„Það er hart sótt að okkar fólki“ Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Fjöldi landsmanna kom saman í kröfugöngu í miðbæ Reykjavíkur og var gengið niður að Ingólfstorgi þar sem fram fór fjölmennur útifundur. 1.5.2024 21:01
Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. 1.5.2024 12:08
Verkalýðsbaráttan aldrei verið jafn mikilvæg Hátíðarhöld fara fram um allt land í dag vegna Verkalýðsdagsins 1. maí. Formaður VR segir verkalýðsbaráttuna sjaldan hafa verið jafn mikilvæga og í dag. 1.5.2024 11:55
Óttast að saga slökkviliða á Íslandi glatist Slökkviliðsminjasafn Íslands verður tæmt á næstu vikum eftir tíu ára rekstur. Umsjónarmenn safnsins óttast að saga slökkviliðsmanna á Íslandi muni glatast að einhverju leyti við brotthvarfið. 28.4.2024 22:06
Fundu hræ fimm hvolpa í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra. 28.4.2024 17:08
Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28.4.2024 16:31
Fjölmennt í framboðsteiti Arnars Þórs í Iðnó Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi og lögmaður, bauð stuðningsmönnum sínum í framboðsgleði í Iðnó á föstudagskvöld. Fjöldi fólks sótti viðburðinn. 28.4.2024 15:32
Sigurvin dró smábát í land Klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunarskipsins Sigurvins kölluð út vegna smábáts rétt utan Flatey á Skjálfanda. Bilun hafði orðið í kælikerfi vélar sem var til þess að allur kælivökvi fór af kerfi smábátsins. 28.4.2024 15:06
Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28.4.2024 13:56
Karlremba sé komin í tísku Kynjafræðingur óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. Umræða um að það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki sé mjög alvarleg. 28.4.2024 11:50