Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum, 4,2 prósent. 29.4.2025 09:30
Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna. 28.4.2025 16:09
Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Allt flug Icelandair og Play til og frá Íberíuskaganum í dag er á áætlun. Flugfélögin fylgjast þó grannt með stöðu mála og hvetja farþega til að gera slíkt hið sama. 28.4.2025 13:34
Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund á miðvikudaginn til að fjalla um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. 28.4.2025 11:19
Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist tilkynning um hópnauðgun um páskana. Frásögn af ætlaðri hópnauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku gengur nú sem eldur í sinu á Internetinu. 28.4.2025 10:51
Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Lögmaður aðstandenda Sólons heitins Guðmundssonar fer hörðum orðum um Icelandair, sem hann segir ekki hafa tekið með réttum hætti á einelti í garð Sólons á vinnustaðnum. Icelandair hafi stillt honum upp við vegg og hann sagt upp störfum í kjölfarið. Tveimur dögum síðar svipti Sólon sig lífi. Þá hafi hann verið látinn fljúga þrátt fyrir að vera vansvefta og með stuttan þráð vegna málsins. 28.4.2025 07:05
Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir ökumenn á að frá og með 15. apríl ár hvert er ekki heimilt að aka á nagladekkjum. Þó mun lögreglan ekki byrja að beita sektum fyrr en 5. maí næstkomandi, þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins. 25.4.2025 15:47
Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. 25.4.2025 14:12
Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Íslenska ríkið er eigandi vatnsréttinda jarðarinnar Engjaness í Árneshreppi, sem er í eigu ítalska barónsins Felix von Longo-Liebenstein. Baróninn hefur samið við orkufyrirtæki um sölu afnota vatnsréttindanna vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Umtalsverðir fjármunir voru undir í málinu og ríkið hefur lýst því yfir að það muni ganga inn í samninginn. 25.4.2025 13:28
Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Í umsögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, um fjármálaáætlun 2026 til 2030 er fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar mótmælt nokkuð hressilega. Ríkisstjórnin er sögð ætla að draga úr umsvifum hins opinbera í hagkerfinu, án nokkurs rökstuðnings, á sama tíma og þarfir almennings aukast og verða flóknari. 23.4.2025 16:56