Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Jónas Sen skrifar 28. janúar 2026 07:00 Kristinn Óli og Jakob van Oosterhout fara með hlutverk Hrafns Önundarsonar og Gunnlaugs Ormstungu í rappsöngleiknum Ormstungu. Það er ákveðin bilun fólgin í því að skapa „rapp-söngleik“ byggðan á Íslendingasögu. Þjóðleikhúsið ákvað hins vegar að henda sér beint í djúpu laugina án kúts. Útkoman er vægast sagt eggjandi, enda voru fagnaðarlætin á frumsýningunni mikil. Ormstunga. Frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 24. janúar. Höfundar: Hafstein Níelsson og Ólíver Þorsteinsson. Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson. Tónlistarstjóri: Jóhannes Damian R. Patreksson. Danshöfundur: Liam Steel. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Hljóðhönnun: Brett Smith og Þóroddur Ingvarsson. Grípandi tónlist og klisjur Ormstunga er eftir Hafstein Níelsson og Óliver Þorsteinsson. Þeir báðir eru höfundar handrits, en tónlistin er eftir Hafstein - og Jói P, Jóhannes Damian R. Patreksson, kemur þar líka við sögu. Aðalpersónurnar eru þrjár, Gunnlaugur, Hrafn og Helga hin fagra. Snemma í sögunni lofast þau Gunnlaugur og Helga, en fyrst vill hann þó fara utan til að afla sér frama sem skáld. Það tekst honum, hann þykir svo beittur að hann fær viðurnefnið Ormstunga. Króli, Jakob og Rán fara með aðalhlutverkin í sýningunni. Hann lofar að koma til baka eftir umsaminn tíma og ganga að eiga Helgu. Þegar hann tefst erlendis nýtir fyrrum vinur hans en síðar óvinur, Hrafn, einnig skáld, tækifærið og gengur að eiga Helgu. Við heimkomu Gunnlaugs magnast hatrammar deilur skáldanna sem lykta með hólmgöngu þar sem báðir láta lífið. Þar sem þetta er nútímauppfærsla kveða persónurnar hér ekki bara rímur ofan í hálsmálið á sér. Nei, þær rappa stundum af slíkum krafti, takti og fjöri að orðin skjótast út eins og vélbyssukúlur. Tónlistin er kannski ekki neitt sem brýtur blað í tónlistarsögunni. En hún er grípandi og ég stóð mig að því að raula melódíur úr henni í sturtunni daginn eftir. Einhverjar söngleikjaklisjur koma stundum fyrir, en það er allt í lagi; klisjur mega alveg vera með. Lífið er jú ein stór klisja. Hægagangur og köld Lada, og svo kikkar túrbóið inn Sýningin var nokkra stund að komast í gang. Fyrsti hlutinn var í raun eins og gömul Lada Sport í 20 stiga frosti. Maður sat í sætinu, hélt niðri í sér andanum og bað til guðs að vélin myndi ekki drepa á sér á miðri Miklubraut og skilja okkur eftir í skammdeginu. Ástæðan fyrir þessu er að átökin byrja ekki fyrr en í seinni hlutanum. Þegar það gerist og vélin loksins hitnar, þá tekur hún hressilega við sér og spænir upp malbikið. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri kann þá list að búa til sjónarspil sem fyllir út í rýmið. Mögnuð stígandi var í verkinu; sýningin vatt upp á sig uns hún var orðin að alvöru veisluhöldum þar sem ekkert var til sparað. Kvíðakastið endurtók sig Stóra sviðið var nýtt út í hörgul – maður var eiginlega hræddur um að leikararnir dyttu ofan í áhorfendasalinn. Stór fleki, sem myndaði efri hæð sviðsins, var á stöðugri hreyfingu og ég – sem fékk kvíðakast á FlyOver Iceland – átti stundum erfitt með að horfa á það sem var að gerast á honum. Leikmyndin er nokkuð óvenjuleg og samanstendur af baðstofu og fljótandi sviði. Sviðsetningarnar einkenndust af dýnamískri hreyfingu og myndrænni frásögn sem hélt áhorfandanum við efnið (og kom í veg fyrir að maður kíkti á úrið). Leikhópurinn virkaði stundum sem einn líkami, eins konar grískur kór á sterum sem hreyfði sig í takt við bassann, eins og einhver hefði stjórnað þeim með fjarstýringu. Harmrænn hroki og leikarar mishittnir á tóna Króli, Kristinn Óli S. Haraldsson, sem er í einu aðalhlutverkinu, er auðvitað áberandi. En Jakob van Oosterhout axlar ábyrgðina sem titilpersónan Gunnlaugur af gríðarlegum krafti og er burðarás sýningarinnar. Áhrifamikið er að fylgjast með umbreytingu hans. Hann byrjar sem uppburðarlítill unglingur með stóra drauma, en smátt og smátt tekur myrkur hrokans yfir og heltekur hann með skelfilegum afleiðingum. Rán Ragnars kann að syngja og gerir það vel sem Helga fagra. Sönglega séð er það þó Króli, í persónu Hrafns, fyrst vinur og síðar óvinur, sem kveikir í púðrinu. Hann sannaði að hann á heima á stóra sviðinu; það gneistaði af honum. Rafmagn var í loftinu í hvert sinn sem hann opnaði munninn, svo mjög að ég var feginn að ég er ekki með hárkollu því þá hefði hún fokið af mér. Því miður gilti þetta ekki um alla. Þegar melódíurnar tóku við, kom í ljós að sumir leikararnir eru betri í að leika en að hitta á tóna. Einhverjir sungu eins og englar, aðrir eins og… tja, víkingar í karaókí. Flottar konur Testósterónið var samt ekki alls ráðandi. Rán Ragnarsdóttir í hlutverki Helgu hinnar fögru var með silfurtæra, hljómmikla rödd sem skar í gegnum allt rappið eins og bjartur geisli. Hún gat svo sannarlega sungið og vel það. Léttir var að heyra einhvern negla tónana þegar aðrir voru aðeins að „leita“ að þeim (og fundu þá ekki alltaf). Ólafía Hrönn stelur einni senu. Ólafía Hrönn Jónsdóttir stal svo senunni sem móðursjúki jarlinn Eiríkur í Noregi. Ég veit ekki hvað handritshöfundarnir voru að hugsa, eða hvað Ólafía var að spá, en útkoman var drepfyndin. Hver einasta hreyfing, hvert augnaráð – hún þurfti varla að segja orð til að salurinn lægi í hláturskasti. Hljóðið og hljómsveitin pottþétt Aðrir aðalleikarar voru líka flottir þótt þeir væru misjafnir söngvarar. Og hrósa verður tæknihliðinni sérstaklega, því það er oft Akkilesarhæll í sýningum af þessari tegund. Í verkum þar sem rapp og þungur taktur ráða ríkjum er hættan sú að textinn drukkni í bassanum og bergmálinu. Hér var hljóðmyndin hins vegar skotheld, skýr og í prýðilegu jafnvægi. Maður skildi hvert einasta orð sem hraut af vörum leikaranna, hvort sem það var hvíslað eða öskrað. Þar munaði ekki síst um frammistöðu hljómsveitarinnar. Hún var mjög sannfærandi þrátt fyrir þá vankanta sem áður voru upptaldir (þið vitið, karaókí-víkingarnir). Niðurstaða Ormstunga er djarft tilraunaverkefni sem tekst að mestu leyti vel. Eftir hæga byrjun rífur sýningin sig í gang og skilar áhorfandanum út í kvöldið með taktinn í hjartanu og nýja virðingu fyrir íslenskum fornsögum. Aðstandendum tekst að gera fornan arf að einhverju sem er ekki bara „merkilegt“ og menningarlegt, heldur skemmtilegt. Og það er, eins og skáldið sagði, ekki sjálfgefið. Gagnrýni Jónasar Sen Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Fleiri fréttir Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Rasistar í sumarbústað Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Ormstunga. Frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 24. janúar. Höfundar: Hafstein Níelsson og Ólíver Þorsteinsson. Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson. Tónlistarstjóri: Jóhannes Damian R. Patreksson. Danshöfundur: Liam Steel. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Hljóðhönnun: Brett Smith og Þóroddur Ingvarsson. Grípandi tónlist og klisjur Ormstunga er eftir Hafstein Níelsson og Óliver Þorsteinsson. Þeir báðir eru höfundar handrits, en tónlistin er eftir Hafstein - og Jói P, Jóhannes Damian R. Patreksson, kemur þar líka við sögu. Aðalpersónurnar eru þrjár, Gunnlaugur, Hrafn og Helga hin fagra. Snemma í sögunni lofast þau Gunnlaugur og Helga, en fyrst vill hann þó fara utan til að afla sér frama sem skáld. Það tekst honum, hann þykir svo beittur að hann fær viðurnefnið Ormstunga. Króli, Jakob og Rán fara með aðalhlutverkin í sýningunni. Hann lofar að koma til baka eftir umsaminn tíma og ganga að eiga Helgu. Þegar hann tefst erlendis nýtir fyrrum vinur hans en síðar óvinur, Hrafn, einnig skáld, tækifærið og gengur að eiga Helgu. Við heimkomu Gunnlaugs magnast hatrammar deilur skáldanna sem lykta með hólmgöngu þar sem báðir láta lífið. Þar sem þetta er nútímauppfærsla kveða persónurnar hér ekki bara rímur ofan í hálsmálið á sér. Nei, þær rappa stundum af slíkum krafti, takti og fjöri að orðin skjótast út eins og vélbyssukúlur. Tónlistin er kannski ekki neitt sem brýtur blað í tónlistarsögunni. En hún er grípandi og ég stóð mig að því að raula melódíur úr henni í sturtunni daginn eftir. Einhverjar söngleikjaklisjur koma stundum fyrir, en það er allt í lagi; klisjur mega alveg vera með. Lífið er jú ein stór klisja. Hægagangur og köld Lada, og svo kikkar túrbóið inn Sýningin var nokkra stund að komast í gang. Fyrsti hlutinn var í raun eins og gömul Lada Sport í 20 stiga frosti. Maður sat í sætinu, hélt niðri í sér andanum og bað til guðs að vélin myndi ekki drepa á sér á miðri Miklubraut og skilja okkur eftir í skammdeginu. Ástæðan fyrir þessu er að átökin byrja ekki fyrr en í seinni hlutanum. Þegar það gerist og vélin loksins hitnar, þá tekur hún hressilega við sér og spænir upp malbikið. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri kann þá list að búa til sjónarspil sem fyllir út í rýmið. Mögnuð stígandi var í verkinu; sýningin vatt upp á sig uns hún var orðin að alvöru veisluhöldum þar sem ekkert var til sparað. Kvíðakastið endurtók sig Stóra sviðið var nýtt út í hörgul – maður var eiginlega hræddur um að leikararnir dyttu ofan í áhorfendasalinn. Stór fleki, sem myndaði efri hæð sviðsins, var á stöðugri hreyfingu og ég – sem fékk kvíðakast á FlyOver Iceland – átti stundum erfitt með að horfa á það sem var að gerast á honum. Leikmyndin er nokkuð óvenjuleg og samanstendur af baðstofu og fljótandi sviði. Sviðsetningarnar einkenndust af dýnamískri hreyfingu og myndrænni frásögn sem hélt áhorfandanum við efnið (og kom í veg fyrir að maður kíkti á úrið). Leikhópurinn virkaði stundum sem einn líkami, eins konar grískur kór á sterum sem hreyfði sig í takt við bassann, eins og einhver hefði stjórnað þeim með fjarstýringu. Harmrænn hroki og leikarar mishittnir á tóna Króli, Kristinn Óli S. Haraldsson, sem er í einu aðalhlutverkinu, er auðvitað áberandi. En Jakob van Oosterhout axlar ábyrgðina sem titilpersónan Gunnlaugur af gríðarlegum krafti og er burðarás sýningarinnar. Áhrifamikið er að fylgjast með umbreytingu hans. Hann byrjar sem uppburðarlítill unglingur með stóra drauma, en smátt og smátt tekur myrkur hrokans yfir og heltekur hann með skelfilegum afleiðingum. Rán Ragnars kann að syngja og gerir það vel sem Helga fagra. Sönglega séð er það þó Króli, í persónu Hrafns, fyrst vinur og síðar óvinur, sem kveikir í púðrinu. Hann sannaði að hann á heima á stóra sviðinu; það gneistaði af honum. Rafmagn var í loftinu í hvert sinn sem hann opnaði munninn, svo mjög að ég var feginn að ég er ekki með hárkollu því þá hefði hún fokið af mér. Því miður gilti þetta ekki um alla. Þegar melódíurnar tóku við, kom í ljós að sumir leikararnir eru betri í að leika en að hitta á tóna. Einhverjir sungu eins og englar, aðrir eins og… tja, víkingar í karaókí. Flottar konur Testósterónið var samt ekki alls ráðandi. Rán Ragnarsdóttir í hlutverki Helgu hinnar fögru var með silfurtæra, hljómmikla rödd sem skar í gegnum allt rappið eins og bjartur geisli. Hún gat svo sannarlega sungið og vel það. Léttir var að heyra einhvern negla tónana þegar aðrir voru aðeins að „leita“ að þeim (og fundu þá ekki alltaf). Ólafía Hrönn stelur einni senu. Ólafía Hrönn Jónsdóttir stal svo senunni sem móðursjúki jarlinn Eiríkur í Noregi. Ég veit ekki hvað handritshöfundarnir voru að hugsa, eða hvað Ólafía var að spá, en útkoman var drepfyndin. Hver einasta hreyfing, hvert augnaráð – hún þurfti varla að segja orð til að salurinn lægi í hláturskasti. Hljóðið og hljómsveitin pottþétt Aðrir aðalleikarar voru líka flottir þótt þeir væru misjafnir söngvarar. Og hrósa verður tæknihliðinni sérstaklega, því það er oft Akkilesarhæll í sýningum af þessari tegund. Í verkum þar sem rapp og þungur taktur ráða ríkjum er hættan sú að textinn drukkni í bassanum og bergmálinu. Hér var hljóðmyndin hins vegar skotheld, skýr og í prýðilegu jafnvægi. Maður skildi hvert einasta orð sem hraut af vörum leikaranna, hvort sem það var hvíslað eða öskrað. Þar munaði ekki síst um frammistöðu hljómsveitarinnar. Hún var mjög sannfærandi þrátt fyrir þá vankanta sem áður voru upptaldir (þið vitið, karaókí-víkingarnir). Niðurstaða Ormstunga er djarft tilraunaverkefni sem tekst að mestu leyti vel. Eftir hæga byrjun rífur sýningin sig í gang og skilar áhorfandanum út í kvöldið með taktinn í hjartanu og nýja virðingu fyrir íslenskum fornsögum. Aðstandendum tekst að gera fornan arf að einhverju sem er ekki bara „merkilegt“ og menningarlegt, heldur skemmtilegt. Og það er, eins og skáldið sagði, ekki sjálfgefið.
Gagnrýni Jónasar Sen Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Fleiri fréttir Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Rasistar í sumarbústað Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira