Vornanen kastað úr þingflokknum Finnski stjórnarflokkurinn Sannir Finnar hefur vísað þingmanninum Timo Vornanen úr þingflokknum. Ástæðan er að lögregla rannsakar nú atvik þar sem Vornanen skaut úr byssu eftir heimsókn á næturklúbb síðastliðinn föstudag. 2.5.2024 12:57
Áfram landris og óvissa um framhaldið Enn mælist landris við Svartsengi og heldur þrýstingur því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Hraunflæði úr gígnum sem gýs úr hefur farið minnkandi síðustu daga, en skjálftavirkni á svæðinu aukist. 2.5.2024 12:39
Bein útsending: Stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði Askur – mannvirkjarannsóknasjóður og Rannís bjóða standa fyrir fundi um stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði og hefst hann klukkan 10. Hægt að fylgjast með fundinum í streymi í spilaranum að neðan. 2.5.2024 09:58
Hljómborðsleikari ELO fallinn frá Richard Tandy, hljómborðsleikari bresku sveitarinnar Electric Light Orchestra (ELO), er látinn, 76 ára að aldri. 2.5.2024 08:49
Eldur í ruslageymslu í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan átta í morgun eftir að eldur kom upp í ruslageymslu fjölbýlishúss í Hafnarfirði. 2.5.2024 08:20
Engir palestínskir fánar í Eurovision-höllinni Skipuleggjendur Eurovision hafa ákveðið að banna palestíska fánann og skilti með pólitískan boðskap inni í Malmö Arena þar sem keppnin fer fram dagana 7. til 11. maí. 2.5.2024 07:37
Víðast dálitlar skúrir en bjartara norðanlands Lægðasvæði fyrir vestan land stýrir veðrinu á landinu og það er útlit fyrir fremur rólega sunnanátt næstu daga. 2.5.2024 07:13
Birna sett sýslumaður á Vesturlandi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumanninn á Norðurlandi vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní næstkomandi til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti. 30.4.2024 12:51
Bein útsending: Kynna skýrslu um aðra orkukosti Kynning á skýrslu starfshóps Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um aðra orkukosti sem fer fram á blaðamannafundi sem hefst klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan. 30.4.2024 10:30
Grænt ljós á Láka og Flata en ekki Libyu Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Kaya, Flati, Láki, Jones og Arianna. Eiginnafnið Libya hlaut þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 30.4.2024 08:30