Þegar vitlaust er gefið

Heimildarmynd sem fylgir eftir nokkrum íslenskum konum sem hafa greinst með BRCA stökkbreytinguna, áhrifunum á líf þeirra og ákvarðanir sem þær standa frammi fyrir. Skyggnst er inn í vísindin að baki rannsóknunum en 10 prósent íslenskra kvenna fá brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni og af þeim fær tíundi hlutinn meinið vegna þess að þær fæðast með stökkbreytingu í BRCA 2 geninu. Leikstjóri er Jón Gústafsson. Myndin var gerð að frumkvæði og á kostnað Íslenskrar erfðagreiningar með það að markmiði að fræða almenning um samspil sjúkdóma og vísinda og áhrifa þeirra á venjulegt fólk.

9065
31:35

Vinsælt í flokknum Stöð 2