Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“ Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta. 7.9.2023 14:21
Markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar „ekki klár“ í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa valið Bryndísi Örnu Níelsdóttur, leikmann Vals og markahæsta leikmann Bestu deildarinnar í landsliðið því hún sé ekki alveg klár í það. 7.9.2023 13:50
Sandra lítið spilað en er valin í landsliðið: „Stend og fell með þessari ákvörðun“ Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið. 7.9.2023 13:45
Í blíðu og stríðu: „Ég ætla fá að standa fyrir það sem ég vil standa fyrir“ Hjónin Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir hafa staðið í ströngu með kvennaliði Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Fall Selfyssinga úr Bestu deildinni hefur verið staðfest en Björn er þjálfari liðsins og Sif leikmaður. 7.9.2023 12:00
Mikilvægi leiksins kýrskýrt í huga Åge: „Verðum að mæta til leiks á fullu gasi“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun. Íslenska landsliðið verður að sækja þrjú stig til þess að halda möguleikum sínum í riðlinum á floti. 7.9.2023 11:30
Nóg komið af nefndum: Jóhann Berg ræddi við Katrínu í morgun Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, lagði það til við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands í morgun að Ísland þyrfti á þjóðarleikvangi, líkt og liðið spilar á í Lúxemborg á morgun, að halda hér heima. 7.9.2023 11:16
Draumur Björgvins að færa íþróttir enn nær því að vera fyrir alla Íþróttanefnd ríkisins auglýsir nú eftir umsóknum í Íþróttasjóð fyrir næsta ár. Formaður nefndarinnar, íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Björgvin Páll Gústavsson segir svona sjóð skipta alveg gríðarlega miklu máli en umsóknarfrestur um úthlutun úr sjóðnum er opinn fram í byrjun október. 6.9.2023 17:30
Markahæsti leikmaður HM semur við Manchester United Markahæsti leikmaður svo til nýafstaðins HM kvenna í fótbolta, hin japanska Hinata Miyazawa, hefur samið við efstu deildar lið Manchester United. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu á heimasíðu sinni. 6.9.2023 17:01
Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6.9.2023 16:51
Hermoso leggur inn kvörtun til saksóknara vegna forsetans Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, sem mátti þola óumbeðinn rembingskoss frá forseta spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar glæsts sigurs á HM í sumar, hefur lagt inn saksóknaraembættisins á Spáni vegna hegðunar forsetans, Luis Rubiales. 6.9.2023 13:57