Innlent

Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar við­varanir

Lovísa Arnardóttir skrifar
Myndin er tekin eftir óveður á Stöðvarfirði í byrjun febrúar í fyrra.
Myndin er tekin eftir óveður á Stöðvarfirði í byrjun febrúar í fyrra. Aðsend

Alls voru 327 viðvaranir gefnar út árið 2025. Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári, alls nítján talsins. Þær tengdust allar sunnanillviðri sem gekk yfir landið dagana 5. og 6. febrúar 2025.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að heildarfjöldi viðvarana sé sambærilegur og síðustu tvö ár, en frá árinu 2018 hafa að meðaltali 367 viðvaranir verið gefnar út árlega.

Hér má sjá fjölda viðvaranna eftir landshlutum í fyrra. Veðurstofa Íslands

Samkvæmt tilkynningu var oftast varað við vindi og hríð, í 268 tilvikum, en 59 viðvaranir voru gefnar út vegna asahláku, eldinga, rigningar og snjókomu.

Svipaður fjöldi og síðustu ár en þó ekki jafn margar og árið 2022 eða 2020. Veðurstofa Íslands

Flestar viðvaranir voru gefnar út á sunnan- og vestanverðu landinu, í kringum 35 viðvaranir á hverju spásvæði. Heldur færri viðvaranir voru gefnar út norðaustan- og austanlands. Rauðar viðvaranir voru gefnar út á öllum spásvæðum nema á Vestfjörðum.

Rauðar viðvaranir voru 19 og voru allar vegna vinds. Veðurstofa Íslands
Hér má sjá fjölda viðvaranna eftir landshlutum í fyrra. Veðurstofa Íslands

Tengdar fréttir

„Það er allt á floti“

Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga.

Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið

Aftakaveður gengur yfir landið í dag. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi og er spáð hviðum upp í fimmtíu metra á sekúndu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×