Síbrotapar dældi ítrekað á bílinn án þess að borga Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir. 29.1.2024 15:27
Nú má heita Pomóna Nift Meðlimir Mannanafnanefndar virðast hafa verið í góðu skapi á síðasta fundi nefndarinnar, þegar allar beiðnir voru samþykktar. Meðal nafna sem færð voru í mannanafnaskrá voru Pomóna, Nift og Magnína. 29.1.2024 13:54
Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í höfn Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Hraunavina, Landverndar, Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023, um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. 29.1.2024 12:36
Braut tennur konu sem sakaði frænda hennar um nauðgun Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem framin var á Götubarnum á Akureyri árið 2022. Sú sem fyrir árásinni varð hafði átt í útistöðum við mann í fylgd með konunni vegna meints kynferðisbrots hans gegn mágkonu brotaþola. 29.1.2024 12:07
Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. 25.1.2024 16:56
Rafmagn komið á að nýju Rafmagn fór af miðbæ Reykjavíkur og svæðum í kring vegna háspennubilunar laust fyrir klukkan 16. 25.1.2024 16:00
Hættumat fært niður en hætta af sprungum enn mjög mikil Hætta í tengslum við sprungur innan Grindavíkur er áfram metin mjög mikil í uppfærðu hættumati. Heildarhættumat fyrir Grindavík hefur verið fært niður í appelsínugult, töluverð hætta. 25.1.2024 15:19
Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25.1.2024 14:22
Myndband: Eldingum laust niður á höfuðborgarsvæðinu Upptökur úr vefmyndavélum á Perlunni sýna tvær öflugar eldingar, sem laust niður vestan við Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun. 25.1.2024 10:37
Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. 25.1.2024 09:48