Dagskráin í dag: Íslendingaslagur og meistararnir mæta þjálfaralausir til leiks Það er að venju nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Tveir leikir fara fram í Bónus deild karla, Körfuboltakvöld tekur svo við og gerir alla umferðina upp. Þá er einnig Íslendingaslagur í Svíþjóð, toppslagur í Championship og ísköld viðureign í New York. 4.10.2024 06:02
Eigandi Nottingham Forest ákærður af enska knattspyrnusambandinu Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun eftir tap gegn Fulham síðustu helgi. 3.10.2024 23:31
Grótta tyllti sér á toppinn og KA fékk fyrstu stigin Grótta er í efsta sæti Olís deildar karla eftir 32-30 sigur gegn ÍBV í kvöld. KA reif sig upp af botninum með 28-24 sigri gegn ÍBV. Afturelding lagði Fram örugglega með fimm marka mun, 34-29. 3.10.2024 21:30
Bruno sá aftur rautt en Maguire bjargaði stigi í uppbótartíma Tíu menn Manchester United rétt björguðu stigi í uppbótartíma á útivelli gegn Porto. Allt stefndi í tap þrátt fyrir að gestirnir hafi tekið tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Bruno Fernandes sá rautt annan leikinn í röð. 3.10.2024 21:00
Andri Guðjohnsen lagði upp í tapi gegn Chelsea Andri Lucas Guðjohnsen lagði upp mark Gent í 4-2 tapi gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. 3.10.2024 21:00
Magdeburg missti heimsmeistaratitilinn Ungverska liðið Veszprém er heimsmeistari félagsliða eftir 34-33 sigur gegn þýska liðinu Magdeburg í framlengdum leik. Magdeburg hafði unnið keppnina fjögur ár í röð og var ósigrað í síðustu fimmtán leikjum fyrir þennan. 3.10.2024 19:30
Kristian meiddist | Elías hélt marki Midtjylland hreinu Níu leikir fóru fram síðdegis í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Kristian Hlynsson fór meiddur af velli, Elías Ólafsson hélt hreinu og Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliðinu. 3.10.2024 19:00
Martin mátti þola tap í fyrsta leik EuroLeague Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba Berlin, sem tapaði 77-87 fyrir Panathinaikos, í fyrsta leik evrópukeppni félagsliða í körfubolta, EuroLeague. 3.10.2024 18:29
Miðasala hafin á EM 2025 og skipulagning hafin fyrir 2029 Fimm formleg boð bárust til UEFA um að halda Evrópumót kvenna í knattspyrnu árið 2029. Frá Þýskalandi, Póllandi, Portúgal og Ítalíu, auk sameiginlegs boðs frá nágrannaþjóðunum Danmörku og Svíþjóð. 3.10.2024 17:31
Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Vitor Bruno, þjálfari Porto, hefur boðið kollega sínum hjá Manchester United, Erik Ten Hag, upp á vínglas eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. Staða beggja þjálfara þykir ótrygg. 3.10.2024 07:00