Allhvass vindur og mikil úrkoma vestantil Lægðir á Grænlandshafi í samvinnu við hæð við Bretland munu beina hlýju og mjög röku lofti úr suðri til landsins á næstunni. 30.8.2024 07:09
Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna. 29.8.2024 14:19
Hafa fundið fimm bílanna Lögregla höfuðborgarsvæðisins og starfsmenn Heklu hafa fundið fimm af þeim sex bílum sem stolið var úr húsnæði Heklu við Laugaveg í Reykjavík á þriðjudagskvöld. 29.8.2024 13:44
Gul viðvörun vegna mikilla rigninga Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á vestanverðu landinu á morgun og hinn vegna mikillar rigningaspár. 29.8.2024 12:42
Verður meðal stærstu hluthafa og tekur við stjórnarformennsku Håkon André Berg verður nýr starfandi stjórnarformaður landeldisfyrirtækisins GeoSalmo. Samhliða því að taka við stjórnarformennsku fjárfestir Håkon í félaginu og verður meðal stærstu hluthafa félagsins. 29.8.2024 12:24
Halla og Björn hittu Macron-hjónin í París Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason hittu frönsku forsetahjónin Emmanuel og Brigitte Macron í Elysee-höll í París í gær. 29.8.2024 11:39
Engar nýjar vísbendingar borist lögreglu Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hamraborgarmálinu svokallaða stendur enn yfir. Engar nýjar vísbendingar eða upplýsingar hafa borist og hefur sá sem handtekinn var nokkrum vikum eftir þjófnaðinn enn einn stöðu sakbornings í málinu. 29.8.2024 10:14
Björguðu manni úr sjálfheldu nærri Rauðfeldsgjá Björgunarsveitarmenn björguðu í gær manni sem hafði komið sér í sjálfheldu í gili austan Rauðfeldsgjár á Snæfellsnesi. 29.8.2024 07:30
Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29.8.2024 07:14
Víða þurrt og bjart en bætir í vind í kvöld Útlit er fyrir fremur hæga vestlæga átt í dag og að víða verði þurrt og bjart veður, en skýjað og dálítil væta norðaustanlands fram yfir hádegi. 29.8.2024 07:08