Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Svona verður dag­skráin á 17. júní í Reykja­vík

Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Reykjavík á 17. júní á þriðjudaginn. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju en auk þess eru á dagskrá tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt.

Króli og Birta eiga von á barni

Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni.

Búinn að af­nema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup

Regluverk sem hefur gert veitingamönnum í Reykjavík lífið leitt að undanförnu hefur að hluta verið afnumið. Regluverkið olli því meðal annars að Kastrup þurfti að fresta opnun sinni á ný. Þá hyggst ráðherrann einnig aflétta regluverki sem hefur tafið fyrir opnun kaffirisans Starbucks á Íslandi.

Vinnu­slys við Suður­lands­braut

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir vinnuslys á vinnusvæði á Suðurlandsbraut upp úr hádegi í dag. Dælubíll slökkviliðs og tveir sjúkraflutningabílar voru kallaðir út vegna slyssins.

Eldur í bíl­skúr á Álfta­nesi

Eldur kom upp í bílskúr á Álftanesi rétt fyrir kl. 16 í dag. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út en svo virðist sem búið sé að slökkva eldinn.

Sjá meira