„Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það hafa verið hrikalega erfitt fyrir sig að fylgjast með umræðunni í kringum fyrsta stórmótið sem Ísland fór á undir Snorra Steins. Honum bregður stundum orðfærið og dónaskapurinn sem finna má í umræðunni um landsliðið. 7.11.2025 11:31
„Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári Lamude segir það hafa orðið fljótt ljóst eftir sigur með Vestra í bikarúrslitum gegn Val að hann yrði ekki áfram með liðið á næsta ári. Hlutir sem áttu sér stað í kringum og eftir þann leik sitja enn í honum, þó sé enginn biturleiki til staðar. 7.11.2025 09:32
Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Eftir farsælan tíma hjá Vestra tekur Davíð Smári við liði Njarðvíkur í Lengjudeildinni í fótbolta sem var ekki langt frá því að tryggja sig upp í Bestu deildina á nýafstöðnu tímabili. Hann er óhræddur við að leggja spilin á borðið varðandi markmið sitt með liðið á því næsta. 7.11.2025 07:30
Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það mikið áfall að hafa landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson hafi ekkert geta spilað með liðinu í undankeppni HM. Hákon Arnar Haraldsson hafi hins vegar vaxið mikið í fyrirliðahlutverkinu í hans fjarveru. 6.11.2025 11:02
„Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, ber virðingu fyrir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk sem Blikar mæta í dag í Sambandsdeild Evrópu. Shakhtar hefur þurft að glíma við áskoranir undanfarinn áratug sem fá félög geta tengt við. 6.11.2025 10:00
Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Damir Muminovic er á förum frá Breiðabliki eftir að núverandi samningur hans rennur sitt skeið í lok þessa árs. Honum verður ekki boðin nýr samningur hjá Blikum. 5.11.2025 14:51
Mál Alberts truflar landsliðið ekki Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, segir mál landsliðsmannsins Alberts Guðmundssonar, sem nú er tekið fyrir í Landsrétti, ekki trufla liðið í undirbúningi fyrir mikilvæga leiki í undankeppni HM í næstu viku. 5.11.2025 14:35
Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vissulega ekki vera draumastöðu að hafa dregist með ríkjandi heims- og Evrópumeisturum í riðil í undankeppni HM 2027, verkefnið sé þó ekki óyfirstíganlegt og spennandi tilhugsun sé að taka á móti stærstu stjörnum kvennafótboltans hér heima. 4.11.2025 14:00
Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur David Ornstein, blaðamaður The Athletic segir það staðfasta skoðun sænska framherjans Alexander Isak að hann muni aldrei aftur spila fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United jafnvel þó að hann verði ekki seldur í yfirstandandi félagsskiptaglugga. 12.8.2025 13:03
Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson átti góða byrjun á US Amateur Championship mótinu sem haldið er á The Olympic Club í San Fransisco og er í fimmta sæti, tveimur höggum á eftir efstu kylfingum eftir fyrsta hring. 12.8.2025 09:32