Helen Óttars í herferð Juicy Couture Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir er búsett í London og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún sat nýverið fyrir skvísumerkið Juicy Couture og stefnir jafnvel á bandarískan markað á næstunni. Blaðamaður tók púlsinn á henni. 4.9.2024 07:03
Sjóðheitir á húðvöru herrakvöldi Síðastliðinn fimmtudag bauð Blue Lagoon Skincare glæsilegum herrum landsins í einstakan herraviðburð í verslun sinni á Laugavegi. Fjölbreyttur hópur mætti til að fræðast um húðvörur og eiga góða stund. 3.9.2024 20:01
Nylon-stjarna selur slotið Umboðsmaðurinn og tónlistarkonan Steinunn Camilla, meðeigandi Iceland Sync, hefur sett fallega íbúð sína á sölu á Hlíðarvegi í Kópavogi. Íbúðin er björt og hefur nýverið verið endurnýjuð nánast að öllu leyti af sambýlismanni Steinunnar. 3.9.2024 13:01
Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hélt tvenna útgáfutónleika í Gamla Bíói um helgina og fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær. Þrátt fyrir að vera almennt lítið fyrir afmæli tóku áhorfendur sig til og sungu afmælissönginn fyrir hann á laugardagskvöld. 2.9.2024 20:00
Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni „Við spilum fyrst og fremst af kærum sköpunarkrafti,“ segir píanóleikarinn Magnús Jóhann. Hann hefur undanfarin ár unnið að plötu ásamt saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og hefur sköpunarferlið meðal annars einkennst af góðum samtölum þeirra á milli. Þeir frumsýna hér tónlistarmyndband við lag af plötunni. 2.9.2024 11:30
Ljósbrot valin besta norræna kvikmyndin Kvikmyndin Ljósbrot hefur farið sigurför um heiminn og hlaut um helgina aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló sem besta norræna kvikmyndin. 2.9.2024 10:37
„Banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“ Tónlistarmaðurinn og dansarinn Torfi Tómasson segir tískuna geta verið ákveðin framlenging af manni sjálfum og hefur gengið í gegnum ýmis konar tísku tímabil. Hann hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið og tengir flíkurnar ekki við afmarkað kyn. Torfi er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 31.8.2024 11:30
Ældi næstum úr stressi á Cannes Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael. 29.8.2024 07:01
Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Tónlistarmaðurinn Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pje, var orðinn þreyttur á hversdagsleika skrifstofustarfsins var í tilefni af því nýverið að senda frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist Dulræn atferlismeðferð. 28.8.2024 07:01
Myndaveisla: Rauður dregill og troðfullt hús á Ljósbroti Það var líf og fjör í Egilshöllinni í gærkvöldi þegar kvikmyndin Ljósbrot var frumsýnd. Rauður dregill tók á móti gestum, margt var um manninn og fólk úr menningarlífi landsins lét sig ekki vanta. 27.8.2024 17:03