóra Einarsdóttir, leiðtogi í sjálfbærni, öryggi og gæðum hjá Steypustöðinni. Sem á dögunum hlaut hvatningaverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála árið 2024. 8. nóvember 2024 07:03 Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Sjá meira
Liður í þessu er að Ísland leggi sitt af mörkum til að mæta alþjóðlegum orkuskorti og hraða sjálfbærri umbreytingu. Ekki síst vegna þess að nú þegar er fyrirséð að orkuskortur sé fram undan. „Orka hefur til þessa verið aðgengileg, stöðug og frekar ódýr á Íslandi. Fyrir vikið erum við svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum,“ segir Birta. Enda er staðreynd að á Íslandi fer fólk að jafnaði ekki eins sparlega með hita og rafmagn og flestir þekkja úr útlöndum. Þessu til stuðnings rifjar Birta upp fréttir fjölmiðla fyrir nokkru, þar sem íbúum á Reykjanesi voru gefin góð orkusparandi ráð til að spara orku á meðan eldgos var. „Í fréttunum var verið að gefa ráð eins og að spara sturtuvatnið, vera ekki með ljósin kveikt eða öll heimilistæki í gangi á sama tíma og verið er að elda og svo framvegis, eitthvað sem við erum siður en svo vön,“ segir Birta og brosir. En setur daglega lífið okkar í samhengi við hversu sjálfsögð okkur finnst orkan kannski vera, allt þar til vá ógnar örygginu okkar. Orkuskipti eru samt umbreyting sem Ísland hefur farið í gegnum áður en yfirskrift janúarráðstefnu Festu 2026 er einmitt,,Umbreyting er ákvörðun.“ Í tilefni Janúarráðstefnu Festu 2026 fjallar Atvinnulífið um umhverfismálin í dag og á morgun. Janúarráðstefna Festu verður haldin í Hörpu á föstudag, en nánar má lesa um dagskrá ráðstefnunnar HÉR. Reyklausar borgir Birta er einn fyrirlesara Janúarráðstefnu Festu en hún segir að í sínu erindi muni hún meðal annars setja það í samhengi hvernig Ísland getur með sinni miðlun á reynslu og þekkingu hjálpað til við umbreytingu annars staðar. Eitthvað sem Birta segir okkur vera að gera nú þegar. Jafnvel þannig að samfélög með milljónir íbúa eru að breytast. Sem dæmi nefnir Birta íslenska fyrirtækið Arctic Green Energy sem síðustu tuttugu árin eða svo hefur nýtt jarðhitareynslu Íslands til útflutnings og tekið þátt í uppbyggingu stórra jarðhitaverkefna víða um heim. Arctic Green hefur til dæmis starfað mikið í Kína þar sem orkuskiptin hafa haft veruleg áhrif þar sem borgir með milljónir íbúa hafa verið hitaveituvæddar að íslenskri fyrirmynd og eru jafnvel markaðssettar sem reyklaus svæði, eða smog free.“ Fáar þjóðir, ef nokkrar aðrar, geta státað sig af því að búa jafn ríkulega yfir orku, þekkingu og reynslu tengdu endurnýjanlegri orku og Ísland, sem þó þurfti að reiða sig á innflutning á kolum og olíu fyrir ekkert svo löngu síðan. Eða allt þar til Ísland fór í gegnum þá umbreytingu að hitaveituvæðast. „Við erum kannski lítið samfélag en við erum gott dæmi um öflugt samfélag sem hefur þegar farið í gegnum umbreytingu og búum við kerfi sem hafa virkað í áratugi. Þess vegna horfa önnur lönd til okkar þekkingar þegar þau vinna að breytingum hjá sér,“ segir Birta. Birta segir miðlun þekkingar og reynslu til útlanda lið í því að auka á útflutningstekjur þjóðarinnar, efla samkeppnishæfni hennar og viðhalda forskoti. Ekki sé verið að gefa neina þekkingu frá okkur, það sé í raun ekki hægt.Vísir/Vilhelm Réttu gleraugun Birta nefnir líka ýmis verkefni sem Ísland vinnur að til stuðnings þróunarríkjunum, allt frá því að vera á sviði jarðhitanýtingar yfir í jafnrétti, mikilvægi menntunar eða uppbyggingu sjálfbærni hjá útsettari jaðarhópum. Löngum hafi Ísland getið sér góðs orðs í þessum stuðningi og starfi. En hvers vegna er Ísland að standa í þessu öllu saman? Hver er ávinningurinn okkar? „Persónulega finnst mér nægilega sterkt svar að með þessu starfi séum við að sýna samfélagslega ábyrgð og standa undir því að vera þjóð sem vill láta gott af sér leiða,“ segir Birta en bætir við: „En í raun erum við alltaf að styðja við markaðssókn fyrirtækja og lausna, auka útflutningstekjur landsins og tryggja að Ísland viðhaldi forskoti sínu.“ Enda ekkert gefins í raun. Við erum ekki að gefa neina þekkingu frá okkur, enda er varla hægt að gefa þekkingu því sama hvað við gerum lærum við alltaf eitthvað í staðinn. Það er farsælt sem Ísland getur verið að gera í þessum efnum sem ekki gerir okkur reynslunni ríkari fyrir vikið.“ Þá sé útflutningur á þekkingu og reynslu líka liður í því að auka á útflutningstekjur. „Miðlun á þekkingu og reynslu Íslendinga skilar mörgu til okkar. Með þekkingu byggjum við til dæmis upp fleiri hágæðastörf og fleira sem eykur líkurnar á því að viðhalda því forskoti sem við höfum.“ Staðreyndin sé líka sú að ein leiðin fyrir Ísland til að halda í lífsgæðin sín sé að auka útflutningstekjur. „Að miðla okkar þekkingu og reynslu er mikilvægur liður í því að auka á útflutningstekjur. Miðlun á þekkingu og reynslu Íslendinga þýðir líka uppbygging á hágæðastörfum og fleira sem styrkir okkur enn frekar og eykur líkurnar á að okkur takist að viðhalda því forskoti sem við höfum.“ Að þessu sögðu segir Birta það ekkert feimnismál að auðvitað þurfi Íslendingar líka að líta í eigin barm og velta fyrir sér því hvar er hægt að gera betur. „Við þurfum til dæmis að efla okkur í langtímahugsun. Því sú umbreyting sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna loftlagsbreytinga kallar á að við þurfum að sjá lengra en nef okkar nær og jafnvel lengra en nef barna okkar nær,“ segir Birta og bætir við: „Öll þessi orðatiltæki um að betur má ef duga skal, og sjaldan er góð vísa of oft kveðin, og svo framvegis, eiga því vel við í dag. Verkefnið okkar snýst um að setja á okkur maraþongleraugu frekar en gleraugu spretthlaupara og setja okkur í þá stellingu að vera til fyrirmyndar sem afl í umbreytingu.“
Sjálfbærni Orkuskipti Tengdar fréttir Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01 „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ „Hvað eiga sameiginlegt kúabændur í Eyjafirði, rauðskeggjaður prófessor á Seltjarnarnesi, garðyrkjubændur í Fljótsdalshéraði, Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eik fasteignafélag og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir?“ spyr Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor. 29. september 2025 07:01 Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01 „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12. mars 2025 07:00 „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þróunin er mjög hröð og það eru nokkrir verktakar sem eru til fyrirmyndar, segir Jónína Þóra Einarsdóttir, leiðtogi í sjálfbærni, öryggi og gæðum hjá Steypustöðinni. Sem á dögunum hlaut hvatningaverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála árið 2024. 8. nóvember 2024 07:03 Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Sjá meira
Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01
„Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ „Hvað eiga sameiginlegt kúabændur í Eyjafirði, rauðskeggjaður prófessor á Seltjarnarnesi, garðyrkjubændur í Fljótsdalshéraði, Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eik fasteignafélag og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir?“ spyr Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor. 29. september 2025 07:01
Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01
„Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12. mars 2025 07:00
„Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þróunin er mjög hröð og það eru nokkrir verktakar sem eru til fyrirmyndar, segir Jónína Þóra Einarsdóttir, leiðtogi í sjálfbærni, öryggi og gæðum hjá Steypustöðinni. Sem á dögunum hlaut hvatningaverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála árið 2024. 8. nóvember 2024 07:03