Mál Eddu hljóti að vera einsdæmi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær. 3.12.2023 15:31
Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. 3.12.2023 11:59
Bandaríkjamenn setja pressu á Kínverja Það dró til stórra tíðinda í dag á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin hétu því að loka öllum kolaorkuverum sínum. Ísland er stofnmeðlimur loftslagshamfarasjóðs sem settur var á laggirnar í dag. 2.12.2023 20:00
Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. 2.12.2023 15:50
Ísland verði að beita sér af krafti Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg. 2.12.2023 12:14
Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1.12.2023 12:07
„Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1.12.2023 11:25
Bein útsending: Gaza einræðurnar í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið tekur þátt í verkefni ASHTAR-leikhússins í Palestínu þar sem hinar svokölluðu Gaza-einræður verða lesnar í leikhúsum um allan heim. Dagurinn í dag er alþjóðlegur dagur samstöðu með palestínsku þjóðinni. 29.11.2023 10:45
Umhugsunarvert hversu margar íbúðir eru í eigu ferðaþjónustunnar Tveir þriðju íbúða í fjölbýlishúsi nálægt miðbæ Reykjavíkur eru í eigu félags sem leigir þær út til ferðamanna. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs segir að mögulega hafi orðið forsendubreyting þarna. 29.11.2023 08:15
Fílahjörð réðist að fjölskyldu eftir að keyrt var á fílsunga Fílahjörð traðkaði á bíl á hraðbraut í Malasíu eftir að ökumaður bílsins keyrði á fílsunga úr hjörðinni. Í bílnum var þriggja manna fjölskylda sem slapp án alvarlegra meiðsla. 28.11.2023 16:31