Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lík­lega engin stór loðnu­torfa fyrir suð­austan

Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 

Ráðast í undir­búning að­gerða eftir tíu daga náist ekki samningar

Samninganefndir Fagfélaganna, Matvís, Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), hafa gefið fulltrúum sínum við samningaborðið tíu daga til að ná saman við Samtök atvinnulífsins (SA) um nýjan kjarasamning. Takist það ekki munu nefndirnar hefja undirbúning aðgerða.

Leik­skólarnir aldrei þurft að loka deild eftir styttingu dvalar­tíma

Eftir að Kópavogsbær tók upp fyrirkomulag þar sem leikskóladvöl barna er gjaldfrjáls sex tíma á dag hefur enginn leikskóli í sveitarfélaginu þurft að loka deild fyrr en venjulega vegna manneklu. Nú er minnihluti barna þar í leikskólanum átta tíma á dag eða lengur.

Búast við svipaðri kviku­söfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar

Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars.

Fjögur hundruð þúsund í­búar á Ís­landi, en samt ekki

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár eru fjögur hundruð þúsund íbúar með skráð lögheimili á Íslandi. Að mati fjármálaráðuneytisins erum við þá hvergi nærri þeirri tölu, heldur er hún ofmetin upp á sirka fjórtán þúsund manns. 

Verð­bólga haldi á­fram að hjaðna

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 

Sveitar­fé­lögin gætu sam­einast í sumar

Við vinnu að sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar er gert ráð fyrir að sameiningin geti tekið gildi þann 1. júní næstkomandi, svo lengi sem hún sé samþykkt í íbúakosningu. Verkefnahópur hefur síðustu vikur skoðað mögulega sameiningu.

Fær sínu fram­gengt í stóra aparólu­málinu á Ísa­firði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Sjá meira