Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. 2.6.2025 09:24
Hákon mun slást við Kelleher um stöðuna Írski markmaðurinn Caoimhin Kelleher er að ganga til liðs við Brentford, þar sem hann mun berjast við landsliðsmanninn Hákon Rafn Valdimarsson um stöðu aðalmarkmanns. Átján milljón punda tilboð Brentford hefur verið samþykkt af Liverpool. 2.6.2025 08:59
Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Scottie Scheffler vann Minningarmótið annað árið í röð, titill sem einungis Tiger Woods hafði áður tekist að verja. Scheffler vann mótið með yfirburðum, fjórum höggum betur en næsti maður á eftir, og hefur nú unnið þrjú af fjórum mótum síðastliðinn mánuð. 2.6.2025 08:33
Sjáðu miðjumark Sverris, tvennu Tobiasar, rautt á Alex og Atla stela sigri Fimm leikir fóru fram í 10. umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í Hafnarfirði en mörk úr hinum fjórum leikjunum má finna hér fyrir neðan. 2.6.2025 08:06
Fögnuðu með skrúðgöngu í skugga óeirða Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. 2.6.2025 07:44
„Þetta mark átti ekki að telja“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er sannfærður um að þriðja markið í 3-1 tapi liðsins gegn Breiðabliks hefði ekki átt að standa. Bæði hafi Tobias Thomsen verið rangstæður og brotið af sér. 1.6.2025 21:52
„Á köflum kaffærðum við þá alveg“ „Ég er svo stoltur af liðinu. Í hreinskilni sagt þá hafa síðustu tveir leikir verið erfiðir. Þetta var okkar svar. Þetta er það sem þetta félag snýst um,“ sagði sigurreifur Tobias Thomsen sem skoraði tvennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Víkingi í stórleik Bestu deildarinnar í kvöld. 1.6.2025 21:23
Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 3-1 | Allt í hnút á toppnum Víkingar eru nú aðeins með eins stigs forskot á Blika á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir að Breiðablik vann frábæran 3-1 sigur í uppgjöri liðanna á Kópavogsvelli í kvöld, í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé. 1.6.2025 21:05
Lið Loga fer illa af stað Logi Tómasson og liðsfélagar hans í norska liðinu Stromsgodset hafa ekki farið vel af stað á tímabilinu. 0-3 tap á heimavelli varð niðurstaðan í dag gegn HamKam, sem Viðar Ari Jónsson og Brynjar Ingi Bjarnason leika með. 31.5.2025 15:57
Walker í vandræðum og verður ekki áfram hjá City AC Milan mun ekki festa kaup á Kyle Walker, sem hefur verið að láni frá Manchester City síðan í janúar. Walker er farinn aftur til Englands, til eiginkonu sem talar varla við hann, og er ekki hluti af framtíðaráformum félagsins. 31.5.2025 15:32