Nýtt líf í tuskunum í Trendport Hjón sem eru búin að fá nóg af fatasóun hér á landi hafa ákveðið að opna markað þar sem hægt er að koma með notuð föt og selja í umboðssölu. Þau hafa fengið afar jákvæð viðbrögð hjá fólki sem oft er með fulla skápa af klæðnaði sem það notar sjaldan eða aldrei. 31.3.2019 19:15
Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31.3.2019 12:30
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31.3.2019 12:15
Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26.3.2019 20:00
Mótmæla lokunum á Laugavegi: „Við viljum náttúrulega fá Íslendinga í miðbæinn“ Bolli Ófeigsson, gullsmiður hjá Gullsmiðju Ófeigs, segir almenna óánægju á meðal verslunarfólks á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg með þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að loka til frambúðar Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti og neðri hluta Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. 19.3.2019 16:00
Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. 18.3.2019 19:15
Engin loðnuveiði á þessari vertíð og gríðarlegt tjón Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. 12.3.2019 19:00
Verkfallsboðunin ákall um að SA komi með raunhæft tilboð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. 12.3.2019 16:17
Segir erlend hópferðabifreiðafyrirtæki undirbjóða þau íslensku Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. 11.3.2019 20:30
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11.3.2019 19:45