Spilaður í New York Söngvarinn sæti Daníel Óliver gaf út sitt nýjasta lag, DJ Blow My Speakers á dögunum. Lagið hefur verið að gera góða hluti í Evrópu og meðal annars fengið góða umfjöllun á vefmiðlum að undanförnu. Það virðist þó ætla að verða vinsælt utan heimsálfunnar líka því útvarpsstöðin SiriusXM í New York spilaði lagið í gær. Daníel er búsettur í Svíþjóð en heldur til London í lok mánaðarins til að halda þar tónleika. Tónlist 13. september 2012 15:30
Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að birta nýtt myndband á myndbandavefnum YouTube, sem er að stærstum hluta tekið upp á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Myndbandið er við lagið „Mountain Sound". Umræddir tónleikar voru haldnir þann 7. júlí síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að miðborgin fylltist þetta sama kvöld. Hljómsveitinni þótti tónleikarnir takast svo vel að ákveðið var að nýta myndbandsefni sem var tekið upp í tónlistarmyndband og óskuðu eftir leyfi frá þeim sem birtust á myndunum til þess að fá að nýta sér þær. Tónlist 13. september 2012 15:04
Feðgar aftur til Toronto Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen, sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis, spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festival í Kanada á föstudaginn. Hátíðin er haldin 240 kílómetra norður af Toronto og státar jafnan af frambærilegum listamönnum hvaðanæva að úr heiminum. Stereo Hypnosis spilaði einnig á hátíðinni í fyrra við góðan orðstír. Harvest Festival er nú stærri í sniðum og umfangsmeiri en árin á undan. Tónlist 13. september 2012 10:30
Of Monsters setur nýtt met Fyrsta plata Of Monsters and Men, My Head Is an Animal hefur sett nýtt met á Tónlistanum, samkvæmt Félagi hljómplötuframleiðenda. Hún hefur setið í efsta sæti þessa íslenska sölulista samanlagt í átján vikur, sem er lengri tími en nokkur önnur plata hefur setið frá því listinn var fyrst birtur. Tónlist 13. september 2012 09:15
Mugison meðal jólagesta systkinanna Hinir árlegu jólatónleikar systkinanna KK og Ellenar verða í fyrsta sinn haldnir í Eldborgarsal Hörpunnar hinn 12. desember, eða 12.12.12. Kvöldið eftir spila þau í Hofi á Akureyri og hinn fjórtánda á Siglufirði. Tónlist 13. september 2012 09:06
Tónlistarleg ekkólalía Maður hefði haldið að undir kirkjutónlist flokkaðist eingöngu músík sem hefði trúarlega skírskotun. Svo þarf ekki að vera. Gagnrýni 12. september 2012 18:00
Dansleikur í Iðnó Diskótvíeykið ''Þú og Ég'' heldur dansleik í Iðnó ásamt ''Moses Hightower'', föstudagskvöldið 14. september. Hljómsveitirnar komu fyrst saman á Innipúkanum um nýliðna verslunarmannahelgi og þótti samstarfið heppnast með eindæmum vel. Því vildum við endurtaka leikinn fyrir þá sem sáu sér ekki fært að mæta. Tónlist 12. september 2012 18:00
Kláraði textann á sveitaloftinu Þegar hann mætti í upptöku á þáttunum í upphafi sumars fannst honum tímabært að ljúka við texta lagsins All, You, I, áður en það yrði tekið upp og fékk því að bregða sér í tölvuna á bænum og rumpa textanum af. Tónlist 12. september 2012 14:00
Sigur Ros biður breska tónleikagesti afsökunar Hljómsveitin Sigur Ros hefur beðist afsökunar á því að hafa bannað skipuleggjendum Bestival tónleikanna í Bretlandi að streyma atriði þeirra á tónleikunum á netinu. Samkvæmt vefnum Contatcmusic urðu tónlistarmennirnir lítt kátir þegar þeim var tilkynnt að atriði þeirra á tónleikunum yrði fært og þeir myndu koma fram fyrr um daginn, en þeir komu fram á tónleikunum á sunnudag. Töldu þeir að atriðið kæmi ekki eins vel út ef þeir myndu spila í björtu. Eftir að hafa spilað á tónleikunum skoðuðu tónlistarmennirnir myndskeið af atriði þeirra og neituðu að birta það á netinu. Þeir hafa núna beðist afsökunar á því. Tónlist 11. september 2012 15:44
Óskabyrjun á ferlinum Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Gagnrýni 11. september 2012 14:00
Tekur við góðri beinagrind "Hingað til hef ég verið Robin í þessu dæmi. Ætli ég sé ekki bara orðinn Hvell-Geiri núna?“ veltir Ágúst Már Garðarsson fyrir sér, en hann hefur tekið við umsjón tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról af blaðamanninum Arnari Eggerti Thoroddsen, sem nemur nú tónlistarfræði í Edinborg. Tónlist 11. september 2012 12:00
Moses Hightower á tónleikum Gogoyoko Margt var um manninn á fimmtudaginn þegar Moses Hightower og Snorri Helgason komu fram á tónleikum í tónleikaröðinni gogoyoko wireless, sem gogoyoko heldur í samstarfi við Smirnoff. Moses Hightower gáfu nýverið út plötuna Önnur Mósebók. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð. Tónlist 11. september 2012 09:27
Rokkjötnar verða líklega endurteknir „Það kemur allt til greina en það er ekkert búið að ákveða neitt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, spurður hvort Rokkjötnar verði endurteknir á næsta ári. Tónlist 11. september 2012 09:00
Lögin byrjuð að tínast inn „Við byrjuðum að taka á móti lögum fyrir undankeppni Eurovision síðastliðinn föstudag. Það er þegar farið að týnast inn og þar á meðal er komið eitt lag frá útlöndum. Lögin þurfa samt að vera frá Íslendingum komin að tveimur þriðju hlutum svo það þarf að athuga hvort það lag sé gjaldgengt í keppnina,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá RÚV. Tónlist 11. september 2012 08:00
Bræðralag rokksins í Kaplakrika Það voru sannkallaðir maraþonrokktónleikar í íþróttahúsinu í Kaplakrika á laugardaginn. Gagnrýni 10. september 2012 09:16
Ný plata og þrennir tónleikar Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Tónlist 10. september 2012 09:16
Flott fyrsta plata Futuregrapher LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlist 7. september 2012 08:54
Syngur aftur með Cave Söngkonan Kylie Minogue hefur tekið upp nýja útgáfu af dúetti sínum með Nick Cave, Where the Wild Roses Grow. Tónlist 7. september 2012 08:54
Dr. Dre er ríkastur Dr. Dre er ríkasti rappari heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Kappinn þénaði 110 milljónir dollara síðastliðið ár, eða um 13,5 milljarða króna. Tónlist 7. september 2012 08:54
Ætlar að safna hálfri milljón á vefsíðu Hljómsveitin Nóra ætlar að safna um hálfri milljón króna í gegnum vefsíðuna Pledgemusic.com. Peningarnir verða notaðir í gerð annarrar plötu sveitarinnar sem kemur út í haust. Tónlist 6. september 2012 17:30
London næst á dagskrá "Ég verð með tónleika á þekktum klúbb sem heitir Voyage voyage. Þar eru haldin regluleg klúbbakvöld þar sem kynntir eru skandinavískir listamenn sem þeim þykir hvað mest spennandi þá stundina,“ segir íslenska poppstjarnan Daníel Óliver, sem er búsettur í Svíþjóð en heldur tónleika í London nú 27. september. Tónlist 6. september 2012 13:00
Tónelskir læknar stíga á svið í nýrri tónleikaröð „Við köllum þessa uppákomu Tónelskir læknar taka lagið,“ segir hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson.„Við köllum þessa uppákomu Tónelskir læknar taka lagið,“ segir hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Tónlist 6. september 2012 07:00
Lýtur sömu lögmálum Baldur Ragnarsson kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Hann vílar ekki fyrir sér að tækla jafnt barnatónlist sem bárujárnsrokk og ýmislegt fleira. Tónlist 5. september 2012 11:30
Rokkarar fá Rokkjötnahúðflúr Listakonan Ýrr Baldursdóttir mun bjóða gestum tónlistarhátíðarinnar Rokkjötnar upp á ókeypis "airbrush-Rokkjötnatattú" sem síðar verður hægt að þvo af sér. Tónlist 5. september 2012 10:21
Cheek Mountain Thief innblásin af Húsvíkingum "Það má segja að platan hafi skrifað sig sjálf á meðan á dvölinni stóð og um leið varð ég enn ástfangnari af Íslandi," segir Mike Lindsay, söngvari bresku hljómsveitarinnar Tunng, um sólóplötu sína Cheek Mountain Thief. Tónlist 4. september 2012 14:30
Gleymmérei - nýtt lag og myndband frá Gabríel Myndband við nýjasta lag Gabríels, Gleymmérei, var frumsýnt á Vísi í dag. Gabríel fékk til liðs við sig vel valda listamenn, þar á meðal eru Björn Jörundur Friðbjörnsson sem sér um sönginn og Emmsjé Gauti sem rappar. Tónlist 4. september 2012 13:45
Rokk, ról og góðir gestir Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu. Tónlist 3. september 2012 15:00
Frumflutti óútgefið lag Sjonna "Þetta gekk ótrúlega vel. Það var rosalega gaman að fá að syngja þetta lag og leyfa fólki að heyra það,“ segir Þórunn Erna Clausen. Tónlist 1. september 2012 14:00
Fyrrum söngvari Can vill spila með Íslendingum Damo Suzuki, fyrrverandi söngvari þýsku hljómsveitarinnar Can, spilar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 3. október. Tónlist 1. september 2012 13:00