„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla. 1.7.2025 09:30
Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Besti leikmaður heims, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí, er komin til móts við spænska landsliðið á æfingasvæðinu í Sviss eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús á Spáni vegna heilahimnubólgu. 1.7.2025 08:32
City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. 1.7.2025 07:21
Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Hitabylgja svífur nú yfir Bretlandseyjar og setur svip sinn á Wimbledon tennismótið sem fer þar fram. Svipaðar aðstæður komu upp fyrir áratug síðan og þá leið yfir boltastrák. Hitinn gæti orðið sá hæsti frá upphafi í ár en skipuleggjendur mótsins hafa lært af reynslunni og munu leyfa vatnspásur. 30.6.2025 16:47
Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu. 30.6.2025 15:47
Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Fimmtán daga skilorðsbundnum fangelsisdómi norska frjálsíþróttaþjálfarans og fjölskylduföðurins Gjert Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað af saksóknara, þrátt fyrir að upphaflega hafi hann farið fram á tveggja og hálfs árs fangelsi. 30.6.2025 14:15
Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss en virðist á sama tíma vera að ganga frá samningi við ítalska stórliðið Inter. Fréttamenn þar í landi slá því föstu að Karólína kvitti undir samning á allra næstu dögum. 30.6.2025 13:33
Þjálfari Botafogo látinn fara Botafogo hefur látið þjálfarann Renato Paiva fara eftir að hafa dottið út í sextán liða úrslitum HM félagsliða gegn öðru brasilísku liði, Palmeiras. 30.6.2025 12:48
Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Markmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson brákaði bein á fyrstu æfingunni á undirbúningstímabili FC Kaupmannahafnar og verður frá næstu fjórar vikurnar hið minnsta. 30.6.2025 12:14
Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Orri Steinn Óskarsson verður aðalframherji Real Sociedad á næsta tímabili ef hann nýtir undirbúningstímabilið vel. Sparnaðarsumar er framundan hjá liðinu og stór kaup ekki væntanleg, en breyting á leikkerfi liðsins líkleg undir nýjum þjálfara. Orri og Mikel Oyarzabal myndu þá ekki berjast um sömu stöðuna lengur. 30.6.2025 12:01