Lífið

Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigur­vímu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Dagur Sigurðsson og Ása Inga Þorsteinsdóttir hafa verið að slá sér í einhverja mánuði, allavega síðan síðasta sumar.
Dagur Sigurðsson og Ása Inga Þorsteinsdóttir hafa verið að slá sér í einhverja mánuði, allavega síðan síðasta sumar.

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króata í handbolta, náðist á mynd í kossaflensi með Ásu Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Vinnuverndar, eftir sigur Króatíu á Sviss.

Króatíski fjölmiðillinn net.hr fjallaði um sigur króatíska landsliðsins á mánudag og birti þá myndir af parinu í hörkukossaflensi. Myndaröð af parinu má sjá á Instagram-síðu miðilsins hér að neðan.

Parið hefur verið saman í einhvern tíma en Ása birti mynd af Degi í myndaröð frá Króatíu í júlí 2025 þar sem þau fengu sér svaladrykk í sólinni.

Dagur, sem stundum er kallaður Daddi, er einn farsælasti handboltamaður og þjálfari landsins. Hann leiddi Þjóðverja til sigurs á EM 2016, þjálfaði Japana um árabil og hefur gert vel sem þjálfari Króatíu, náði silfri á HM 2025 og er kominn með liðið í undanúrslit á EM. Dagur var áður giftur Ingibjörgu Pálmadóttir og á með henni þrjú börn en þau skildu 2022.

Ása hefur verið framkvæmdastjóri Vinnuverndar frá 2023, var framkvæmdastjóri Stjörnunnar frá 2016 til 2022, þar áður þjálfari og framkvæmdastjóri Gerplu og landsliðsþjálfari íslenska fimleikalandsliðsins. 

Dagur er fæddur 3. apríl 1973 en Ása Inga 30. mars 1982 þannig það er níu ára munur á parinu.


Tengdar fréttir

Dagur Sig og Ingunn Sigur­páls nýtt par

Handboltagoðsögnin Dagur Sigurðsson er kominn á fast samkvæmt heimildum Vísis. Sú heppna heitir Ingunn Sigurpálsdóttir og er markaðsfulltrúi Bpro.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.