Fyrstu tónleikarnir á Íslandi Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun,“ segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Tónlist 4. desember 2008 05:30
Ætlar að syngja á íslensku „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig,“ segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. Tónlist 4. desember 2008 05:00
Semur kraftapopp Billie Joe Armstrong, forsprakki Green Day, segir að „kraftapopp" verði líklega allsráðandi á væntanlegri plötu sveitarinnar. „Mér finnst gaman að leika mér með útsetningar og skoða alltaf möguleikann á að semja „kraftapopp"," sagði Armstrong. Tónlist 4. desember 2008 03:30
Stóru B-in tvö sameinast Það verður mikið um dýrðir þegar Baggalútur og Buff leika saman á dansleik á Nasa um næstu helgi. Sveitirnar hafa gert ábreiður af hvort annars lögum. Tónlist 3. desember 2008 06:00
Íslendingar áberandi Hljómsveitin Sigur Rós á næstbestu plötu ársins samkvæmt heimasíðu bandaríska tónlistartímaritsins Pastemagazine. Mugison á jafnframt 25. bestu plötu ársins á listanum, Mugiboogie. Tónlist 3. desember 2008 06:00
Hljómsveit safnar gjaldeyri fyrir Ameríkuferð Strákarnir í Sprengjuhöllinni hafa fengið boð um að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku í mars á næsta ári. Annars vegar er það Canadian Music Week í Toronto og hins vegar South By Southwest í Austin í Texas, en forsvarsmenn beggja hátíða hrifust mjög af nýjustu plötu þeirra, Bestu kveðjur. Tónlist 3. desember 2008 05:00
Flugfreyjur syngja jólalög Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tækifæri. Tónlist 3. desember 2008 03:00
Elíza með samning Elíza Geirsdóttir Newman hefur gert höfundarréttarsamning við breska útgáfufyrirtækið Effective Music. Samningurinn nær yfir tvær plötur Elízu, annars vegar Empire Fallm sem kom út í fyrram og hins vegar næstu plötu hennar sem er væntanleg á næsta ári. Tónlist 2. desember 2008 08:00
Mugison fer í Icesave-tónleikaferð „Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn,“ segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Tónlist 2. desember 2008 05:00
Tónlistarfólk fundar Útflutningsráð íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, stendur fyrir kynningu á Tónlistarsjóði og Reykjavík Loftbrú í boði félaga tónlistarmanna og útgefenda á Café Rósenberg í kvöld. Tónlist 2. desember 2008 04:00
Haukur og Villi í veglegum útgáfu Tvær veglegar útgáfur með lögum hinna ástsælu söngvara Hauks Morthens og Vilhjálms Vilhjálmssonar eru að koma út. Platan með lögum Hauks, sem nefnist Með blik í auga, er þreföld og spannar allan feril hans. Alls eru 66 lög á þessum veigamikla safngrip, þar á meðal Lóa litla á Brú, Hæ Mambo, Til eru fræ og Simbi sjómaður. Tónlist 29. nóvember 2008 04:00
Í sömu deild og Stones Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, segir að hljómsveitin sé í sama klassa og goðsagnirnar í The Rolling Stones. „Allir vita hverjir við erum. Við erum pottþétt komnir í sömu deild og Stones núna,“ sagði Gallagher. „Allir hafa heyrt um Stones, allir vita hvernig þeir hljóma og allir vita hvað þeir gera.“ Tónlist 29. nóvember 2008 04:00
Veisla hefst í Hallgrímskirkju Á morgun hefst 27. starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju. Eins og undanfarin ár fer nýtt starfsár af stað með myndlistarsýningu og Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju. Tónlist 29. nóvember 2008 03:00
Lögin eru háð geðsveiflum Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Tónlist 28. nóvember 2008 06:45
Órafmagnaðir Fjallabræður Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. Tónlist 28. nóvember 2008 06:15
Emilíana með aðra tónleika Það seldist upp samdægurs á tónleika Emilíönu Torrini í Háskólabíói 13. desember og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið eftir. Miðaverð er 4.900 krónur en þar sem sérstakt ungmennaverð fyrir 13-16 ára gafst vel á Sigur Rósar tónleikana í Höllinni á dögunum verður sama tilboð í gangi á seinni tónleika Emilíönu. Miðasalan hefst í dag á midi.is en unglingamiðana er hægt að nálgast í verslun Skífunnar á Laugavegi gegn skilríkjum. Þessir miðar kosta eitt þúsund krónur og getur hver unglingur keypt tvo miða. Tónlist 28. nóvember 2008 05:00
Fór beint á toppinn Söngkonan Beyoncé fór beint á toppinn á Billboard-listanum í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sína, hina tvöföldu I Am… Sasha Fierce. Þetta er í þriðja sinn í röð sem hún fer beint á toppinn þar í landi með plötu. Tónlist 28. nóvember 2008 05:00
Eurobandið syngur með Söndru Kim í Þýskalandi Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Tónlist 28. nóvember 2008 05:00
Rífandi góðir dómar Jóhann Jóhannsson fær rífandi góða dóma fyrir nýju plötuna sína, Fordlandia. Platan er ósungin en segir sögur um misheppnaðar útópíur. Lagaheitin og útskýringar sem Jóhann birtir á netinu segja söguna. Gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafsins eru yfir sig hrifnir. Tónlist 28. nóvember 2008 03:45
Stóns loks á Íslandi Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. Tónlist 28. nóvember 2008 02:00
Cliff til liðs við Shadows á ný Söngvarinn Cliff Richard ætlar í tónleikaferð seint á næsta ári með sínum gömlu félögum í The Shadows í tilefni af fimmtíu ára afmæli hljómsveitarinnar. Tónlist 28. nóvember 2008 02:00
Stórbók og fleiri gersemar Viðhafnarútgáfur af ýmsu tagi hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár og verða sífellt íburðarmeiri. Trausti Júlíusson spáði í þróunina og skoðaði nýja spariútgáfu Sigur Rósar-plötunnar Með suð í eyrum við spilum endalaust. Viðhafnarútgáfur hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár. Tónlist 27. nóvember 2008 08:00
Skítatúr Spocks í spinningsal Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. Tónlist 27. nóvember 2008 07:00
Fórnaði mottunni fyrir nýju plötuna Brandon Flowers, söngvari hljómsveitarinnar The Killers, rakaði nýlega af sér yfirvaraskeggið sem hann hefur skartað síðustu ár. Ástæðuna segir hann vera að mottan hafi ekki samræmst nýrri stefnu sveitarinnar. Tónlist 27. nóvember 2008 06:45
Gaman á Græna hattinum Það verður gaman á Græna hattinum um helgina: á föstudagskvöld er það Margrét Guðrúnar og Bandið hans pabba en þá sveit skipa ekki ómerkari menn en: Ásgeir Óskarsson (Pelican, Stuðmenn, Þursaflokkurinn) trommur, Björgvin Gíslason (Náttúra, Pelican), gítar, Tómas Tómasson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn) bassi og Margrét Guðrúnar píanó og söngur. Tónlist 27. nóvember 2008 06:00
Rockville í fjórða sinn Tónlistarhátíðin Rockville er nú haldin fjórða árið í röð á Paddy's í Keflavík. Stuðið hefst í kvöld og stendur fram á sunnudagsmorgun. Mikill fjöldi hljómsveita kemur fram, þar á meðal Dr. Spock, Retro Stefson, Mammút, Agent Fresco, Fm Belfast, Slugs, Æla, Hellvar, Dark Harvest, Andrúm, Klaus, Miri, DLX ATX, Morðingjarnir og Sudden Weather Change. Miðaverði er haldið niðri sem kostur er, passi á kvöldin þrjú kostar 2.300 kr., en þúsund kall á stök kvöld. Tónlist 27. nóvember 2008 04:00
Megas kyssir jólasvein Megas & Senuþjófarnir blása til jólatónleika í Salnum í Kópavogi fimmtudagskvöldið 18. desember. Meiningin er að leika lög úr hnausþykkum lagasarpi meistarans og krydda pakkann með sérstaklega uppæfðum jólalögum, meðal annars smellinn „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“. Mun sá jólasveinn væntanlega gera ýmislegt fleira en að kyssa mömmuna. Miðasala á þetta einstaka tækifæri til að láta sjálfan Megas koma sér endanlega í jólafílinginn er hafin á midi.is. Tónlist 27. nóvember 2008 04:00
Sjúklegt basl og dálítið stress Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. Tónlist 27. nóvember 2008 03:30
Hálf öld aðskilur nafnana 52 ár, eða rúmlega hálf öld, skilur að nafnana Ragnar Bjarnason og Ragnar Sólberg sem eru báðir að gefa út sólóplötur núna fyrir jólin. Tónlist 27. nóvember 2008 02:45
Blender gerir upp árið Plata rapparans Lil" Wayne, Tha Carter III, hefur verið kjörin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Blender. Listar yfir plötur ársins fara smám saman að birtast og ríður Blender á vaðið með þessum nýja lista. Tónlist 27. nóvember 2008 02:30