Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu, og rigningu með köflum á norðanverðu landinu. 7.8.2025 07:23
Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. 7.8.2025 06:40
Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Eigandi bíls þar sem í var að finna eitthvert magn bensínbrúsa og ýmsan annan búnað hefur verið handtekinn. 7.8.2025 06:12
Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Matvælastofnun hefur sektað bónda í Norðausturumdæmi um 260 þúsund króna vegna flutnings hans á kú í sláturhús á Akureyri fimm dögum eftir burð. Kýrin drapst á leiðinni í sláturhúsið. 6.8.2025 09:56
Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi sé sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Einungis veiddist makríll austur af landinu. 6.8.2025 08:53
Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju. Um er að ræða nýtt fyrirtæki á viðburðamarkaðnum sem hóf göngu sína í vor. 6.8.2025 08:41
Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Tveir skjálftar yfir þrír að stærð mældust á áttunda tímanum í morgun á Reykjaneshrygg, um 25 kílómetrum suðvestur af Eldey. 6.8.2025 08:34
Walking Dead-leikkona látin Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri. 6.8.2025 07:28
Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítið lægð suðvestur af landinu hreyfist austur á bóginn og mun úrkomusvæði hennar fara yfir sunnan- og vestanvert landið í dag. 6.8.2025 07:09
Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Fjöldi fólks kom saman í hljóðri bæn í japönsku borginni Hírósíma í dag til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkin vörpuðu á borgina fyrir áttatíu árum. 6.8.2025 06:58