Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Hinn tvítugi Dean Huijsen, miðvörður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, virðist vera á leið til Real Madrid, sem vill ganga frá félagaskiptum fyrir HM félagsliða. Umboðsmenn Huijsen eru sagðir mættir til Madrídar til að ganga frá samningum. 15.5.2025 09:31
Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Raúl Asencio og þrír leikmenn sem spiluðu með honum í ungmennaliði Real Madrid, Ferran Ruiz, Andres Martin og Juan Rodriguez eru ásakaðir um að hafa í leyfisleysi tekið upp og dreift kynferðislegu myndefni af tveimur konum. Önnur þeirra var undir lögaldri. Rannsókn málsins er lokið og ákærur verða gefnar út á næstunni. 15.5.2025 09:01
Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Taiwo Awoniyi, framherji Nottingham Forest, var vakinn úr svefni eftir að hafa gengist undir aðra skurðaðgerð í gær og er sagður á batavegi í faðmi fjölskyldunnar. 15.5.2025 08:30
Úlfarnir í úrslit vestursins Minnesota Timberwolves tryggðu sér sæti í úrslitum vesturdeildar NBA annað árið í röð, með öruggum sigri í fimm leikja seríu gegn Golden State Warriors, 121-110 sigri í útsláttarleiknum í nótt. Boston Celtics héldu sér á lífi með sigri gegn New York Knicks. 15.5.2025 08:02
Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stefnt er að því að gera Pílukastsambandið að sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins á ársþingi þess um næstkomandi helgi. Formaður Pílukastsambandsins segir um jákvæða þróun að ræða fyrir íþróttina, „drykkjumót“ verði áfram til staðar. 14.5.2025 15:02
Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sunderland sló eigið áhorfendamet í undanúrslitaeinvígi Chamionship deildarinnar og er á leið í úrslitaleikinn á Wembley eftir hádramatískan 3-2 sigur gegn Coventry í gærkvöldi. 14.5.2025 09:31
Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Taiwo Awoniyi hefur verið haldið sofandi á gjörgæsludeild eftir að hann gekkst undir aðgerð á mánudagskvöld, eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum í kviðarholi á sunnudag, þegar hann klessti á stöngina í leik gegn Leicester. Awoniyi mun gangast undir seinni hluta aðgerðarinnar í dag. 14.5.2025 09:03
Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Cristiano Ronaldo Júnior klæddist treyju númer sjö og þreytti frumraun sína fyrir portúgalska undir fimmtán ára landsliðið þegar hann kom inn af varamannabekknum í 4-1 sigri gegn Japan. 14.5.2025 08:32
Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Indiana Pacers unnu einvígið gegn toppliði Cleveland Cavaliers í aðeins fimm leikjum og komust þar með í úrslit austurdeildar NBA annað árið í röð. Slakasta deildarkeppnislið sögunnar til að afreka það. 14.5.2025 08:00
Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Harry Kane varð Þýskalandsmeistari í gær og vann þar með fyrsta alvöru titilinn á sínum langa ferli. Markahrókurinn mikli hefur ekki enn handleikið málm en fagnaði titlinum í gærkvöldi með því að syngja lagið „We are the champions“ með Queen. 5.5.2025 07:00