
Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu, og éljum á norðaustanverðu landinu. Bjart verður að mestu sunnanlands.
varafréttastjóri
Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu, og éljum á norðaustanverðu landinu. Bjart verður að mestu sunnanlands.
Blaðamannaverðlaun ársins 2024 verða afhent í Sykursal í Grósku í dag og hefst útsending frá verðlaunaafhendingu klukkan 17.
Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jakup Chojnowski, 27 ára pólskum ríkisborgara.
Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7 prósent í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Verðlag hefur hækkað í Bónus um 1,8 prósent frá desember, og verð mælist sem fyrr lægst í Prís.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, mættu í morgun til Hafnar í Hornafirði í sína fyrstu opinbera heimsókn innanlands frá því að Halla tók við embætti forseta í sumar.
Sigurjón Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Nóa Síríus hf. og þá hefur Birna María Másdóttir verið ráðin markaðsstjóri fyrirtækisins.
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Coca-Cola á Íslandi og hefur hún þegar hafið störf.
Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin.
Fagleg ánægja og stolt starfsmanna auglýsingastofa er hátt hér á landi og í takt við evrópskt meðaltal. Bjartsýni starfsfólks á framtíð greinarinnar er meiri en annars staðar í Evrópu en á sama tíma finnur starfsfólk fyrir mestri streitu.