Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­keypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“

Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg.

Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum

Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum.

Fíkniefnarannsókn á Raufar­höfn „langt frá því að vera lokið“

Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs.

Manna­nafna­nefnd: Nú má heita Kaleo

Hamína, Sky og Kaleo eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni. Þá má einnig heita Anída, Silfurregn og Dúni.

„Gervigreindargeðrof“ hrellir sál­fræðinga

Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera.

Nýir ofnar skemmast vegna súr­efnis í heita vatninu

Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því.

Sjá meira