Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Lyngby og Aalborg, lið Sævars Atla Magnússonar og Nóels Atla Arnórssonar, eru bæði fallin úr dönsku úrvalsdeildinni. Sævar og félagar töpuðu 5-1 gegn Sönderjyske. Nóel og félagar töpuðu 2-3 gegn Silkeborg. Liðin munu mætast í þýðingarlausum leik í lokaumferðinni næstu helgi. 18.5.2025 16:42
Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Nítján ára gamli Keflvíkingurinn Gabríel Aron Sævarsson gerði sér lítið fyrir á Akureyri og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik gegn Þór, í 2-4 sigri Keflvíkinga sem settust í efsta sæti Lengjudeildarinnar. 18.5.2025 16:18
Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Jamie Vardy átti draumaendi á ferli sínum með Leicester City þegar hann skoraði 200. mark sitt fyrir félagið í 500. leiknum. Leicester fór með 2-0 sigur af hólmi gegn Ipswich. 18.5.2025 16:00
Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði í 4-2 tapi Fortuna Dusseldorf gegn Magdeburg í lokaumferð næstefstu deildar þýska fótboltans. Ísak var einn besti leikmaður Fortuna á tímabilinu, sem endaði í sjötta sæti deildarinnar. 18.5.2025 15:42
Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Guðmundur Þórarinsson skoraði í 3-3 jafntefli armensku meistaranna Noah gegn Urartu í 28. umferð armensku úrvalsdeildarinnar. 18.5.2025 15:26
Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Glódís Perla Viggósdóttir, klædd í þýskan þjóðbúning, fagnaði meistaratitlum Bayern Munchen fyrir framan troðfullt torg af fólki. Bæði karla- og kvennalið félagsins klæddu sig upp af tilefninu og skemmtu sér stórkostlega. 18.5.2025 15:06
Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Max Verstappen hjá Red Bull fagnaði öðrum sigri sínum í sjöunda kappakstri tímabilsins í Formúlu 1, sem fór fram á Imola brautinni í Emilia Romagna héraðinu á Ítalíu. 18.5.2025 14:54
Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri PSV er hollenskur meistari eftir 1-3 sigur gegn Sparta Rotterdam í lokaumferðinni. Kristian Hlynsson var í byrjunarliði Sparta Rotterdam og Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn af bekknum. Spörtungar stríddu PSV aðeins en gátu ekki aðstoðað Ajax, sem fleygði titlinum frá sér á lokakafla tímabilsins. 18.5.2025 14:40
Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Chelsea varð FA bikarmeistari með 3-0 sigri gegn Manchester United í úrslitaleik á Wembley. Titilinn var sá þriðji á tímabilinu hjá Chelsea sem bar höfuð og herðar yfir önnur lið á Englandi. 18.5.2025 14:35
Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Stórkostleg stemning myndaðist og stóð yfir síðasta leik karlaliðs Everton í Guttagarði, Goodison Park, í 2-0 sigri gegn Southampton. Iliman Ndiaye skoraði bæði mörkin. 18.5.2025 13:03