Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Fyrrverandi skrifstofustjóri fær ekki tæpar 24 milljónir króna sem Landsréttur hafði dæmt honum vegna niðurlagningar á stöðu hans. Hæstiréttur telur ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að staðan hefði verið lögð niður gagngert til að losna við skrifstofustjórann. 7.11.2024 09:40
„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7.11.2024 08:39
Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Sjúkratryggingar Íslands hafa verið sýknaðar af miskabótakröfu konu, sem eggjastokkur var fjarlægður úr án samþykkis hennar. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar þar sem ekki var talið að lög um sjúklingatryggingar næðu yfir miskabótakröfu konunnar. 7.11.2024 07:30
Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Héraðsdómur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af öllum kröfum Sýnar í máli sem sneri að hálfrar milljónar króna sekt, sem nefndin lagði á Sýn vegna dulinna auglýsinga í raunveruleikaþáttunum LXS, sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Sýn krafðist þess að sektin yrði endurgreidd og vísaði meðal annars til þess að félagið hefði ekkert fengið greitt fyrir auglýsingar í þættinum. 6.11.2024 14:19
Linkedin sektað um tugi milljarða Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað samskiptamiðilinn Linkedin um 310 milljónir evra, sem eru um 46 milljarðar króna, fyrir brot á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, GDPR. 6.11.2024 10:36
Aukning í ferðalögum til landsins Icelandair flutti 409 þúsund farþega í október, 12 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 35 prósent á leið til Íslands, 17 prósent frá Íslandi, 42 prósent ferðuðust um Ísland og 6 prósent innan Íslands. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur aukist á nýjan leik eftir minni eftirspurn mánuðina á undan. 6.11.2024 10:06
Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. 6.11.2024 09:44
Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Samhliða forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær voru atkvæði greidd um rétt kvenna til þungunarrofs í nokkrum ríkjum. Íbúar Flórída urðu fyrstir til þess að fella tillögu um stjórnarskrárbreytingu sem festir réttinn í sessi. 6.11.2024 08:07
Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Karlmaður á Vesturlandi hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, meðal annars með því að hafa ógnað barnsmóður sinni með haglabyssu. Konan kvaðst fyrir dómi hafa verið búin að kveðja börnin sín í huganum umrætt sinn. 5.11.2024 15:49
Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5.11.2024 13:55